Samvinnan - 01.06.1971, Síða 13
Guðmundur Ingi Kristjánsson
Rósa Björk Þorbjarnardóttir
Þorsteinn Helgason
Skjöldur Eiríksson
Sigurður Ó. Pálsson
Kristmundur Hannesson
Helga Kristjánsdóttir
Hjörleifur Guttormsson
Vilhjálmur Einarsson
Heimavistarbamaskólinn á FinnbogastöSum í Trékyllisvík, Strandasýslu.
yngstu börnin í sveitunum íái
á réttum tíma þá lestrar-
kennslu, sem nauðsynleg er.
Sumir nefna sumarskóla í
þessu sambandi, þar sem vetr-
arsamgöngur eru erfiðastar.
Hér má ekki horfa í aukakostn-
að, og greiðslurnar verða að
koma beint úr ríkissjóði.
Sveitaskólarnir hafa til þessa
flestir verið 7 mánaða skólar,
sumir 6 mánaða og yfirleitt
með skiptikennslu. Það, sem nú
er kallað kennslumagn, hefur
því verið miklu minna í þess-
um skólum en í kaupstaðaskól-
um. Hins vegar eru sveitabörn-
in yfirleitt vel sett á sumrin að
því leyti, að þau eiga völ á
heppilegum störfum í nánu
sambandi við gróður og dýr.
Tvimælalaust er slik starfsemi
þroskavænleg. Vafalaust eykur
hún námsþroskann, þótt þar
sé ekki gott um mælingar, en
greinilega eflir hún þann lífs-
þroska, sem allir þurfa á að
halda.
Ég er ekki viss um, að það
sé rétt að skerða útilíf þessara
barna, en lengja skólagönguna
og halda þeim að bókum yfir
sauðburð og haustsmalanir með
það fyrir augum, að þau geti
endilega meðtekið hvern
kennsluskammt á sama aldurs-
ári og borgarbörnin. Það er
vafasamt að reyra allt í eitt
kerfi án tillits til aðstæðna.
Ástandið á Vestfjörðum
í minni sveit, Mosvalla-
hreppi, hefur starfað lítill
heimavistarskóli í 16 ár, ævin-
lega með skiptikennslu. Hann
hefur verið „undanþáguskóli",
þar sem börnin hafa lokið
fullnaðarprófi á því ári, sem
þau verða J4 ára. í þessi 16 ár
hefur 61 barn tekið fullnaðar-
próf, þar af 11 á því ári, sem
þau urðu 13 ára, en það eru
18% barnanna. Þessi 18% hafa
því getað haldið áfram ungl-
inganámi samhliða jafnöldrum
sínum í þéttbýlinu, og þau hafa
ekki þurft að tefjast í sínu
framhaldsnámi. Þess má geta,
að fleiri börn hefðu getað náð
fullnaðarprófi 13 ára, en þess
hefur ekki verið óskað, að þau
héldu þá þegar áfram í ungl-
inganám. Það var fremur kos-
ið, að þau fengju einn vetur
enn lítið kennslumagn í tengsl-
um við heimili sitt, heldur en
að sækja mikið kennslumagn í
fjarlægan skóla með fjórföld-
um tilkostnaði. Flest börn, sem
hér ljúka prófi, hefja síðan
unglinganám, venjulega í hér-
aðsskólum.
Flestar sveitir, sem þess eiga
nokkurn kost, reyna að láta
unglinga ljúka skyldunámi í
heimahögum. Sumir notast þar
við skiptikennslu, þótt erfitt sé
á unglingastigi. í Barðastrand-
arhreppi er heimanakstur. Þar
er börnum kennt annan dag-
inn, en unglingunum hinn. í
Rauðasandshreppi er heima-
vistarskóli. Þar eru ungling-
arnir hálfan mánuð í skóla og
hálfan mánuð heima. í báðum
þessum sveitum eru nemendur
svo fáir, að ekki verður haldið
uppi kennslu með eðlilegri
deildaskiptingu. Sömu sögu er
reyndar að segja úr flestum
þorpum á Vestfjörðum. Eigi að
fylgja þeim ákvæðum, að með-
alfjöldi nemenda í unglinga-
deild verði ekki minni en 15,
geta ekki orðið fleiri en 3
heimangönguskólar með slíkum
deildum á Vestfjörðum; á ísa-
firði og Patreksfirði og í Bol-
ungarvík.
Einn af forystumönnum í
Rauðasandshreppi segir í bréfi
til mín:
„Unglinganám það, sem hér
hefur verið starfrækt s.l. tvo
vetur, eða árangur þess, er
varla hægt að dæma um eftir
svo skamman tíma. Má segja
að það sé neyðarráðstöfun,
sem er skilgetið afkvæmi þess,
að fjárhagsafkoma foreldra
unglinganna leyfir ekki að þeir
séu sendir á skóla, þar sem þeir
njóta óslitinnar kennslu allan
veturinn. Hygg ég samt, að
meðalnemendur og betri kom-
ist af með þetta til þess að ná
tilskildri framhaldseinkunn. En
lausn er það engan veginn. Að
vísu hefur það þann kost, að
unglingarnir slitna seinna úr
tengslum við heimili sín en
ella og þar af leiðandi orðnir
þroskaðri, er þeir kynnast ó-
líku og misjöfnu umhverfi
annars staðar.“
ÁbyrgÖarhluti
Þarna eru vandamálin séð í
réttu ljósi. Það er ábyrgðar-
hluti að taka öll 13 ára börn
og setja þau í óslitinn 9 mán-
aða skóla utan heimasveitar
sinnar. Það getur vel hentað
sumum, sérstaklega þeim sem
hafa mikinn námsáhuga. Öðr-
um getur það valdið verulegu
tjóni, sem kennslumagnið get-
ur engan veginn bætt upp.
Hitt er svo augljóst, að þegar
börn og unglingar fara að
heiman í skóla, þá verður ríkið
að bæta þann mismun, sem er
á skólakostnaði þeirra og heim-
angöngubarna. Þetta er viður-
kennt á þann hátt, að ríkis-
sjóður greiðir laun starfs-
stúlkna í eldhúsi við heima-
vistarskóla fyrir skyldunáms-
stigið. Þetta kemur vel út í
bamaskólum, en síður í héraðs-
skólum, og geta legið til þess
ýmsar ástæður.
Á fjárlögum hefur nú verið
tekin upp fjárveiting til að
jafna aðstöðu nemenda í strjál-
býli til framhaldsnáms. Enn er
þetta að vísu lítið fé og ófull-
nægjandi, en það er þó viður-
kenning á þörfinni. Þetta fé
þarf að stórauka, svo að fullur
jöfnuður náist. Við tölum um
velferðarþjóðfélag, sem jafni
lífskjör og aðstæður með mikl-
um fjármunatilfærslum. Þess
vegna á engin fjölskylda í
strjálbýli að þurfa að bera
meiri kostnað vegna skóla-
göngu barna en þéttbýlisfjöl-
skyldan. Þetta er réttmæt
krafa, sem getur haft úrslita-
þýðingu fyrir það, að búseta
haldist eðlileg í ýmsum sveit-
um og sjávarþorpum.
Það má engin grunnskólalög
setja, án þess að þessi sjálf-
sögðu mannréttindi séu að
fullu tryggð.
Guðmundur Ingi Kristjánsson.
13