Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 32

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 32
Hrafn Hallgrímsson og Sigurður Harðarson: Einkabílisminn UPPFINNING ALDARINNAR — BÍLL- INN: — Byggður til að aka 100 km á klst. — Byggður til að auka hreyfanleik einstaklingsins. Úr þessu viðundri tækninnar hefur manneskjunni tekizt að gera tæki, sem hindrar hreyfanleik einstaklingsins. ER TÆKNILEG FRAMÞRÓUN ALLTAF FRAMFÖR ? ?? ---- „RAUÐI MAÐURINN SEGIR: BÍDDU!“ (Morgunblaðið 25. 6. 1970) Reykjavík er að drukkna í bílaflóði. Því miður virðist þó allur þorri manna líta á það sem sjálfsagða og óhjákvæmi- lega staðreynd — það sé þróun, sem ekki sé æskilegt né hægt að sporna við eða beina inn á aðrar brautir. Einkum virð- ast þó þessi sjónarmið viðtekin hjá þeim þrönga hópi manna, er um skipulagsmál í Reykjavík fjallar: arkitektum, verkfræð- ingum og stjórnmálamönnum. Öll þeirra viðhorf og verk einkennast af fullkom- inni uppgjöf gagnvart ágangi einkabíl- ismans á kostnað fótgangandi fólks og alls umhverfis okkar. Að viðhaldi og yfirgangi einkabílismans standa sterk öfl, er eiga styrkleika sinn að þakka því þjóðfélagskerfi, sem við bú- um við i dag. í krafti auðmagns sins hafa þessi öfl lagt undir sig alla fáanlega fjölmiðla og gegnsýrt þannig allt okkar þjóðlif með gegndarlausum áróðri fyrir ágæti og nauðsyn einkabílsins. Gegn þessari innrætingu stendur al- menningur að sjálfsögðu mikið til varn- arlaus, vegna skorts á upplýsingum fjöl- miðlanna um hina hlið „sannleikans“. Þar, sem á öðrum sviðum, hafa fjölmiðl- arnir hrapallega brugðizt hlutverki sínu, einkum þó hljóðvarp og sjónvarp, þar sem hið borgaralega drottnunarvald er allsráðandi. Allar skoðanir, sem ekki falla inn í ramma þess, eru þvi dæmdar póli- tískur áróður og lygi, en í staðinn eru bornir á borð umferðarþættir (meira eða minna dulbúinn áróður), bílaþættir (ódulbúinn áróður), að auglýsingum ógleymdum, þar sem blygðunarlaust er höfðað til hégómagirndar, kynhvatar, minnimáttarkenndar og statusleitar fólks. • •* • 'v** . í skólunum er þegar i byrjun skóla- göngunnar drepið niður allt það, er kall- azt gæti sjálfstæð hugsun, frumkvæði og sjálfsvild nemenda — hvað þá að slíkt sé þroskað með nemendum. Þeir verða því auðveld bráð innrætingar bilismans, hafi hún ekki þegar náð fótfestu, þvi að foreldrar eru að jafnaði áhrifaríkir og hlutdrægir upplýsingamiðlar, sem ásamt fjölmiðlunum bera boðskap bílismans ó- snortinn til barna sinna — oftast ómeð- vitað og í góðri trú, enda sjálfir fórnar- lömb áðurgetins skólakerfis. Heilaþvotturinn hefst sem sagt fyrir alvöru i skólunum: Með góðri aðstoð lög- reglunnar er hafizt handa um að aðlaga börnin þjóðfélagi einkabilsins, þjóðfélagi, þar sem manneskjan er ekki lengur grundvallareining skipulagsins, heldur billinn. Þeim er innprentuð hræðsla og virðing gagnvart bilnum og lögreglunni og kennt að hlýða í blindni og hugsunar- laust umferðarreglum, sem allar eru í þágu einkabílsins. Allt á þetta að vera börnunum til „öryggis", en er i rauninni til að tryggja einkabilnum hindrunar- lausan og hraðan akstur. En það er ýmislegt sem „gleymdist“ að segja börnunum. Þeim er kennt, að slysin verði vegna óhlýðni við umferðarreglurn- ar, en ekki að slys séu og verði alltaf til, svo lengi sem bilnum er tryggður for- gangsréttur um götur bæjarins — hvað sem öllum umferðarreglum, umferðar- ljósum, merktum zebrabrautum, undir- göngum og lögregluþjónum liður. Þeim er ekki sagt frá eitureiginleikum útblástursreyks bilanna og þeim áhrifum, sem hann hefur á líffæri manneskjunn- ar og gróðurinn, á endingu mannvirkja og óhreinkun umhverfis okkar, né heldur hvaða áhrif hávaði bilanna getur haft á likamlega og andlega heilsu okkar. Ekki er þeim heldur sagt, að bilisminn gleypir alla þá peninga, sem annars mætti nota til byggingar barnaheimila, tómstundaheimila, sjúkrahúsa, leikvalla o. s. frv., og gera þannig borgina að ein- hverju öðru en þeim allsherjar bílaleik- velli, sem Aðalskipulagið gerir ráð fyrir. Því síður er þeim sagt, að það er vegna hins ótakmarkaða frelsis einkabílsins, að svo langt er á milli ferða strætisvagn- anna, fá sæti, ófullkomið leiðakerfi og langar vegalengdir til biðstaða, sem þar að auki eru sjaldnast yfirbyggðir. Ekkert er heldur minnzt á, að því fleiri, sem nota einkabíl til og frá vinnu, til inn- kaupa o. s.frv., þeim mun lélegri þjónustu geta strætisvagnarnir veitt. Né heldur, að stór hluti borgarbúa, svo sem börn, ungl- ingar, gamalmenni, fatlaðir, öryrkjar, húsmæður og láglaunafólk, geti aldrei ekið bil og sé algjörlega háður strætis- vögnum. Enn mætti halda áfram og segja þeim hverjir standa að baki áróðrinum um ágæti einkabílsins; að það séu stjórn- málamennirnir, sem fyrir hönd fólksins ættu að stjórna þróuninni, en i rauninni séu það oliufélögin, bílasalarnir, trygg- ingafélögin o. fl. sem stefnunni ráði. Að þrátt fyrir falleg orð um lýðræði og frelsi, þá hafi börnin litla möguleika á að hafa bein áhrif á mótun þess þjóðfélags, sem þau lifa i. Það verði þannig, svo lengi sem einkaframtakið móti stefnuna eftir gróðahagsmunum sínum, og einkaeignar- rétturinn lofsamaður á kostnað sameign- ar og jafnréttis. Þegar börnin svo koma heim úr skól- anum og segja foreldrum sinum hvað kennarinn hafi sagt, segja þeir, að hann sé kommúnisti og allt sem hann segi lygi. Svo fara þau með börnin í bíltúr oni miðbæ .... „Það er dimmt og slydda. Ég ek bíl með venjulegum útbúnaði: Framljósum, rúðusprautu og vinnukonum. Ég ek ekkert sérlega hratt, því skyggnið er ekki gott. Þess vegna aka fram úr mér bílstjórar með betri Ijóskastara og afkastameiri vinnukonur; eða sem eru kjarkmeiri en ég. Við hvern framúrakstur fæ ég aurslettu á framrúðuna, þannig að ég sé ekkert út í nokkrar sekúndur. Þess vegna verð ég að aka enn hægar. Enn er ekið fram úr mér og æ oftar. Loks eru Ijósin þakin aur og ég verð að stanza.“ 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.