Samvinnan - 01.06.1971, Side 18

Samvinnan - 01.06.1971, Side 18
Sigurður Ó. Pálsson, Borgarfirði eystra: Vandamál fámennra skyldunámsskóla Vandamál fámennra skóla i sveitum og sjávarþorpum þessa lands eru mörg, svo mörg, að sönnu nær væri að skrifa um þá þætti í starfi þeirra, sem ekki kalla á sérstök vandamál. Kostir slíkra skóla eru fáir, gallar þeirra margir. Þegar ég nú reyni að draga þessi vandamál í dilka til þess að fá komið nokkurri skipan á það lesmál, sem ég læt frá mér fara um þetta efni, verður mér það fyrir að greina þau í þrjá þætti. Engu að síður er mér full-lj óst að þetta er mjög „gróf“ skipting, eins og sagt er, með því að þessir þættir vandamála grípa óhjákvæmi- lega hver inn á annars svið og oft er raunar örðugt úr því að skera, hver mestu um veldur hverju sinni. Þessir þrír þættir eru: 1) Kennaraskortur. 2) Nemendafæð. 3) Fjármagns- skortur til kennslutækjabúnað- ar og námsaðstöðu. nemendum? spurði unga fólk- ið. Það hlýtur að gefast gott tækifæri til að sinna hverjum einstaklingi í svona fámennum hópi. Þetta var eðlileg athugasemd, en ég lumaði á fleiru i poka- horninu og tók nú að skýra fyrir þeim, að í svona fámenn- um skóla yrði að kenna tveim og jafnvel þremur aldursflokk- um í sama bekk, með því að fámennur skóli fengi auðvitað skammtaðar stundir til kennsl- unnar í nokkru samræmi við fjölda nemenda, en ekki með tilliti til fjölda aldurshópa; þannig yrði ég að kenna öllum sjö, átta og niu ára börnunum í einni og sömu stofunni, og væri einn hópurinn gjarnan að lesa, meðan annar væri að skrifa og sá þriðji að gera eitt- hvað eitt enn. Unga fólkið spurði: — Er þetta hægt? — Auðvitað er þetta ekki hægt, svaraði ég, en svona verður að framkvæma þetta. Þá hristu kennaranemarnir höfuðið, og ég hafði á tilfinn- ingunni, að þeim fyndist þeir vera að tala við átján barna föður úr álfheimum. Það þarf engan að undra, þótt unga kennara fýsi lítt að sinna kennslustörfum í skólum, sem eru himinhrópandi and- stæður við það sem þeim hefur verið kennt um slíkar stofn- anir. En orsakirnar eru fleiri en sú sem hér hefur verið greint frá. Hin almennu félags- legu vandamál í dreifðum byggðum valda hér miklu um. Einangrun og örðugleikar á eðlilegum mannlegum sam- skiptum eiga hér stóran hlut að máli. Kennari við lítinn skóla verður að geta kennt allt, hvort sem honum líkar betur eða verr, en nú stefnir hið al- menna skólakerfi meir og meir að sérgreinakennslu. Allt ber að sama brunni. Litli skólinn hefur upp á fáa starfsþætti að bjóða, er heillað geta menn til starfa. Af þessum sökum þarf að stefna að sameiningu litilla skólahéraða, þar sem því verð- ur við komið með góðu móti, og gera einn meðalstóran skóla úr tveim eða þrem litlum. En þetta er ekki alls staðar fram- kvæmanlegt nema á pappírn- um, ekki í reyndinni. Við verð- um því að gera ráð fyrir, að skólar af þeirri stærð sem ég hef lýst hér að framan og jafn- vel enn minni haldi áfram að vera til. Þeir verða til meðan við byggjum afskekkta staði. Og meðan þeir eru til, verða þeir sérstakt vandamál innan skólakerfisins. Hitt er svo ann- að mál, að þjóðfélagið má ekki gefast upp við að leita lausnar á skólavandamálum þessara byggðarlaga. Gefi þjóðfélagið lausn þessara vandamála upp á bátinn, gefur það í raun og veru um leið út skipunarbréf til fólksins, sem byggir þessa staði, um að hafa sig þaðan á brott. Kennaraskorturinn úti um land hefur löngum verið og er enn i ríkum mæli leystur með því að fá svokallað „réttinda- laust fólk“ til starfa við skól- ana. Um þetta réttindalausa fólk er oft talað af litilsvirð- ingu, og allskonar menn telja sig þess umkomna að senda því tóninn í ræðu og riti, nefna það þriðja flokks kennara og þar fram eftir götunum. Fjöldi þessa fólks hefur þó reynzt mjög farsæll í starfi og oft lyft hreinustu grettistökum í glím- unni við þau vandamál, sem Kennaraskorturinn Það er alkunna, að á undan- förnum árum hefur reynzt mjög örðugt að fá kennara- menntað fólk til starfa úti á landi, eins og raunar aðra sér- menntaða menn. Eigi hefur stoðað þótt Kennaraskóli ís- lands hafi spúið hverjum stór- árganginum af nýútskrifuðum kennurum á fætur öðrum yfir malbikið í Reykjavík. Hinir ungu kennarar vilja heldur, suður þar, taka að sér störf sem þeir eru ekki menntaðir til en sinna úti á landi þeim störfum, sem þeir hafa fengið bréf upp á að vera færir um að gegna. Hvað veidur? Á ferð suður við Faxaflóa í fyrrasumar ræddi ég nokkuð við tvo nemendur Kennara- skóla íslands mér til uppbygg- ingar. Þetta eru gáfaðir nem- endur, fullir áhuga á starfinu sem þeir búa sig undir, og nú langaði þá til að vita, hvernig kennslu barna og unglinga væri háttað í kúvík úti á landi, úr því að svo gott tækifæri bauðst til að spyrja frétta. Ég greindi þeim frá, að í mín- um skóla væru aðeins á milli 60 og 70 nemendur á öllu skyldunámsstiginu. — Er ekki afskaplega auð- velt að kenna svona fáum Stúdentadeildin í Kennaraskóla íslands jyrir hreniur árum. 18

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.