Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 51

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 51
Allende, kona hans og dóttir í kosningabaráttunni að annars hljóti að koma til blóðugrar alþýðubyltingar. Bæði fylgismenn og andstæðingar her- foringjastjórnarinnar i Perú kalla hana vinstrisinnaða, en sjálf segist hún vera rétt og slétt þjóðleg. Síðan hún brauzt til valda, hefur persónufrelsi verið betur virt í Perú en undir fyrri stjórnum. Allir gömlu vinstriflokkarnir með tölu, frá kristilegum demókrötum til kommúnista, styðja eindregið stefnu herforingjanna i efnahagsmálum og félagsmálum. Eina skipulagða andstaðan gegn stjórninni kemur frá byltingarsinnuðum samtökum, sem studdu skæruliðahreyfinguna meðan hún var við lýði og neita að þjóðfélags- breytingar, framkvæmdar með herstjórn- araðferðum, geti komið i stað raunveru- legrar byltingar fjöldans. í nágrannaríkinu Bólivíu var eins og oftar agasamt á síðasta ári; herinn upp- rætti enn einn tilvonandi skæruliðahóp næstum jafnskjótt og hann lét á sér kræla í fjöllunum, en jafnframt hófst til valda í landinu stjórn vinstrisinnaðra herforingja undir forustu Juans Josés Torrez hershöfðingja. Hann hyggst sýni- lega fara að dæmi starfsbræðra sinna í Perú, og hefur boðað að stjórn sín muni styðjast við fjóra hópa í þjóðfélaginu. Þeir eru herinn, verkalýðsfélögin, stúd- entasamtökin og bændahreyfingin. Óvænt umskipti í þessa átt i Bóliviu verða skiljanlegri, þegar þess er gætt, hverjir skæruliðarnir voru, sem hugðust taka upp merki Che Guevara, en lutu í lægra haldi fyrir hernum áður en þeim hafði tekizt að afla sér nokkurrar bar- áttureynslu. Þar var um að ræða hóp stúdenta frá háskólanum í La Paz, hálfan áttunda tug alls, að miklum meirihluta börn kaupsýslumanna, herforingja eða embættismanna í ábyrgðarstöðum. Hóp- inn fylltu jafnt kristilegir demókratar og marxistar. Þetta unga fólk hafði komizt að þeirri niðurstöðu, að eina ráðið til að breyta óþolandi þjóðfélagsástandi væri að taka sér byssu í hönd til að umbylta ríkjandi þjóðskipulagi. Herforingjarnir, sem nú fara með völdin í landinu og lengi vel hafa haft það helzt fyrir stafni að berjast gegn skæruliðahópum sem þessum, segjast nú vera komnir að sömu niðurstöðu og þessir andstæðingar úr röð- um eigin þjóðar, byltingar sé þörf um- fram allt, og herinn skuli gangast fyrir henni. En herinn í Bólivíu er miklu ósamstæð- ari en i Perú, og hefur Torrez hvað eftir annað átt í höggi við gagnbyltingartil- raunir íhaldssamra foringjahópa, en hingað til ætið haft betur. Við hverja uppreisnartilraun hefur hann orðið að reiða sig fastar og fastar á fjöldasamtök verkamanna og bænda, svo þungamiðja stjórnarinnar þokast jafnt og þétt til vinstri, og hún er vís til að gera alvöru úr fyrirheitum sínum um róttækar þjóð- félagsbreytingar, verði henni langra líf- daga auðið. Óvarlegt er að spá nokkru um slíkt í Bólivíu, þar sem stjórnarskipti hafa orðið oftar en einu sinni á ári til jafnaðar allan þann tíma sem ríkið hefur verið við lýði. Ríkin austan fjalla Þegar þetta er ritað er komið til sög- unnar samfellt svæði þriggja Andesrikja um Suður-Ameríku vestanverða, þar sem með völd fara ríkisstjórnir skuldbundnar til að framkvæma þjóðfélagsbyltingu hver með sínum hætti. Sé litið til helztu rikjanna austan fjallgarðsins mikla sem skiptir álfunni, kemur í ljós að stjórn- málaþróunin á þessu meginlandi leitar óðfluga til tveggja andstæðra skauta. í tveim fjölmennustu ríkjum Rómönsku Ameríku, Brasilíu og Argentínu, sitja við völd og hafa lengi gert hægrisinnaðar herforingjastjórnir, sem beita öllum vald- brögðum til að halda niðri einmitt þeim þjóðfélagsöflum, sem herforingjarnir i löndunum vestan Andesfjalla segjast hafa tekið forustu fyrir og ætla að leiða fram til endanlegs sigurs. í báðum þess- um ríkjum eru líka enn við lýði skæru- liðasveitir, en ekki í fjöllum né frum- skógum, heldur í manngrúa milljóna- borganna Rio, Sao Paulo og Buenos Aires. Þær svara lífláti byltingarmanna með vígum lögreglunjósnara og herforingja, en ræna erlendum sendimönnum til að losa handtekna félaga sína úr pyndinga- klefum yfirvaldanna. Milli þessara stóru ríkja liggur svo smáríkið Uruguay, sem til skamms tima var álitið standa Chile jafnfætis, ef ekki framar, í lýðræðislegum stjórnarháttum og prúðmannlegri stjórnmálabaráttu. Nú bregður svo við að ihaldssöm ríkisstjórn og kænasti flokkur borgarskæruliða sem um getur, Tupamaroshreyfingin, hafa með viðureign sín í milli breytt höfuð- borginni Montevideo í vígvöll. Þar hverfa erlendir sendimenn um hábjartan dag og finnast ekki framar, nema þá sem liðin lík, séu þeir bandarískir lögregluráðu- nautar. Er þeirra þó leitað hús úr húsi mánuð eftir mánuð og fólk sem minnsti grunur leikur á að sé bendlað við Tupa- maros handtekið í hundraða tali. Eftir að brezka sendiherranum í Uru- guay var rænt eftir áramótin, er svo að sjá sem Pacheco Areco forseti telji sig verða að breyta um stefnu, því að nánasti samstarfsmaður hans í baráttunni við skæruliða, Francese innanríkisráðherra, vék úr embætti. Vafalaust bitnaði á hon- um fullvissa manna um að Tupamaros geti því aðeins leikið svo lausum hala sem þeir gera að þeir eigi itök í lögreglunni sem leitar þeirra og á æðstu stöðum í stjórnkerfinu. Nú telja Areco forseti og stuðnings- menn hans sér líka ógnað úr annarri átt. Kosningasigur Allendes í Chile hefur orðið vinstriflokkum Uruguay hvöt til að koma sér saman um sameiginlegt framboð í forsetakosningum, sem fram eiga að fara í nóvember. Verði engin breyting á ó- fremdarástandinu í landinu fyrir þann tíma, getur vel farið svo í frjálsum kosn- ingum, að einokun tveggja íhaldssamra flokka rótgróinnar valdastéttar á ríkis- valdinu verði rofin í fyrsta skipti í manna minnum. Valdataka vinstrisinna i Uruguay hlyti að vekja skelfingu í röðum herforingja- stjórnanna í nágrannarikjunum Brasiliu og Argentínu, og væru þær vísar til að beita hervaldi til að koma slikri stjórn fyrir kattarnef af ótta um sína eigin að- stöðu, fengi hún að smita út frá sér með hættulegu fordæmi. Friðslit hugsanleg Reyndar er það svo, að gagnstæð stjórnmálaþróun í mismunandi rikjum Suður-Ameríku veldur vaxandi hættu á að friður rofni þeirra á milli. Fullvíst er, að herforingjastjórn Argentínu hafði að einhverju leyti hönd í bagga með síðustu tilraun íhaldssamra herforingja til að hrekja Torrez frá völdum í Bólivíu. Ekki fór heldur milli mála hvað olli því, að herforingjastjórnir Brasilíu og Argentínu efndu i skyndi til sameiginlegra heræf- inga og viðræðna herráðsforingja, jafn- skjótt og sýnt varð að þing Chile myndi staðfesta forsetakjör Allendes. Argentína og Chile eiga landamæri saman suður eftir endilöngum rana And- esfjalla allt suður til Eldlands. Sumir argentínskir herforingjar spá væringum við Chile áður en langt um líður. Aðrir vilja kalla heim Juan Peron fyrrum ein- vald til að tefla ítökum hans meðal verkalýðsstéttarinnar fram gegn áhrifum marxistanna í Chile. Argentínsku hers- höfðingjarnir hafa líka reynt að ná sam- komulagi við herforingjastjórn Perú um bandalag gegn Chile, en ekki orðið neitt ágengt enn sem komið er. Enginn sem til þekkir efast um, að Bandaríkjastjórn lætur ekki sitt eftir liggja til að styrkja heimamenn sem á hennar bandi eru til að rétta hlut sinn i Rómönsku Ameriku, þar sem hún getur ekki lengur beitt sér sjálf milliliðalaust, nema eiga á hættu að tapa meiru en gæti áunnizt. Framfarabandalagið og stefnan sem á því byggðist er úr sögunni, en vafalaust eiga bandarísk stjórnvöld eftir að beina athyglinni á ný að Rómönsku Ameríku, þegar um hægist í öðrum heimshlutum. Jafnframt þróast bylting- aröflin óðfluga í þjóðfélögum, sem eru að tætast sundur af misrétti og fólks- fjölgun. Vestan Andesfjalla hafa heilar herstjórnir tekið upp merki þjóðfélags- byltingarinnar, af því þær gerðu sér enga von um að geta haldið byltingaröflunum niðri til langframa. í ríkjunum á austur- ströndinni hefur verulegur hluti kirkj- unnar manna snúið sér að félagslegum viðfangsefnum, baráttu öreiganna i sveit og borg fyrir lífsviðurværi og mannsæm- andi tilveru fyrir sig og sína. Frá Rómönsku Ameríku má vænta tíð- inda á komandi misserum. + 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.