Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 43

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 43
hefur síðan 1961 notað portúgalskar her- sveitir, sem eru undir stjórn NATO, í stríðinu gegn skæruliðum í Afríku. Þessar hersveitir eru búnar vopnum, sem kostuð eru af NATO. Auk þessara beinu nota, sem portúgölsku nýlendukúgararnir hafa af NATO, fá þeir vopn og aðra aðstoð, sem er þeim nauðsynleg, frá öðrum NATO-rikjum. Bandaríkin veittu Portú- gal á árunum 1949—1961 370 milljónir dollara í hjálp, þar af 290 milljónir doll- ara í beina hernaðarlega aðstoð. Árið 1961 reyndu Bandaríkin að fá Portúgal til að breyta afstöðu sinni til nýlendnanna og skáru niður hernaðaraðstoð sína til Portúgals úr 25 milljónum dollara niður i 3 milljónir dollara. Bandaríkin greiddu einnig á þessum tíma, hjá Sameinuðu þjóðunum, atkvæði með yfirlýsingum, sem fordæmdu atferli Portúgala í Afriku. Til þessa lágu ýmsar ástæður. Banda- ríkjastjórn var óánægð með hvernig Portúgalar höfðu notað portúgölsku NATO-hersveitirnar. Kennedy-stjórnin vildi sýnast frjálslynd gagnvart ríkjum „þriðja heimsins“, og auk þess var ástæð- an kannski að einhverju leyti sú, að í portúgölskumælandi Brazilíu var komin til valda frjálslynd stjórn, sem Banda- ríkin þurftu að vingast við. Portúgal snerist gegn þessum tilraunum Banda- ríkjanna með því að hóta að endurnýja ekki samningana um bandarísku flug- bækistöðina á Azoreyjum, sem runnu út árið 1962. Þetta reyndist of mikið fyrir frjálslyndi Kennedy-stjórnarinnar, og 1962 greiddi hún hjá Sameinuðu þjóðun- um, ásamt Portúgal og Suður-Afríku, at- kvæði gegn yfirlýsingu, sem fordæmdi at- hæfi Portúgala í afrísku nýlendunum og krafðist þess að vopnasölu til Portúgals yrði hætt. Á árunum 1962—1968 nam hernaðarað- stoð Bandaríkjanna við Portúgal 34 millj- ónum dollara árlega, auk stórs útgjalda- liðs undir nafninu „varnaraðstoð". Nú virðist sem stjórnum Portúgals og Banda- rikjanna komi mjög vel saman. Nixon forseti Bandaríkjanna sagði árið 1970, að það, hve laus portúgalska pólitíkin væri við kynþáttafordóma(l), „fæli í sér raun- verulega von um framtíðina." Vestur-Þýzkaland er auk Bandaríkj- anna eina landið, sem veitir Portúgal ókeypis hernaðarlega hjálp. Hernaðar- hjálpin frá Vestur-Þýzkalandi nemur nú um 3 milljónum dollara á ári. Árið 1959 gerðu Vestur-Þýzkaland og Portúgal sinn fyrsta samning um vopnasölu. Þessi samningur var endurbættur 1965. 1960 fékk Bundeswehr flugbækistöð á portú- gölsku eyjunni Beja (þetta er eina hern- aðarlega bækistöð Vestur-Þýzkalands er- lendis). Samningurinn var endurnýjaður 1968. Auk þessa má geta þess að Portú- galar, sem særast í Afríku, eru yfirleitt sendir á sjúkrahús í Vestur-Þýzkalandi, en ekki í Portúgal. Frakkland selur Portúgal vopn, jafnt utan sem innan NATO-samninganna, auk þess sem frönsk fyrirtæki hafa tekið að sér ýmis verkefni við hernaðarmannvirki Portúgais í Afríku. Frakkar hafa athug- unarstöð á Azoreyjum, sem er mjög mikil- væg fyrir kj arnorkutilraunir þeirra. Brezka þingið samþykkti eftir upp- reisnina í Angóla 1961 að banna vopna- sendingar til Portúgals. Vopnasendingar innan ramma NATO-samninganna héldu þó áfram. Þótt portúgölsku stjórninni sé opinberlega bannað að nota i Afríku mikinn hluta þeirra vopna, sem NATO- ríki hafa látið henni í té, hefur hún engu skeytt því, að því er virðist með þöglu samþykki NATO. í grein í franska blað- inu Le Monde 15.10 1966 var greint frá því, að réttarhöld hefðu farið fram yfir Henry de Montmarin og John Hawke, vegna þess að þeir „hafi brotið gegn bandariskum lögum með þvi að flytja út ólöglega sjö B-26 sprengjuflugvélar frá bandarísku landsvæði til afhendingar í Portúgal." Samkvæmt ummælum J. Hawkes „hafði Bandarikjastjórn ekki leyft útflutninginn, þar sem hún var bundin af samningum um að láta Portú- gal ekki árásarvopn í té til nota í striðinu gegn afrískum þjóðernissinnum, en CIA hafði séð um málið“. Réttarhöldin end- uðu með þvi að hinir ákærðu voru sýkn- aðir. EFTA og portúgölsku fasistarnir Portúgal er meðlimur í EFTA. í EFTA- samningnum frá 1960 er „annex G“, sem gefur Portúgal rétt til að leggja hærri innflutningstolla á vissar vörur en öðrum EFTA-ríkjum. Um % hlutar alls inn- flutnings Portúgals frá EFTA-löndunum heyra undir „annex G“. EFTA hefur áætlað að Portúgal hafi bara árið 1965 grætt um 37 milljónir dollara á þátttöku sinni í bandalaginu. Augljóst er þannig, að EFTA aðstoðar portúgölsku fasistana dyggilega við að afla þeirra fjármuna, sem þeir þurfa til að halda áfram nýlendustyrjöld sinni í Afríku. Hagsmunir auðvaldslandanna í nýlendum Portúgals Auðvaldslöndin studdu nýlendukúgun Portúgals upphaflega fyrst og fremst af hernaðarlegum ástæðum. „Hernaðarlegt mikilvægi .Azoreyja barf vart að undir- strika. Kap Verde-eyjar, lykillinn að syðri hluta Atlantshafsins, eru ekki þýðingar- minni fyrir herbækistöðvar.....Angóla og Guinea, með samanlagt 1816 km. langa strandlengju sem snýr að Atlantshafi, má líta á sem hluta af vörnum Atlants- hafsins“ (Foreign Affairs, 1952). Hernaðarlegt gildi Portúgals og portú- gölsku nýlendnanna er enn mikilvægasta ástæðan fyrir stuðningi NATO við portú- gölsku nýlendukúgarana. í NATO’s Fif- teen Nations, okt.-nóv. 1968, stóð: „Portú- galska Guinea er síðasta landsvæðið í Vestur-Afríku, sem tilheyrir NATO-veldi, og ber að hafa það í huga með tilliti til hinnar nauðsynlegu siglingaleiðar fyrir Góðrarvonarhöfða og með tilliti til vest- rænna hervarna gegn byltingum í þriðja heiminum (tricontinental subversion).“ Nú bryddir einnig á annarri ástæðu. Árið 1961 neyddist portúgalska stjórnin til að opna nýlendur sínar fyrir erlendu fjármagni. Helztu ástæðurnar fyrir því voru, að í Portúgal var ekki til það fjár- magn, sem þurfti til að gera nýlendurnar girnilegar fyrir hvíta innflytjendur, sem gætu verið framvarðarsveit gegn þjóð- frelsishreyfingunum. Einnig bendir margt til þess, að NATO-vinir Portúgala hafi krafizt þess i skiptum fyrir þau lán og þá hernaðarlegu aðstoð, sem þeir veita Portúgal. T. d. var 1961 bætt inn í varn- arsamninginn milli Bandaríkjanna og Portúgals frá 1951, að Portúgal skuld- bindi sig til að auðvelda Bandaríkjunum að fá þau hráefni, sem þau þurfa frá Portúgal og nýlendum þeirra. Geysimikið fjármagn hefur streymt inn í hinar auðugu nýlendur Angóla og Mó- zambik frá ýmsum auðvaldslöndum. Aug- ljóst er, að portúgölsku nýlendukúgararn- ir gera sér vonir um, að hagsmunir þeirra fyrirtækja, sem hafa fjárfest í nýlendum þeirra, komi til með að gera stjórnir auð- valdslandanna auðfúsari til að styðja ný- lendustríð þeirra. Helztu heimildír: Kommentar nr. 4—5 og 7 ár 1970. Olle Wástberg: Angola Gerard Chaliand: Vápnad kamp i Afrika Basil Davidson: Frihetskampen i Guinea-Bissau. 4 Léon G. Damas: Betlari bað mig um tvær krónur Einnig ég klæddist dag nokkurn tötrum betlara. Einnig ég veitti skækjum eymdarinnar lið með gotum þurfalingsins. Einnig ég svalt í þessu bölvaða landi og hélt mig geta beðið líknsemina um tvær krónur að seðja hungur mitt. Einnig ég ráfaði um brynprýdda eilífð breiðstræta þeirra, — hversu margar nætur reikaði ég ekki þannig um með hol augu. Einnig ég var hungraður, tómeygður og hélt mig geta beðið um tvær krónur uns sá dagur rann að mig velgdi við glotti þeirra meðan þeir endurnærðust af að líta þennan tómeygða soltna negra. Úlfur Hjörvar þýddi. Léon Damas er fæddur í Guyana árið 1912. Hann gekk í skóla í Fort de France á Martinik- eyju og siðar í París, þar sem hann hefur starfað að blaðamennsku og ritstörfum. Höf- uðverk hans er ”Black-Label“, flokkur 75 Ijóða, en auk Ijóðagerðar hefur hann skrifað smásögur og greinar og heimildabækur um menningu blökkumanna. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.