Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 17

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 17
Skjöldur Eiríksson, Skjöldólfsstöðum, Jökuldal: Um skóla og menntamál Hið nýja frumvarp um skóla- kerfi og grunnskóla er að mínu viti til bóta hvað snertir viður- kenningu hins opinbera á jafn- rétti öllum til handa, hvar sem þeir búa, m. a. með því að veita þeim nokkra fjárhagsaðstoð, sem fjarri búa skólastað. Leng- ingu skólaskyldunnar ár hvert tel ég vafasama, ef ekki skað- lega, einkum í dreifbýli, þar sem börn þurfa að vera í heimavistarskóla fjarri heimili og foreldrum mikinn hluta árs. Það er ekki lítið mál að rjúfa tengsl barna við foreldra sína frá bernsku til unglingsára og síðan, ef lengra er haldið á námsbrautinni, til fullorðins- ára. Að vísu eru þau á bernsku- skeiðinu heima hjá sér nokkurn hluta ársins, en á unglingastigi eða væntanlegu gagnfræðastigi þurfa þau flest að vinna fyrir sér þann tíma, sem þau eru ekki í skóla. Það liggur í augum uppi, að þeir foreldrar, sem við slikar aðstæður búa, yfirgefa margir hverjir búsetu sína fyrr eða seinna og fylgja börnum sínum og setjast að í nánd þess skóla, er börnin nema við, sé þess kostur. Eyðing dreifbýlis heimavistarsvæðanna er því ráðin, verði ekki skjótt við brugðið og heimangönguskólum komið á með risaátaki í sam- göngubótum og þó einkum með fullkomnun í gerð samgöngu- tækja. Ljóst er, að skólar í dreifbýli verða að vera fleiri og smærri en nú er stefnt að, verði heimavistir lagðar niður. — Hugsanlegt væri að flytja kennslukrafta milli slíkra skóla í ýmsum námsgreinum. Að öðru óbreyttu er vart um teljandi getu foreldra í dreif- býli að ræða, hvað snertir það að geta veitt börnum sínum arðbæra atvinnu, og fæstir þeirra geta kostað langt nám barna sinna í skóla, nema að takmörkuðu leyti. Hvort námsárangur eykst við lengingu skólaskyldunnar ár hvert, er svo annað mál. Mörg rök hníga að því, a. m. k. hvað barnafræðslustigið snertir, að svo sé ekki. Undanþága frá skólaskyldu í dreifbýli, sem verið hefur í gildi meir en tvo áratugi, með meira en helmingi styttri námstíma á hvern nemanda skyldunámsstigsins til barna- eða fullnaðarprófs, hefur sann- að í reynd, að dreifbýlisbörn hafa staðið þéttbýlisbörnum fyllilega á sporði hvað snertir bóklegan námsárangur. Að sjálfsögðu eiga hér for- eldrar dreifbýlisbarna góðan hlut að máli með því að stuðla að heimanámi barna sinna. Einnig kyrrlátt umhverfi og samvistir við lifandi náttúru, sem vekur spurningar um hin margvíslegustu efni, allt frá maðki í mold til stjörnugeims- ins. Vaxandi hávaði og ys tækni- þjóðfélagsins er örugglega skaðlegur andlegum þroska, einkum barna. Ekki mun sjón- varpið hér um bæta, heldur þvert á móti, enda víða farið að valda áhyggjum í þessu efni. Áróður „velferðarþjóðfélags- ins“ um bætt lífskjör snertir eingöngu efnahagsleg gæði og það sem þau geta látið okkur í té. Stefnan í menntamálum „velferðarþjóðfélaga“ er vís- vitandi þróuð í þágu fjármála- legra hagsmuna. Kannast nokkrir við setninguna: „Menntun er bezta fjárfe:ting- in“ ? Sleppa ætti orðinu mennt- un úr setningunni, en setja sér- hæfing eða sérfræði í staðinn. Þekkja nokkrir áróðurinn fyrir því, að auka eigi kennslu í hag- nýtum fræðum (og þá væntan- lega á kostnað annarra fræða) ? Það er, að fræðslan eigi að hafa fjárhagslegt gildi. „Allt þetta skal ég gefa þér, ef þú fellur fram og tilbiður mig,“ mælti Freistarinn forð- um. Spurningar leita á. Er sér- fræði menntun? En sérhæf- ing? Opnar sú námbsraut hug- anum víðari lendur? Verður asklokið kannski sá himinn, sem yfir oss hvelfist að lokum? Sú merking, sem ég legg í orðið menntun, er fyrst og fremst efling andlegs þroska, með háþróaða andlega reisn að leiðarljósi. Örn Arnarson segir m. a. í kvæði sínu, „í skóla": „Menntunin verður ei heil eða hálf, ef hugsið ei neitt eða skapið sjálf, hve margt sem þið lesið og lœrið." En af hverju stefna þá allar menningarþjóðir að lengingu skólaskyldu? spyr sjálfsagt ein- hver. Ég hefi reynt að svara því að nokkru áður. En til viðbótar vil ég spyrja spyrjendur: Eiga skólakerfi stærri þjóða og oft stórþjóða erindi til okkar? í hverra þágu er hinni hátækni- þróuðu sérfræði einkum beitt? Það skyldi þó ekki vera að hin- ar hátækniþróuðu auðhringa- iðnsteypur í dag hafi sérstakan áhuga á, hvaða leiðir eru vald- ar í menntamálum þjóða? Til- vist og viðskiptaleg yfirráð þeirra byggjast fyrst og fremst á því, hve mörgum sérhæfðum kröftum þær hafa á að skipa. í þessum efnum og fleirum fara hagsmunir þeirra og útþenslu- og yfirdrottnunarstefna stór- veldanna saman, enda náin tengsl þar á milli. Hinn há- tækniþróaði hergagnaiðnaður tekur í þjónustu sína stöðugt fleiri og fleiri afburðamenn á sviði tækni og vísinda, til þess að þessi geðslegi risaiðnaður megi stöðugt endurnýjast til meiri fullkomnunar í þágu ger- eyðingar alls lífs. Vonandi verður það ekki okkar hlutskipti að þjóna und- ir slíkt kerfi. Skólakerfi það, sem okkur hentar bezt, verður að sníða eftir íslenzkum aðstæðum og sérstöðu lands og þjóðar í menningarlegu og atvinnulegu tilliti. Háskóla okkar verður að umbreyta og auka þar við mörgum greinum, sem þjóna andlegri og efnalegri velferð okkar. Að mínu viti hefði þurft að byrja á sjálfum Háskólanum og þróa hann upp til alhliða þjón- ustu við íslenzkar þarfir, skóla sem allur þorri stúdenta ætti erindi í með þjóðnýt störf að markmiði, andleg og efnaleg. Ég veit, að það er risaátak að koma slíkri skipan á. Engu að síður verður hún að koma; því fyrr, því betra. Grunnskóla- kerfið og önnur skólastig verð- ur svo að þróa í samræmi við þau markmið og leiðir, sem að er stefnt í hinum einstöku greinum, að námi loknu. Við verðum að móta okkar skóla- kerfi sjálf, með heilbrigða skynsemi og reynsluvit að leið- arljósi. Við eigum að sjálfsögðu að hafa skólalöggjöf annarra þjóða til viðmiðunar, en taka það eitt í okkar skólalöggjöf, sem þangað á erindi, en kasta hinu. Ef við hefðum á miðöldum fetað í fótspor þjóða Evrópu i menntamálum, væru fornbók- menntir okkar og sérstök ís- lenzk menning vart til í dag. Þá hefðum við ekki í dag fagn- að heimkomu íslenzkra hand- rita. Vafasamt er, hvort til hefði verið í dag íslenzk menn- ing, íslenzk tunga og íslenzkt fullveldi. Grunnskólakerfið væntanlega ætti að hafa það markmið að veita nemendum fræðslu í þeim greinum, sem mest og bezt stuðla að alhliða þroska þeirra, en varpa fyrir borð þeim hugsunarhætti, að mark- mið alls náms sé efnaleg vel- gengni og munaðarlíf. Vel menntað þjóðfélag metur gildi þegna sinna eftir þvi, hve vel þeir stunda störf sín, en ekki eftir því, hver þau eru, séu þau á annað borð unnin beint eða óbeint í þágu þjóðar- innar. Skjöldur Eiríksson. Tómstundagaman í heimavistarskóla. 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.