Samvinnan - 01.06.1971, Side 5

Samvinnan - 01.06.1971, Side 5
að því .sem birt er, að mér finnst. Það eru sérstaklega þessir ungu langskólamenn, sem skrifa mest af fyrsta hefti þessa árs, sem þú kallar „Nýja penna“, sem ég kann ekki að meta. Þar er mest áherzlan lögð á að rífa niður það sem eldri kynslóðin hefir byggt upp, en lítið um raimhæfar tillögur til uppbyggingar, en óspart vitnað til ýmissa þátta í þjóð- lífi miljónaþjóðanna, sem fátt eitt er sambærilegt við aðstæð- ur okkar hér á íslandi, og þó mjög einhliða. Það á þar við sem Grímur Thomsen segir fyrir munn séra Snorra á Húsafelli: „Til ofanveltu er ykkar kraftur,/ en ei til þess að byggja upp aftur.“ Þetta unga fólk, sem heldur á hinum „nýju pennum“, er sennilega flest eftirlætisbörn eins og raunar meginhlutinn af kynslóð eftir- stríðsáranna, sem hefir alizt upp i því andrúmslofti að heimta mikið af öðrum, en lítið af sjálfum sér, og hefir reynsl- an ekki vitnað um það sem góðan undirbúning undir manndóms- og starfsárin í þjóðfélaginu. Annað hefti þessa árs, „ísland árið 2000“, er frá mínum bæjardyrum það au- virðilegasta, sem út hefir kom- ið, þar sem verið er að gera tilraun til að spá og sjá langa framtið í ljósi nútímans, annaö er ekki hægt ófreskum mönn- um. Þetta rabb er svo verið að reyna að færa í gamansaman ; búning, sem mistekst að mestu og verður úr endileysa, því enginn megnar að lesa þau blöð sögunnar, sem óskrifuð eru. Ég held að reynslan hafi hingað til í ýmsum efnum og á flestum sviðum sannað hin fleygu og sígildu orð Jónasar Hallgrímssonar: „Mönnunum VELTIR HF Volvo '71 ÞAÐ ER KOMIÐ í TlZKU AÐ FÁ MIKIÐ FYRIR PENINGANA! 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.