Samvinnan - 01.06.1971, Page 10

Samvinnan - 01.06.1971, Page 10
 Þegar fjallað var um fslenzk skólamál fyrir fjórum árum í fyrsta hefti Samvinnunnar f hinum nýja búningi (7. hefti 1967), var rætt um ástandið almennt, og spunnust af þvi langar og fjörugar umræður, sem vonandi hafa haft ein- hver áhrif I þá átt að hrófla við stöðnuðu kerfi og vanabundnum hugsun- arhætti. I 2. hefti Samvinnunnar 1969 birtist greinaflokkur um háskólann f þjóðfélagi framtíðarinnar, sem einnig vakti athygli, enda var þar vikið að mörgum þarflegum spurningum. I þessu hefti er komið að þeim þætti fslenzkra skólamála, sem kannski er brýnust þörf á að taka til rækilegrar endurskoðunar, en það er ástandið i skólamálum strjálþýlisins. Um alllangt skeið hefur það verið opinbert leyndarmál, sem æ fleiri eru að komast á snoðir um, að með núverandi skipan skólamála er í raun réttri verið að ala upp tvær ólikar þjóðir f landinu, annarsvegar for- réttindaþjóð þéttbýlisins sem býr við öli helztu þægindi tækninnar og á aðgang að flestum nægtaþrunnum menningarinnar, hinsvegar aðþrengda þjóð strjálbýlisins sem býr við lakari kjör á öllum sviðum og verður að horfa uppá það, sem kannski er sárast af öllu, að þörn hennar eiga hvergi nærri sömu möguleika til skólagöngu og menntunar og börn for- réttindaþjóðarinnar. Hér er ekki um að ræða hótfyndni eða orðaleik af minni hálfu, heldur blákaldan veruleik. Verði börnum í strjálbýli ekki tryggð betri menntunarkjör f nánustu framtíð, getum við vissulega átt á hættu, að strjálbýlið byggist nær einvörðungu menntunarsnauðum og framtakslitlum vinnulýð, og hvar er þá komið fyrir þjóðinni? Menntun er nefnilega ekki bara munaður, fordild eða hégómi, einsog margir mætir menn virðast ennþá ætla, heldur afl þeirra hluta sem gera skal [ engu minna mæli en fjármagnið. Góð menntun er beinlínis forsenda framtaks og framfara á hvaða sviði sem er. Ekki er því að leyna, að skólamál dreifbýlisins eru einn angi þeirra vandamála, sem landbúnaðurinn á við að strlða, og verða varla leyst til frambúðar nema í samhengi við endurskipulagningu landbúnaðarmál- anna allra. En meðan við búum við ríkjandi ástand, er ekki aðeins þjóð- hagslega heimskulegt að horfa f þau auknu opinberu útgjöld, sem endur- bætur á skólakerfinu útá landsbyggðinni hafa f för með sér, heldur er það líka ómannúðlegt og ósamboðið þjóð sem státar af meiri almenn- um jöfnuði en flestar þjóðir aðrar. Greinaflokkurinn í þessu hefti bregður upp svipmyndum af ástandinu hér og þar um landið. Höfundarnir eru úr öllum landsfjórðungum og lýsa ástandinu hver á sfnum stað, og hefur einkum verið leitazt við að fá fram sjónarmið þeirra sem byggja afskiptustu svæðin, þ. e. a. s. Aust- firði og Vestfirði. Myndirnar, sem brugðið er á loft, eru margar heldur drungalegar, einsog við var að búast, en vitanlega hefði verið hægt að velja höfunda af öðrum svæðum, þar sem ástandið er illskárra eða jafn- vel mun betra, og er hitt þá ekki síður sennilegt, að fá hefði mátt miklu dökkieitari lýsingar á ástandinu víða um landið. Það sem mestu máli skiptir er vitaskuld að vekja máls á misréttinu, hvar sem það er að finna, og róa að því öllum árum að fá því útrýmt og kjör dreifbýlisbarna lagfærð. Samvinnan leitaði til menntamálaráðuneytisins um tölulegar upplýs- ingar varðandi skólahald landsbyggðarinnar, þar sem unnið hefur verið að könnun á því um mörg undanfarin ár að tilhlutan eða í samvinnu við Efnahags- og framfarastofnun Evróþu (OECD). Hlutaðeigandi starfsmaður ráðuneytisins tók vel f að láta í té umbeðnar upplýsingar, en ráðuneytis- stjórinn, Birgir Thorlacius, lagði blátt bann við þvílíkri fyrirgreiðslu, þareð könnuninni væri ekki enn að fullu lokið! Henni átti raunar að vera lokið fyrir löngu, en að opinberri fslenzkri venju hefur hún dregizt á langinn ár framaf ári, og ekki að vita hvenær heildarniðurstöður sjá dagsins Ijós. Þar sem ekki var völ á nýrri uþþlýsingum um fjölda skóladaga í sýslum landsins, fékk ég leyfi Guðmundar Sveinssonar skólastjóra á Bifröst til að birta tölur sem hann fékk á fræðslumálaskrifstofunni fyrir þremur árum og voru þá það nýjasta sem tiltækt var, en þær tóku til skólaársins 1965—1966. Meðaltal kennsludaga á hvert barn var þá sem hér segir: Gullbringusysla 152 Eyjafjarðarsysla 87 Kjósarsýsla . 155 Suður-Þingeyjarsýsla .. . . 65 Borgarfjarðarsýsla 68 Norður-Þingeyjarsýsla . . . . . 106 Mýrasýsla . . 106 Norður-Múlasýsla 96 Snæfellsnessýsla . . 131 Suður-Múlasýsla . . 122 Dalasýsla 84 Austur-Skaftafellssýsla . . 104 Austur-Barðastrandarsýsla 65 Vestur-Skaftafellssýsla . . 106 Vestur-Barðastrandarsýsla . . 121 Rangárvallasýsla 84 Vestur-fsafjarðarsýsla . . 128 Árnessýsla 127 Norður-fsafjarðarsýsla . . 140 Strandasýsla 87 Sýslur samtals . . 112 Vestur-Húnavatnssýsla 78 Kaupstaðir samtals . . 178 Austur-Húnavatnssýsla . 129 Skaaafiarðarsýsia 70 Landið allt . . 156 Einsog fram kemur í þessu yfirliti, er meðaltal fyrir sýslur landsins utan kaupstaða 112 skóladagar, en þetta meðaltal skiptist aftur þannig, að í farskólum er meðaltalið 61, í heimavistarskólum 67, en I föstum skólum 132. Mismuninn á dreifbýli og þéttbýliskjörnum má til dæmis sjá á því, að meðaltalið fyrir Mýrasýslu er 106, en það meðaltal skiptist þannig, að í Borgarnesi er meðaltalið 148, en f sveitunum (Varmalands- skóli) 63. Þessar tölur tala sinu skýra máli um það misrétti sem börn og unglingar strjálbýlisins búa við. Þó vantar ekki að framlög til fræðslumála hafi stóraukizt slðan fræðslu- lögin voru sett 1946. Reiknað á verðlagi umræddra ára varði rlkið 20 milljónum króna til fræðslumála árið 1946, en sveitarfélögin 8 milljónum. í ár leggur rfkið fram 1371 milljón króna til fræðslumála, en sveltarfélögin 374 milljónir. Af framlagi rfkisins ganga tæpar 398 milljónir til barna- skóia, rúmar 338 milljónir til gagnfræðastlgsskóla, rúmar 115 milljónir til menntaskóla, tæpar48 milljónir til kennaraskóla,tæpar157 milljónir til ým- issa sérskóla og rúmar 117 milljónlr til Háskóla íslands og stofnana hans. Á liðnu ári var rúmur helmingur þjóðarinnar (yfir 104.000 manns) innan- við 25 ára aldur, svo útgjöld til fræðslumála geta varla talizt ýkjamikll. Árið 1960 var talið að Rússar legðu fram 43 sterlingspund á hvert manns- barn til mennta- og menningarmála, Bandaríkjamenn 39 sterlingspund, Bretar 27 sterlingspund, en íslendingar einungis 12 til 14 sterlingspund. Eitthvað mun það hlutfall hafa breytzt íslendingum f vil. Siðan fræðslulögin voru sett 1946 hefur barnaskólum á Islandi fækkað úr 246 f 187. I Reykjavík hefur þeim fjölgað úr 8 í 23. í öðrum kaupstöð- um hefur þeim fjölgað úr 11 í 20. En utan kaupstaðanna hefur barna- skólum fækkað úr 227 í 144, og munar þar mest um farskólana, en þeim fækkaði úr 117 í 9, á sama tima og heimangönguskólum fjölgaði úr 84 í 85 og heimavistarskólum úr 26 í 50. Síðan 1947—48 hefur gagnfræða- stigsskólum afturámóti fjölgað úr 47 f 139, og hefur fjölgunin orðið mest utan kaupstaðanna úr 32 f 107, sem skiptist þannig að gagnfræða- og miðskólum fjölgaði úr 2 í 26, unglingaskólum úr 23 í 73 og héraðsskólum úr 7 f 8. I Reykjavfk fjölgaði gagnfræðastigsskólum á þessu tfmabili úr 3 í 15 og í öðrum kaupstöðum úr 12 I 17. Þrátt fyrir þessar miklu fram- kvæmdir býr sveitaæskan enn vfða við svipuð kjör og fyrir aldarfjórðungl. Það má ekki viðgangast. s-a-m

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.