Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 39
i þvinga fyrirtækið til að setja upp hreinsi- tæki og bera þannig sjálft kostnaðinn af menguninni. En óvíst er, hvort hreinsi- tæki geti að öllu leyti komið í veg fyrir mengun, og þá má skattleggja fyrirtækið fyrir afganginum. Augljóst er, að við þetta hlýtur fram- leiðslukostnaður fyrirtækisins að aukast. Sé um tiltölulega mikinn iðnað að ræða, hefur þetta óhjákvæmilega áhrif á þjóð- arframleiðsluna og þar með hagvöxtinn, sem verður minni. Þó má gera ráð fyrir, að áhrifanna á hagvöxtinn gæti mest i byrjun. Ný fyrirtæki munu laga sig eftir settum reglum og skattlagningunni og munu leitast við að haga þannig stað- setningu sinni og framleiðsluaðferðum, að áhrifanna á umhverfið gæti sem minnst. Þannig má gera ráð fyrir að framleiðslukostnaður hinna nýju fyrir- tækja verði frá upphafi lægri en hinna gömlu, sem voru byggð áður en reglurnar komu til framkvæmda og hafa orðið að þola háa mengunarskatta, setja upp hreinsitæki og e. t. v. breyta hinum upp- runalegu framleiðsluaðferðum sínum. Það er ýmsum erfiðleikum bundið að segja nokkuð ákveðið um, hvaða áhrif takmörkun mengunar og umhverfiseyð- ingar hefur á velmegun og hagvöxt. Sé litið skammt fram á við, hlýtur velmegun að aukast, þegar komið hefur verið í veg fyrir mengunina. Hins vegar má búast við, að dragi úr hagvexti. Ef litið er lengra fram í tímann, er þess að vænta, að sé mengunin látin óáreitt, muni meng- unaráhrifin eyðileggja ýmis framleiðslu- skilyrði og gera framleiðsluna erfiðari og dýrari og draga þannig mjög úr hag- vexti. Smám saman mun mengunin hafa valdið óbætanlegu tjóni, sem takmarkar öll framleiðsluskilyrði og möguleika til framleiðsluaukningar í landinu. Jafn- framt er dregið úr aukningu velmegunar, að svo miklu leyti sem velferðaraukning þjóðarinnar byggist á hagvexti. Við þetta bætist auðvitað, að mengunin hefur breytt lífsskilyrðum fólks til hins verra og valdið raunverulegri minnkun velferðar. Með því að koma i veg fyrir eyðingu um- hverfisins og mengunina nú þegar, er því ekki einungis verið að koma i veg fyrir þá lífskjara- og velferðarskerðingu, sem mengunin veldur, heldur er einnig verið að tryggja öruggan hagvöxt í framtíðinni. Hinar sérstæðu aðstæður á íslandi hafa tvenns konar áhrif. Vegna þess hve iðn- aður er hér skammt á veg kominn, yrðu áhrifin á hagvöxtinn tiltölulega mjög lítil ef komið yrði í veg fyrir mengun nú þeg- ar. Hins vegar má búast við, að af sömu ástæðum líði tiltölulega langur timi unz mengunin, væri hún látin óáreitt, yrði svo mikil, að um varanleg áhrif á stærð og aukningu þjóðarframleiðslunnar yrði að ræða. En mengunin hefur auðvitað miklu fyrr áhrif á lífskjör og velmegun íslendinga, og vissulega er mengunin frá álverksmiðjunni þegar farin að hafa neikvæð áhrif á velmegun Hafnfirðinga. ( 4 Iðnvæðing og erlend iðnfyrirtæki Hér að framan hefur ekkert verið rætt um, hvernig iðnvæðingin eigi að fara fram, hvaða leiðir skuli valdar, hvaða iðnaður og hvaða framleiðsluaðferðir. Hér hefur einungis verið sagt, að iðnaðinn og framleiðsluaðferðirnar verði að velja þannig, að mengun og umhverfisskemmd- ir eigi sér ekki stað. Þó hefur ein leið verið valin af islenzkum stjórnvöldum, sem rétt er að rædd sé nánar: að fela erlendum iðnfyrirtækjum að nokkru leyti uppbyggingu iðnaðarins. Það er alkunna, að ýmsar hinna ríkustu iðnaðarþjóða Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku eiga við gífurleg mengunar- vandamál að stríða. Stjórnvöld þessara þjóða horfast hér i augu við einhvern mesta vanda þessarar aldar — að hafa hemil á afleiðingum iðnaðarins, mengun- inni. Mikið hefur verið rætt um þessi vandamál, og eru allir á einu máli um að gera þurfi mjög róttækar ráðstafanir til að draga úr mengun og umhverfis- skemmdum. Stjórnvöld margra ríkja vinna nú að lausn þessara mála, og m. a. hafa bæði Bretar og Svíar komið á fót sérstökum ráðuneytum umhverfis- og mengunarmála. Augljóst er, að það er óumflýjanlegt, að takmörkun mengun- arinnar muni krefjast breytingar allrar iðnaðarframleiðslu að meira eða minna leyti. í mörgum iðngreinum þarf þannig að breyta öllum framleiðsluháttum, sem auðvitað er bæði gifurlega kostnaðar- frekt og tekur langan tima. Því er búizt við, þegar stjórnvöld iðnaðarlandanna — mengunarlandanna — hefjast handa um að koma í veg fyrir mengunina og krefj- ast gjörbreytinga á framleiðsluháttum iðnaðarins, að mörg hinna stærri iðn- fyrirtækja muni reyna að koma sér und- an þessum breytingum á sem auðveldast- an hátt. Ein af hagkvæmustu aðferðun- um til þess er að flytja framleiðsluna frá hinum þróuðu iðnaðar- og mengunar- löndum til vanþróaðra landa, þar sem iðnaðarframleiðsla er skammt á veg komin og mengunarstig lágt. Mun þetta reynast iðnfyrirtækjunum þeim mun auðveldara, þar sem flest vanþróuðu löndin sækjast mjög eftir að auka inn- lenda iðnaðarframleiðslu. Hins vegar hafa mörg þeirra ekki efni á að hafna nokkurri fjárfestingu, sem eykur fram- leiðslu landanna og dregur úr hungri og þjáningum þessara þjóða, jafnvel þótt framleiðslan hafi i för með sér mengun og umhverfiseyðingu. Ýmsar ástæður valda því, að ísland er í hópi allra girnilegustu landa frá sjónar- miði hinna erlendu mengunarfyrirtækja. Þar skiptir aðild íslands að EFTA megin- máli, en ennfremur koma til aðrir hlutir, svo sem lega landsins og loftslag, vin- veittur og kyrrlátur verkalýður o. s. frv. Afstaða stjórnvalda til hinna erlendu fyrirtækja skiptir auðvitað mjög miklu máli, en enn sem komið er hafa erlend fyrirtæki engu þurft að kvíða úr þeirri átt. En sannarlega er hér þörf á mikilli stefnubreytingu. Afstaða islenzkra stjórn- valda til mengunarvandamálsins verður að vera sú, að á íslandi verði komið í veg fyrir alla mengun; að settar verði strang- ar reglur, sem gildi jafnt fyrir útlendinga sem íslendinga; og umfram allt, að til- tölulega lágt mengunarstig hér verði ekki notað sem tálbeita til að lokka hingað erlendan mengunariðnað. Ekki er útlit fyrir, að efnahagur ís- lendinga verði svo slæmur og hungrið og skorturinn svo mikill, að við ættum í skammsýni og gróðafíkn okkar að leyfa, að hér verði af erlendum fyrirtækjum beitt skaðlegum framleiðslu- og mengun- araðferðum, sem eru útlægar frá ná- grannalöndum okkar, mengunarlöndun- um. Ómengaður útsynningur og hafrót mega ekki verða íslenzkur söluvarningur. Því má bæta við, að frá langtima hag- fræðilegu sjónarmiði er innflutningur er- lendra iðnfyrirtækj a vafasamur. Ávinn- ingurinn, atvinnan og atvinnu-, gjaldeyr- is- og skattatekjur og allt það, sem nefnt er í opinberum umræðum, yrði hinn sami og af íslenzku iðnfyrirtæki, sem reist yrði fyrir lánsfé. Að visu yrðu hinir íslenzku iðjuhöldar að endurgreiða láns- féð með vöxtum. En gróðinn af hinu is- lenzka fyrirtæki yrði að sjálfsögðu fjár- festur hér, og íslendingar mundu sjálfir njóta margföldunaráhrifa fjárfestingar- innar. Hagnaðurinn af erlendum fyrir- tækjum á íslandi flyzt hins vegar úr landi, en safnast ekki saman hér. Gróð- inn yrði því fjárfestur erlendis íslending- um til einskis gagns. Niðurlag Umræðan hér að ofan hefur hvergi nærri verið tæmandi. Hér hefur næstum einungis verið rætt um ein takmörkuð áhrif iðnaðarins. Iðnaðurinn hefur þó ekki aðeins áhrif á umhverfið. Iðnvæð- ing hefur áhrif á tekjuskiptinguna í þjóð- félaginu og á valdastöðuna í þjóðfélaginu. Mikilvægt er einnig að gera sér grein fyrir áhrifum iðnvæðingar á félagslegt líf manna, á atvinnuhætti, stéttaskiptingu og félagslegt öryggi. Þótt aðeins sé tæpt á þessum þáttum hér, er hér engan veginn um smámuni eina að ræða. Þvert á móti er óhjákvæmilegt, að tekið sé fullt tillit til hinna þjóðfélagslegu áhrifa iðnvæð- ingarinnar. Einhvern kann að undra, að meginmál greinar um iðnvæðingu og hagvöxt hafi fjallað um mengun. Því er oft haldið fram, að mengun og eyðing og spilling umhverfisins eigi ekkert skylt við efna- hagsmál. Þá er fullyrt, að iðnaðurinn og efnahagslífið hafi ekki efni á að taka til- lit til mengunar og umhverfiseyðingar. í nafni hagfræðinnar tala menn um iðn- væðingu og hagvöxt, sem leiðindafyrir- bæri eins og mengun og umhverfiseyðing mega ekki hafa nein áhrif á, og á þar af leiðandi ekki að gera veður út af. Mark- mið þessarar greinar hefur hins vegar verið að sýna með hagfræðilegum rökum veilurnar í slíkum málflutningi; að það er ekki hægt að tala af skynsamlegu hag- fræðilegu viti um hagvöxt, iðnvæðingu og framtíðarskipulag íslenzks atvinnulifs, án þess að tillit sé tekið til mengunar og umhverfiseyðingar. Það hefur ennfrem- ur verið markmiðið að sýna fram á, að þeir sem hafa uppi málflutning af þvi tagi sem hér er getið gefa ekki gaum að markmiðum iðnvæðingar og hagvaxtar, og skeyta ekkert um kostnaðinn — hin skaðlegu áhrif sem iðnaðurinn veldur. 4 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.