Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 33
„Njóta ekki allir í okkar lýð- frjálsa landi þeirra hlunninda að mega ferðast með svonefndum almenningsfarartækjum?“ „Snemma í september var gert jarðrask mikið við ,,Múlann“ og er vögnum ekki lengur fært að stanza það nálægt Múla- lundi, að verulega fatlað fólk geti gengið þann veg, sem eftir er á áfangastað . . .“ „Þess má og geta, að einatt kostar það a. m. k. tuttugu mínútna bið að komast yfir Suðurlandsbrautina á þessum slóð- um, þar sem umferðin er jafnan mjög mikil, en hvorki umferðarljós né zebra- brautir gangandi vegfarendum til hag- ræðis . . .“ „En meðan öryrkjar þurfa að kaupa sér bíl til að geta stundað þá vinnu, sem þeir með erfiðismunum inna af höndum, og verða þannig af allverulegum hluta lágra launa, þá er anzi breitt bil milli þeirra og hinna heilbrigðu, sem auðveldlega komast allra sinna ferða . . .“ Ofanritað er tekið úr bréfi starfsfólks í Múlalundi og birt i ruslakistu Morgun- blaðsins, Velvakanda, 23. 10. 1970. Það þykir kannski ekki tiltökumál, þó að nokkrir öryrkjar kveinki sér, þeir eru liklega svo fáir. En ef við skoðum þetta ofan i kjölinn, þá eru það hreint ekki svo fáir, sem ekki geta eða vilja nota einka- bílinn. Þetta fólk er, hvað ferðafrelsi snertir, upp á náð strætisvagnaþjónustu komið, og þegar allt kemur til alls meiri- hluti þeirra, sem um borgina fara á degi hverjum. Stjórnmálamenn og skipuleggjendur neita að horfast í augu við slikar stað- reyndir. Það eru byggð ný breiðstræti, götur breikkaðar, gatnamót stækkuð og lóðir miðsvæðis lagðar undir bílastæði, allt án þess að huga að því hvert stefnir. Með þessu móti er manneskjunni úthýst úr borginni, nema því aðeins hún brynji sig blikkdós á hjólum. í Reykjavik eru vandamál af völdum einkabílaumferðar nú þegar yfirþyrm- andi, hvað þá í náinni framtið að ó- breyttum viðhorfum. Það er því ekki úr vegi að kanna nokkuð, hvernig fjallað er um umferðarmál í Aðalskipulagi Reykja- víkur 1962—1983, risabók sem út kom 1966. Þar er ýtarlega fjallað um umferð borgarsvæðisins, ýtarlegar en um ýmsa þá meginþætti skipulags, sem mikilvæg- ari eru. Snýst hér allt í kringum einka- bílinn, og er það ömurleg lesning. Megin- kjarninn er svo orðaður: „Fyrir gatna- kerfi Reykjavíkur hefur notkun einka- bifreiða meginþýðingu, BÆÐI NÚ OG FRAMVEGIS." (AR bls. 85). Það stoðar lítið, þó að næsta grein á undan fjalli um strætisvagna á þennan veg: „Enginn vafi leikur á því, að umfram allt verður að kappkosta að auka strætisvagnaþjónust- una, og í framhaldi vinnunnar að aðal- skipulaginu þarf að gera framtiðaráætlun fyrir strætisvagnakerfið . . .“ (AR bls. 85). Slika framtiðaráætlun er búið að ein- skorða við þá lausn, sem einkabíllinn set- ur umferðaræðum borgarinnar, og efna- hag bæjarbúa. Vitaskuld þarf að taka fullt tillit til umsvifa almenningsfarartækja við gerð aðalskipulags strax i upphafi. Vinnubrögðin voru hinsvegar þveröfug: „Svo sem fyrr segir, var umferðarkönn- unin einnig látin ná til farþegaflutninga almenningsvagna . . . HINSVEGAR VAR ÞESS EKKI AÐ VÆNTA, AÐ SÁ HLUTI KÖNNUNARINNAR MYNDI SKIPTA MIKLU MÁLI í VINNUNNI AÐ AÐAL- SKIPULAGINU . . .“ (Leturbreytingar okkar, AR bls. 224). Þeir hinir fjölfróðu sérfræðingar tóku þetta ekki að öllu leyti upp hjá sjálfum sér, þvi að á öðrum stað segir: „Borgaryfirvöld hafa það sjónarmið gagnvart sívaxandi bifreiðaeign á íbúa, að taka verði svo mikið tillit, sem unnt er, til áhuga almennings á að eignast bifreið og komast leiðar sinnar af eigin rammleik . . .“ (AR bls. 131). Fallega sagt, en af fullkomnum óvita- skap, ef ekki meðvituð fölsun. Þessi áhugi er framkallaður með fáránlegri skipu- lagningu borgarbyggðarinnar og með því að halda leyndum þjóðhagslegum stað- reyndum. íbúum er dreift um mela og móa eins og sauðfé, og torveldar það stór- lega alla strætisvagnaþjónustu. Vinnu- stöðum og íbúðahverfum er komið fyrir eins fjarri hvort öðru og hugsazt getur. Með slíku háttalagi verður maður bók- staflega að eiga bíl, jafnvel um efni fram. Hinsvegar er vandlega þagað um öll þau vandamál, sem skapast af ótak- markaðri notkun einkabilsins. Sem bein afleiðing af óhaminni upp- vöðslu einkabílsins, þarf „að RÍFA niður heila húsaröð, til þess að koma megi fjórum akreinum fyrir á Grettisgötu milli Barónsstigs og Snorrabrautar. Eru það sæmileg tveggja og þriggja hæða stein- hús.“ (AR bls. 1457. Og víðar siga höfundar skipulagsins jarðýtu ófeimnir á byggðina. Til dæmis „þarf að RYÐJA Suðurgötu leið til norð- urs gegnum Grjótaþorp", þó þannig að sveigt er hjá Morgunblaðshöllinni. Einnig „á milli Pósthússtrætis og Lækjargötu verður ALLMIKIÐ RASK við að tengja þessar götur saman, og á ýmsum stöðum þarf að FLYTJA HÚSALÍNU AFTAR.“ „Amtmannsstígur er óþægilega brattur (fyrir hvern? — innskot) og RYÐJA þarf ieið gegnum tvo byggingarreiti." (AR bls. 143). Undir lokin taka að læðast efasemdir að sjálfum gatnasérfræðingnum, og er engu líkara en hann dragi strik yfir ó- raunhæfan árangur svita og strits: „. . . Má því ekki líta á áætlunina sem fastákveðna, og það vegna þess, að eigi er hægt að taka endanlega afstöðu til margra tæknilegra atriða hennar, fyrr en farið hefur fram nánari verkfræðileg at- hugun á þeim. Við það bætist, að á ýms- um stöðum mun framkvæmd áætlunar- innar hafa í för með sér svo veigamiklar breytingar á núverandi byggð, að óhjá- kvæmilegt er að gera áætlanir um aðra möguleika, sem til greina kunna að koma, áður en ákvarðanir eru teknar um niður- rif húsa. Þetta á til dæmis við um Miklu- braut á kaflanum milli Miklatorgs og Kringlumýrarbrautar, þar sem breikkun götunnar síðarmeir mun hafa í för með sér niðurif tiltölulega nýlegra íbúðar- húsa.“ (AR bls. 254). Það hlýtur því að vera krafa farþega almenningsvagna, meirihluta borgarbúa, að bætt verði þjónusta strætisvagna, áð- ur en varið er offjár til þess að breikka götur eins og Lækjargötu, Hverfisgötu eða Miklubraut. Lœkjaryata ejtir síðustu breikkun „í næsta skipti ek ég nýjum bíl með aukaljóskastara, tvöföldum hraða á vinnukonunum og rúðusprautu, sem þvær rúðuna hratt. Ég hef gott útsýni og finnst ég ekki þurfa að lulla út við vegkantinn — þá verð ég ekki heldur eins aurausinn og aðrir bílar. Ég tek að aka fram úr.“ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.