Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 27
menn að hugleiðslu. Þar eru dulvitringar í bezta falli álitnir smáskrýtnir iðjuleysingjar en í versta falli auvirðilegir loddarar. En hugleiðsla er undirstaða þeirrar hugljómun- ar, sem er uppspretta allrar hamingju. En aðrar leiðir eru einnig til. Sumir hafa reynt að stytta sér leið til hugljómunar með þvi að neyta eiturlyfja. Og þar erum við komin að því sem mestum hneykslunum veldur. í raun og veru er fátt skiljanlegra en að þeir, sem uppstoppaðir eru með vestur- lenzkri lífsspeki, reyni að losna undan þjak- andi oki hennar með því að flýja á náðir fíknilyfja. Menn neyta eiturlyfja af því að þeir eru ekki sjálfum sér nógir. Og þeir eru ekki sjálfum sér nógir vegna þess að þeir eru meðlimir mannfélags sem er gegnum- spillt og rotið. Ef við girnumst að sporna gegn neyzlu fíknilyfja, er frumskilyrði til að ná ein- hverjum árangri að beita kröftum okkar í þá átt að koma þjóðfélaginu í það horf, að það neyði menn blátt áfram ekki til að leita sálu sinni huggunar í eiturlyfjum. Ef við gerum þetta ekki, erum við hræsnarar þegar við segjumst vera á móti eiturlyfjum, og við ljúgum að sjálfum okkur ef við teljum okkur trú um, að við berjumst gegn þeim af ein- lægni. Sama máli gegnir um áfengisdrykkju. Það er enginn vegur að stemma stigu við síauknum drykkjuskap, nema uppræta or- sökina, sem er ófullkomið þjóðskipulag. Annars er alveg óþarfi að tryllast þegar þessi mál ber á góma. Fyrir nokkru varð hljómsveitin Trúbrot uppvís að því að hafa haft í fórum sínum og neytt maríjúana. Þetta setti allt á annan endann. Menn heimtuðu að þessi svívirðilega hljómsveit fengi hvergi að koma fram. En hvað kemur einkalíf tónlistarmanna list þeiri-a við? Ef þeir spila vel á annað borð, hvaða máli skiptir þá hvað þeir aðhafast í frístundum sínum? Viðhorf manna til þessa máls er raunar dæmigert um það blinda ofstæki sem ríkir í afstöðunni til þess, sem þjóðfélagið hefur stimplað ljótt og ósiðlegt. „Ósiðlæti“ Og þá er nú líf hippanna heldur betur ljótt og ósiðlegt, samkvæmt skilgreiningu þeirra, sem ekki vita meira um hippa en það að þeir séu oft með mikið hár og skegg. Það er vissulega rétt að hippar finna létt- vægar ýmsar rótgrónar skoðanir þjóðfélags- ins á kynferðismálum. Fyrst og fremst líta þeir ekki á þau sem „feimnismál". Hin hræsnislega hula feimni og blygðunar, sem umvafið hefur þessi mikilvægu mál, hefur bakað mannkyninu geysilegt tjón. Mikið af hvers kyns kynferðislegri lausung og óeðli stafar beinlínis af hennar völdum. Menn hafa fengið það á tilfinninguna, að manns- líkaminn, og þá sérstaklega líkami konunnar, sé eitthvað sérstaklega saurugt og andstyggi- legt. Þetta hefur meðal annars leitt til þess, að konan hefur alltaf verið og er enn au- virðileg ambátt karlmannsins. Einu forrétt- indin, sem henni hafa fallið í skaut, eru þau að húka heima yfir heimili og börnum og láta líf sitt líða án þess að hafa tækifæri til að kynnast því, sem gefur því gildi. En því er ekki litið á kynlífið ótrufluðum augum? Eru kynmök ekki undirstaða lífsins á jörðinni? Eru þau þá skaðleg eða ógeðsleg? Ef ekki, hvers vegna þá að vera að pukrast þetta með þau? Fordómar manna á þessu sviði eru svo gamlir og grómteknir, að þörf er á mjög harkalegum og róttækum aðgerð- um til að uppræta þá. Sumir hafa talið að „klámið" væri vel fallið til þess verks. Það slíti nefnilega þau bönd, sem þjóðfélagið hefur lagt á kynferðislíf mannsins. Þetta er hugmynd Johns Lennons og hinnar japönsku konu hans. Á sýningu í London fyrir skömmu stilltu þau upp myndum, sem sýndu þau í hinum ýmsu afbrigðum kynlífsins. Þetta var þó óguðlegt! Þetta var þó sannar- lega „klám og óþvérri"! Þetta var einhver mesti viðbjóður, sem dæmi eru um í kristn- um heimi! Og menn hlupu upp til handa og fóta og harðbönnuðu sýninguna. Það voru afrek Breta í baráttunni fyrir því að lyfta hulu „syndar“ og smánar af kynlífinu. Þegar við virðum fyrir okkur ásýnd heims- ins á þessum voðatímum, sjáum við hvert sem litið er kúgun, ofbeldi, áþján, hungur, skort, blóðsúthellingar og morð. Og fjöldi fólks hefur meðtekið þá trú, að mennirnir séu grimmar ófreskjur, sem aldrei geti hafizt yfir morð og illvirki. Og lagt er kapp á að draga það fram í sálarlífi okkar, sem skír- skotar til hins lægra eðlis, en frjóangar hins göfugri eðlisþáttar eru miskunnarlaust rifn- ir upp með rótum. Þetta er háskaleg villukenning! Sú sannfæring hefur ekki vikið úr huga mér í nokkur ár, að maðurinn sé í innsta eðli sínu guðlegrar ættar. Ég trúi því, að í manninum sé miklu meira gott en illt, og ég veit að unnt er að útrýma hinu illa með hinu betra eðli. Flest illvirki eru ávöxtur spillts og steinrunnins þjóðskipulags fremur en meðfæddrar hneigðar til glæpa. En menn eru yfirleitt ósjálfstæðir og einfaldir í anda. Þess vegna hafa þeir, sem siðlaust mann- félagsfyrii'komulag hefur veitt aðstöðu til að drottna yfir huga og hönd fjöldans, notað sér ístöðuleysi hans til illra verka, sem þó stafar ekki af illsku þeirra í sjálfu sér, heldur af árekstrum og hagsmunaandstæðum, sem skapast af þjóðskipulaginu, sem þessir menn styðja að vísu og halda uppi. Það er höfuð- skilyrði fyrir því, að fegurra mannlíf fái blómgazt, að því skipulagi verði kollvarpað sem ríkir í þessum vitskerta heimi. Þá fyrst er hægt að vega að fylkingum hinna blökku afla og hlúa að þeim þáttum manns- ins, sem eru æðra eðlis. Það er sem fyrr segir skoðun mín, að meira gott en illt sé i öllum mönnum, þrátt fyrir það að hið illa fái miklu betri vaxtarskilyrði í þessu þjóð- skipuiagi. Hver mun þá ekki verða upprisa hins göfugri manns, þegar það framtíðarríki verður stofnað, þar sem hann á sitt ríki og óðul? Vitjunartími Það er sannfæring mín, að þeir tímar, sem við lifum, séu eitt stórkostfegasta skeið mannlegrar sögu. Ég finn það með öllum taugum líkamans og sérhverri frumu heilans, að nú herðast í deiglu þessara óróasömu tíma þeir brandar, sem beittast munu vega að hinum feysknu stoðum samfélagsins. Við lifum nú umskipti sem virðast ætla að verða jafn stórkostleg og afdrifarík og umskiptin frá steinöld yfir í járnöld eða bókstaflega sú róttæka breyting sem varð þegar maður- inn reis upp á tvo fætur eftir að hafa skriðið áfram á fjórum. Duldir kraftar, sem drepnir hafa verið í dróma öldum og aldaröðum saman, eru að sprengja af sér helsið og skipa sér í fylkingu þeirra hersveita, sem vinna sleitulaust að þeirri köllun, sem þessum kynslóðum er ásköpuð. í fyrsta sinn síðan sögur hófust eru hinar undirokuðu þjóðir að skapa sér tækifæri til að finna hamingj- una, sem andi mannkynsins hefur haft dular- fullt hugboð um að leynist einhvers staðar bak við fjöllin sjö og vötnin ströng. Það er ekki aðeins að ánauðugar þjóðir heimti stjórnarfarslegt sjálfstæði, heldur hrópar sameinuð æska heimsins á andlegt frelsi með þvílikri raust að jörðin skelfur heims- enda millum. Hin dimma þoka hlaypidóma og erfikenninga, sem grúft hefur yfir mann- kyninu frá fyrstu forneskju, er loks að greiðast sundur fyrir þrumandi stormi nýrr- ar kynslóðar, sem aldrei áður hefur verið til. Þetta eru stórkostlegir tímar! Gerið ykkur í hugarlund þann eldmóð og vakningu, sem mun flæða yfir þjóðirnar á næstu áratugum. Og hvílík endurfæðing að fá að stuðla að þessari tímamótabyltingu. En vei þeim, sem skilur ekki sinn vitjunartíma! Vei þeim fá- vísu mönnum, sem streitast gegn framþróun mannkynsins! Hvar sem litazt er um á yfirborði hnatt- arins er kappsamlega verið að tendra þau bál, er fara munu eldi um alla veröld. í Kína er allt í ljósum logum. í Suðaustur- Asíu berjast menn hetjulegri baráttu gegn hinum feyskna tíma, sem bráðlega verður aðeins dapurleg endurminning. í Afríku er risinn upp heill heimur, sem hingað til hefur verið hulinn glæpaskýjum hins hvíta kyn- stofns. í Suður Ameríku er verið að brýna þá hnífa er nísta munu óvininn í hjartastað. í sjálfri kastalaborg auðvaldsins eru svartir menn teknir að skilja kall tímans. Og í hinni gömlu og íhaldssömu Evrópu er tekið að brugga þau launráð, sem verða munu upphaf nýs dags eftir langa og dimma nótt. Alls staðar er það ungt fólk, sem stendur í fylkingarbrjósti í baráttunni, jafnt í verk- smiðjum Kína, sem í svörtuskólum Evrópu. Meira að segja hingað að yzta hafi hefur þessi alþjóðlegi andblær lagt leið sína. Og þeir sem skilja sinn vitjunartíma munu fagna honum eins og komu vorsins, sem bræðir af sér klakadróma vetrarins. 4 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.