Samvinnan - 01.06.1971, Page 19
réttindamennirnir hafa ekki
fengizt til að snerta á. Auðvit-
að óska þess allir að sérmennt-
að fólk annist kennslu í öllum
skólum, en hvað á að gera með-
an það fæst ekki til þess?
En hvað á þá að gera? Fyrsta
skilyrðið fyrir þvi, að eitthvað
raunhæft verði gert, er það, að
yfirstjórn fræðslumála svo og
landsforsjármenn yfirleitt geri
sér grein fyrir vandamálum
dreifbýlisins, ekki aðeins
vandamálum skólanna, heldur
vandamálum alls fólksins, sem
þar býr. Það væri t. d. spor í
áttina ef ráðamenn fengjust
til að opna augun fyrir því, að
vörur og þjónusta er dýrari úti
á landi en í Reykjavík, raf-
magn er dýrara, menntun
barnanna ókleif venjulegum
heimilum o. s. frv., o. s. frv.;
og að launagreiðslum opinberra
starfsmanna úti um byggðirn-
ar væri hagað i samræmi við
þessar staðreyndir.
Vandamál smæðarinnar
Hver skóli fær til ráðstöfunar
kennslustundafjöld i nokkru
samræmi við nemendafjölda.
Út af þessu atriði hefur löng-
um staðið strið milli forráða-
manna litlu skólanna og æðri
máttarvalda kennslumálanna,
og er ekki séð fyrir endann á
þeirri viðureign. Að vísu skal
það fúslega viðurkennt, að
sökum óhagstæðs nemenda-
fjölda í bekkjum er litlu skól-
unum ætlaður hlutfallslega
meiri kennslustundafjöldi en
stórum skólum miðað við nem-
endafjölda. Engu að síður þyk-
ir okkur löngum okkar skammt-
aði kennslustundafjöldi um of
skorinn við nögl og ekki nægj-
anlegt tillit tekið til þess, að i
litlum skóla eru aldurshópar
nemenda jafnmargir og í stór-
um skóla.
Ég ætla ekki hér að þvarga
um reglugerðaratriði um reikn-
aðar stundir, enda heldur leið-
inleg lesning það. Þess í stað
ætla ég að greina frá, hvernig
þetta kemur út í reyndinni í
mínurn skóla, sem um undan-
farin ár hefur talið milli 60 og
70 nemendur, eins og ég hef
áður drepið á.
Ég veit að þegar börn úr mín-
um skóla hitta jafnaldra sina
frá „stærri stöðum“ og hinir
síðarnefndu spyrja „í hvaða
bekk ert þú?“, þá lenda min-
ir nemendur í vandræðum.
Bekkjaskipun í þeim skóla er
og verður að vera allt önnur en
þar sem árgangur nemenda
fyllir bekk eða e. t. v. marga
bekki.
í mínum skóla er þannig eng-
inn 1., 2. og 3. bekkur i venju-
legum skilningi, heldur er öll-
um sjö, átta og níu ára börnum
kennt í sama bekk. Það er held-
ur enginn venjulegur 4., 5. eða
6. bekkur. Þeim aldurshópum,
sem sitja ættu í þessum bekkj-
um, er skipt i tvo bekki, þannig
að ellefu ára börnunum er skipt
í bekki, ýmist með 10 ára börn-
um ellegar 12 ára börnum. Það
e_ u mörg kennsluleg vandamál,
sem sliku skipulagi fylgja, en
þá tekur að marki að harðna á
dalnum, þegar að unglinga-
fræðslunni kemur. Það er eng-
in leið að hafa 1. og 2. bekk
unglingastigsins aðgreinda eins
og auðvitað þarf að vera. í stað
þess verður að hafa svokallaða
„samkennslu". í mínum skóla
verður hún að vera svo víðtæk,
að kenna verður allar náms-
greinar saman í 1. og 2. bekk,
nema reikning og erlend mál,
þar á meðal islenzku og eðlis-
fræði, svo vænlegt sem það er
til árangurs, auk allra þeirra
námsgreina, sem við kölluðum
kjaftafög meðan við vorum
sjálf í skóla, en tókum að nefna
lesgreinar að afloknu kennara-
prófi.
Það liggur náttúrlega hverj-
um manni i augum uppi, að
kennslulega séð er þetta „ekki
hægt“ eins og menn segja, en
samt sem áður er þetta eina
leiðin til að leysa þetta mál,
eigi að komast hjá að kaupa
unglingana niður í fjarlægum
sóknum, til skólanáms þegar
eftir barnapróf, ef þá fyndist
einhvers staðar skólarými fyr-
ir þá.
Þrátt fyrir þetta, þrátt fyrir
að búið er að safna börnunum
og unglingunum saman í bekki
til kennslu langt fram yfir það,
sem í raun og veru er verjan-
legt kennslulega séð, tekst ekki
að halda kennslustundafjöld-
anum innan þeirra marka, sem
skólanum eru ákvörðuð á hærri
stöðum. Ég lendi alltaf fram
úr ákvæðunum um fjölda
reiknaðra stunda, og er þó sú
kennsla, sem hver og einn nem-
andi hlýtur, í algeru Iágmarki
miðað við námsskrá. Þetta er
sem sé það sem heitir að vera
á milli steins og sleggju. Ann-
ars vegar leyfilegar reiknaðar
stundir, hins vegar námsskráin.
Þess skal getið, að mennta-
málaráðuneytið lítur það til-
tölulega mildum augum þótt
litlir skólar fari við aðstæður,
sem ég hef lýst, lítið eitt út
fyrir rammann, en eins og fyrri
daginn er heldur þreytandi til
lengdar að lifa af náð.
í skóla af þeirri stærð, er ég
veiti forstöðu, með milli 60 og
70 nemendur, liggur i hlutarins
eðli, að í meðaltalsárganginum
eru u. þ. b. 8 nemendur til
jafnaðar. Þannig má gera ráð
fyrir, að á barnafræðslustigi
séu um eða laust innan við 50
manns, en á unglingastigi
svona hálfur annar tugur að
jafnaði. Og eins og málum er
háttað, eru erfiðleikarnir í
sambandi við reiknaðar stund-
ir fyrst og fremst á unglinga-
stiginu. Þannig nýti ég ekki all-
ar heimilar stundir við barna-
stigið, en þær stundir, sem mér
er heimilt að ráðstafa til
kennslu á unglingastigi, eru
vegna nemendafæðarinnar þar
alltof fáar, eigi að reyna að
fylgja námsskrá. Ég verð því í
raun og veru alltaf að taka
stundir frá barnafræðslustig-
inu til ráðstöfunar hjá ungl-
ingastiginu, og hrekkur þó ekki
til, eins og ég hef áður lýst.
Þá er von að spurt sé: Hvern-
ig er þá árangur kennslunnar í
svona skóla? Ég tel það hljóti
að liggja í augum uppi, að við
kringumstæður slikar og ég hef
lýst hér að framan náist fullur
árangur ekki miðað við raun-
verulega getu nemendanna.
Við skulum i þessu sambandi
gera okkur fyllilega ljóst það
sem oft vill gleymast, að í 10
barna aldurshópi eru náms-
hæfileikastig barnanna álíka
mörg og í 30 barna aldurshópi.
Með öðrum orðum: Til þess eru
fullar líkur, að i 10 barna ár-
gangi sé bilið milli þess hæfi-
leikamesta og þess hæfileika-
minnsta álika langt og bilið
milli tilsvarandi einstaklinga í
30 barna árgangi. Þegar ofan á
þetta bætist, að í litlum skól-
um verður að kenna tveim,
þrem og jafnvel fjórum ár-
göngum i sama bekk, geta
menn skemmt sér við að reikna
út hversu hæfileikastig nem-
endanna í bekknum eru mörg.
En til móts við öll þessi hæfi-
leika- og þroskakstig verður
kennarinn að reyna að koma.
Nei, við skulum sleppa allri
rómantik. Nemendur skóla af
þessari stærð fá ekki náð þeim
námsárangri sem þeir gætu
náð við hagfelldari kringum-
stæður. Þessir skólar geta
aldrei orðið annað en annars
flokks skólar. Aftur á móti
gleymist oft, hvern hlut kring-
umstæðurnar eiga hér að máli,
þegar litlu skólarnir liggja und-
ir þeim dómi, að þar séu ónýtir
kennarar og heimskir nemend-
ur.
En nú væri ekki nema eðli-
legt, að einhver spyrði: Hvers
vegna í ósköpunum er verið að
basla við að halda uppi ungl-
ingafræðslu á slikum stöðum
sem þessum? Því sendir fólkið
ekki unglingana eitthvað ann-
að í skóla? Það eru til mörg
svör við spurningum sem þess-
um. í fyrsta lagi óar fólki við
að senda börn sín þegar um
fermingu um langvegu í skóla
á vit vandalausra, og lái þeim
hver sem vill. í öðru lagi er
kostnaður af slíku meiri en
mörg heimili, einkum barn-
mörg, gætu borið. Og í þriðja
lagi veit ég ekki um neina
menntastofnun hér á Austur-
landi, sem annað hvort gæti
tekið eða þá kærði sig um að
taka við nemendum upp til
hópa til unglingafræðslu.
Það eru ekki ýkja mörg ár
síðan fastri skipan var komið
á unglingafræðsluna í mínu
byggðarlagi, en það var ein-
faldlega gert vegna þess að
ekki nema nokkur hluti ungl-
inganna átti þess kost að kom-
ast í skóla annars staðar, ýmist
vegna fjárhagsörðugleika eða
þá vegna þess að þeir áttu ekki
í annað hús að venda, nema
hvort tveggja væri.
Ég sé í frumvarpinu um
grunnskóla, sem legið hefur
fyrir háttvirtu alþingi í vetur,
eftirfarandi ákvæði: „71. gr.
í 7. til 9. bekk grunnskóla skulu
deildir eigi vera færri en ald-
ursflokkar þeir, sem skólann
sækja. 72. gr. Til þess að 7. til
9. bekk grunnskóla verði haldið
uppi í skólahverfi, má meðal-
fjöldi nemenda í deild ekki
vera minni en 15.“ Einhvern-
tíma hefði maður nú haldið,
að eitthvað þyrfti að byggja
einhvers staðar, áður en þessu
ákvæði verður komið í fram-
kvæmd, ef að lögum verður.
Mér er að vísu ekki ljóst,
hvers vegna miðað er við töl-
una 15, finnst hún of há, en
einhvers staðar verða mörkin
að vera. En hafa menn hugleitt
hitt, að slíkt lagaákvæði kallar
á algera endurskipulagningu
skólamála í heilum fjórðung-
um? í það minnsta uggir mig
stórlega, að ýmsu þurfi að
bylta og botnvelta i Austfirð-
ingafjórðungi áður en slíkri
skipan verður komið á.
Um fjárhag og búnað í
litlum skólum
Hversu er þá háttað kennslu-
tækjabúnaði litlu skólanna? Er
ekki miklum mun auðveldara
að búa lítinn skóla kennslu-
tækjum en stóran? Komast
ekki fá börn af með hlutfalls-
lega minna af kennslutækjum
en mörg börn? Þetta virðast
ýmsir halda, en í reyndinni er
þessu þveröfugt farið. Að minu
viti er mun örðugra að búa lít-
inn skóla sómasamlegum
kennslutækjum en stóran,
19