Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 30

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 30
framleiðslu sína til sölu, og aðstoð ríkis- valdsins er af skornum skammti. íslenzk- ur listamaður leikur þá einskonar Dr. Jekyll og Mr. Hyde. Tilvera listamannsins er háð því, að markaður sé til staðar fyrir framleiðslu hans. Þar eð listaverk eru orðnar vörur sem eru keyptar og seldar, þá verður af- leiðingin sú, að hann verður að keppa við alla aðra listamenn um markaðinn. Og hver er mælikvarðinn á framgang í þessari samkeppni? Jú, salan, eins og á öllum öðrum verzlunarsviðum. Framinn á markaðinum hefur aðeins eitt gildismat, gildi í peningum. Þvi það er ekki starf listamannsins sem slíkt sem ákveður stöðu hans, heldur er það framinn. Hin svokallaða róttæka list, sem eitt sinn var tákn andstöðu og frelsis, hefur, iafn- framt því að hafa sigrað, breytzt í tákn fyrir sjálfan framann. Tilhneigingin að meta gildi listarinnar í peningum í þess- ari stöðu er ekki einungis hætta, heldur raunveruleikinn. Öll önnur möt af hálfu þjóðfélagsins hafa fallið brott. Góður verzlunarmaður, sem á vörur á lager, situr ekki með krosslagðar hendur, heldur reynir eftir mætti að hafa áhrif á markaðinn, svo að forsendur skapist fyrir vörur hans. Einfaldasta lausnin til að halda markaðinum vakandi og halda við sölunni er að kynna ekki ólikar skoðan- ir á sama tíma, heldur ólíkar tegundir á mismunandi tímum, sem þýðir að nýj- ungar leysa af hólmi hver aðra. Hér má vissulega finna margt sem svipar til bílaframleiðslunnar. Eitt mikilvægasta atriðið til að auka áhuga kaupanda er að skipta stöðugt um og endurnýja fyrri gerðir. Nýja gerðin lokkar viðskiptavin- inn til að kaupa nýjan bíl oftar. Það er nefnilega sagt, að nýja gerðin sé mun betri en sú gamla. En i rauninni, eins og allir vita, eru nýjungarnar ekki þungar á metunum. Hið nýja felst aðallega í umbúðunum, og þar fyrir innan er sami gamli bíllinn sem af ásettu ráði er byggð- ur þannig að hann dugar aðeins vissan tíma. Á listamarkaðinum er endurnýjun- in hröð, og listin hefur einnig innbyggt slitlag. Listin er eða ætti að vera tæki fyrir manninn til að tjá sig, gera hugmyndir sínar að veruleika og auka möguleika sína sem manneskja. Það er þess vegna sem margir leita inn á svið listar. Hún er í þeirra augum frelsi. Listin hefur með öðrum orðum orðið griðastaður fleiri og fleiri í þjóðfélagi sem þeir eiga erfitt með að lifa í. En hve margir ætli séu meðvit- andi um þau skilyrði sem eru til staðar? Hver og einn, sem kemur út úr lista- skóla, verður að trúa því að hann geti spj arað sig, sýnt að hann er úthaldsbetri, gáfaðri og sterkari í samkeppninni. Tvennt getur komið fyrir. Honum getur tekizt í samkeppninni. Afleiðingin verður sú að hann verður innrammað stöðutákn. Hitt getur líka hent, að honum mistakist. Afleiðingin verður sú, að enginn sér hann. En litum á verðvæðinguna frá sjónar- miði listamannsins. Sérhver listamaður leitar eftir einhverju mati á gildi verka sinna. Þau þjóðfélög hafa verið til, sem hafa veitt listamanninum þessa vitn- eskju, sem hefur staðið í hlutfalli við notagildið eða getu hans til að uppfylla fyrirfram ákveðið hlutverk. Eini mögu- leikinn, sem listamaðurinn hefur i dag til að öðlast slíkt mat á verkum sinum, er að sigra i samkeppninni, þar sem að- eins tvennt kemur til greina, vinna eða tapa. Framinn er sönnunin um hið list- ræna gildi. Peningarnir laun hans og eina forsendan fyrir þjóðfélagslegri stöðu hans, sem ákvarðast einungis af því verði, sem er á verkum hans. V. Eins og áður er sagt hefur listaverka- salan orðið sterkasti tengiliðurinn milli listarinnar og fólksins. Hún framkvæmir úrvinnsluna, og með því má segja að hún hafi óbein áhrif á þróunina. Hún hefur auk þess bein áhrif á afstöðu fjölmiðla og blaða, og fyrir augu gagnrýnenda og al- mennings kemur síðan sú úrvinnsla sem listaverkasalan gerir. Á grundvelli þess- arar úrvinnslu eru hin fagurfræðilegu lög skrifuð. Gagnrýni hefur fengið það hlutverk að útskýra eða túlka, og skýr- ingum hennar er dreift í bókum og tíma- ritum. Að þessu leyti eru lönd sem liggja utan landamæra listaverkaverzlunarinn- ar, eins og t. d. ísland, háð i mati sínu þeim grundvelli sem hún skapar. Listaverkasalan getur einnig beitt þvingunum og haft þannig bein áhrif á þróunina. Ef til að mynda listamaður breytir um stíl, getur það hent að lista- verkasalinn bendi honum á að slíkar myndir geti hann ekki selt og enn sé nægur markaður fyrir þær myndir sem hann málaði áður. Vissulega hefur lista- verkasalinn rétt til að missa áhuga á listamanninum. Það liggur í eðli verzlun- ar að vera trúlaus á þennan hátt, að fleygja þvi fyrir borð sem ekki selst. En það gefur um leið bendingu um, á hvaða grundvelli úrvinnslan fer fram. Þá vakn- ar sú spurning, hvort annað úrval sé fyrir hendi, eða hvort allir hafi sömu möguleika á að koma verkum sínum á framfæri. Fræðilega er það vissulega svo, að næstum allir hafa möguleika til að sýna verk sín. En það sem skiptir meginmáli er, hvar verkin eru sýnd. Gott dæmi sem hér mætti nefna til skýringar er sænski listamaðurinn O. Fahlström, (sem Tor- sten Bergmark getur um í viðtali í Palletten 1967). Ferill hans er samnefnari fyrir fjöldann allan af listamönnum. Þeg- ar Fahlström sýndi og starfaði í Sviþjóð, vöktu verk hans litla athygli. Þá komst hann í samband við listaverkasalann Sidney Janes sem hóf sýningar á verkum hans i sýningarsal sínum, einum hinum stærsta og virtasta í New York. Auk þess tryggði hann honum að getið væri um hann í listaverkabókum og listatímarit- um. Með öðrum orðum, O. Fahlström hafði tryggt sér frægðina. Það hafði til að mynda þær afleiðingar, að hann naut nú mikillar viðurkenningar í Svíþjóð og var valinn til að vera fulltrúi Svía á Bíennalnum í Feneyjum 1966. En hvert hefði nú orðið hlutskipti Fahlströms ef S. Janes hefði ekki fengið áhuga á verk- um hans? Þá hefði hann verið dæmdur til að ná til minni hóps eða smærri mark- aðs. Þar eð vald listaverkasalanna er það miðvætt. Hver skyldi nú vera ástæðan fyrir því að hinn alþjóðlegi listaverkasali fékk áhuga á verkum Fahlströms? Nú var það ekki svo, að hann hefði skapað sér nokk- urt nafn eða ætti stóran hóp aðdáenda. Gæti það ekki einfaldlega verið svo, að listaverkasalanum hafi fundizt verk hans áhugaverð eða einfaldlega góð? En frá hvaða sjónarmiði? Listaverkasalan er fyrst og fremst verzlun, og Fahlström er sjálfstæður popp-listamaður, sem þá var einnig nýjasta nýtt. Jafn sjálfstætt vöru- merki og verk Fahlströms hafa mundi vekja áhuga listaverkakaupenda. Með öðrum orðum, verk Fahlströms voru góð frá því sjónarmiði, að til var markaður fyrir þau. VI. Eftir þvi sem markaðskerfið þróast, verður framleiðslan að lokum háð þeim markaðsaðstæðum sem listaverkasalinn skapar. Hnepptur i þetta kerfi, sem er hin eina trygging fyrir lífsafkomu hans, er listamaðurinn varnarlaus. Markmið hans er að framleiða fyrir markaðinn ákveðna verzlunarvöru í vöruskiptakerfi, þar sem ekki þörfin heldur ágóðinn er aðaldrif- krafturinn. Á síðustu tímum hefur mátt sjá breytingar í átt til verksmiðjukerfis. Listamaðurinn gerir prótótýpu (frum- mynd) sem síðan er hafin á fjöldafram- leiðsla. Það má skoða þessa breytingu sem aðlögun að neyzluþjóðfélaginu. Þeir einstaklingar, sem geta greitt hinar gif- urlegu upphæðir fyrir listaverk, verða ávallt færri og færri, og tilvera lista- verkasalanna er komin i voða. Þess vegna verða þeir að snúa sér til stærri hóps, venjulegra launþega. Hvert eintak er ódýrt, og upplögin eru stór, svo að sem flestir geti keypt. Upprunalega verkið heldur eftir sem áður sínu gildi. Það er sjálf uppgötvunin, gerð fyrir þá sem hafa efnahagslega getu til að eignast hana. Eftirprentanir dreifast meðal margra, og þetta er kallað „list til almenningsnota", aukið „listrænt lýðræði". í rauninni er þetta ekki annað en breyting á fram- leiðslukerfinu, er aðlagar sig markaðs- breytingum. Listaverkaverzlunin sjálf sem einstakt fyrirbrigði er vissulega ekki rótin að sam- keppniskerfinu. Listaverkaverzlunin er einungis tákn kapítalísks hagkerfis og hefur orsakað, að listin lýtur sömu lög- málum og hver önnur markaðsvara. Sam- keppniskerfið sem listaverkasalan skapar ákveður úrvinnsluna og takmarkar möguleika okkar til vals. Sigurinn í úr- vinnslunni er metinn í peningum og er tákn um gildi hans. Listamaðurinn er einskis virði, hvernig sem hann er, fyrr en hann hefur öðlazt þennan frama. All- ar aðrar leiðir eru lokaðar; framundan er aðeins samkeppnisvegurinn. Heimildir: Torsten Bergman: Konst, Klass, Kapital, Rapporter och resonemang om konstens villkor. Torsten Bergman: Kampen om Rummet. Bo Lindvall: Barokens epok. Axel Romdahl: Det moderna máleriet. 4 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.