Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 29
fá algjöra einokun á tengslum listamanna við markaðinn, samfara því að vald ann- arra stofnana til úrvinnslu hverfur. í þessari aðstöðu er listamaðurinn eins og stendur. III. Ef litið er á sögu nútímalistar sem röð breytinga i þá átt að losa listina undan alls slags þvingunum, reglum eða þjón- ustu við ákveðið kerfi eða stétt, má segja að sú þróun hafi byrjað um miðja 19. öld í Frakklandi. Listasagan tekur þá á sig mynd breytinga og aftur breytinga sem allar enda með sigri. Þeir listamenn sem framkvæmdu þessar breytingar (Cour- bet, impressjónistarnir, van Gogh, Gau- guin o. fl.) voru í andstöðu við opinberan og viðurkenndan listskilning. Þeir voru fulltrúar fyrir lítinn hóp og stóðu eigin- lega fyrir utan hinar skilgreindu stéttir þjóðfélagsins. Þessi hópur er nýtt fyrir- brigði í sögunni. í fyrsta sinn kemur fram list sem tjáir ekki gildi ríkjandi stéttar (eins og tilfellið var í Hollandi), heldur er beint á móti henni. Hinn opin- beri listskilningur hafði sterk vígi i þeim stofnunum sem gegndu því hlutverki að þjóna þjóðfélaginu í tengslum þess við listina. Listaháskólinn (franski listahá- skólinn, stofnaður af Colbert, var ekki annað en tæki í höndum ríkisvaldsins) var ein hin áhrifamesta af þessum stofn- unum. Rikisrekinn sýningarsalur var önnur stofnun, sem fæddi af sér tvö fyr- irbrigði, og vel má telja normatíva eða reglukennda listgagnrýni og sýningar- nefndakerfi til stofnana. Til viðbótar má nefna Ríkislistasafnið sem tákn um þann millilið sem ríkið var milli listarinnar og fólksins. En það reyndist erfitt að hnekkja þess- um stofnunum, og þar sem sýnt var að ekki yrði hægt að breyta þeim, þá varð að hunza þær. Af praktískri og þjóðfé- lagslegri ástæðu var nauðsynlegt að þessi hópur eignaðist sinn eigin vettvang. Sýn- ingarsölum var komið upp i andstöðu við hina opinberu list, smáhópar mynduðust, og framar öðru gerðist nú einkasýninga- fyrirkomulagið algengara. Það hafði í för með sér þá ófrávíkjanlegu afleiðingu að listamaðurinn höfðaði í verkum sínum til ópersónulegs markaðs. — Þær stofnanir sem voru taldar upp hér að framan og voru áhrifamiklar á 19. öld hafa nú flestar glatað valdi sínu til úrvinnslu. Það má fullyrða að sú eina af þeim stofnunum, sem blómguðust á 19. öld, sé listaverkasalan, sem hefur æ meira vald. Það sem gerist í Frakklandi á seinni hluta 19. aldar er, að listamaðurinn losn- ar undan þeirri kvöð að vera ofurseldur í sköpun sinni hugmyndafræði ákveðins kerfis eða stofnunar í þjóðfélaginu. Þess í stað hafnar hann í þjóðfélagslegu tómarúmi. Á sömu stundu er listin verð- vædd og stillir sér á ný í þjónustu ákveð- ins hóps innan þjóðfélagsins, þ. e. a. s. eignastéttarinnar. Það má vissulega ekki gleymast, að sá eini stuðningur sem listamenn fengu á þessum tíma (þegar listin hafnaði í þjóðfélagslegu tómarúmi) var af hálfu listaverkasalanna. En þær fjárfestingar, sem þeir gerðu, gáfu skjótt af sér góðan arð, og listaverkasalan hefur upp frá því haft sem reglu að veðja á hið nýja í list- inni, auðvitað út frá hreinu fjárhags- sjónarmiði. Þetta hefur einnig haft í för með sér, að um leið og listin er verðvædd, glatar hún sinni hugsanlegu gagnrýni. Hún verður hættulaus. Þetta átti sér stað með list 19. aldar, og mörg dæmi eru um slíkt varðandi þá þjóðfélagslegu list sem gerð er í dag. IV. Listamaðurinn gerir listaverk sem hann vonast til að finna kaupanda að. Ef hon- um tekst ekki að framfleyta lífinu á sölu verka sinna, verður hann að taka sér fyrir hendur önnur störf í þjóðfélaginu til að framfleyta sér. Þetta ófrelsi hefur til að mynda orðið hlutskipti listamanna á íslandi, þar eð markaðurinn framfleytir aðeins örfáum af þeim fjölda sem býður Vinnustoja listamanns í Róm á 17. öld. Teikning eftir Pieter van Laar, Berlin, Kupferstickkabinett. Listamaður með mynd,sem hefur ekki þótt sýningarhæf. „Og þessu neituðu þeir,fíflin!“ Líþógrafía eftir Daumier, 1859.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.