Samvinnan - 01.06.1971, Síða 21

Samvinnan - 01.06.1971, Síða 21
Helga Kristjánsdóttir, Silfrastöðum: i Skagafjarðarsýslu ir. Undirbúningur við að full- nægja þessari byggingaþörf er þegar hafinn, en hraðinn við framkvæmdir fer að sjálfsögðu eftir fjárveitingum Alþingis. Á næstunni Grunnskólafrumvarpið gerir ráð fyrir, að námsefni ungl- ingaskóla flytjist niður í barna- skóla. Enska, danska, eðlis- fræði og mengjafræði verða kennd frá 10 ára aldri. Þess- ar námsgreinar verða varla kenndar nema í skóla, svo skiptikennsla verður illmögu- leg frá 10 ára. Ef 7 til 9 ára börn eiga að sækja skóla að vetri, þarf öruggar samgöngur á landi, en þvi er ekki að heilsa við Djúp. Frá miðjurn október fram í júní eru vegir að skól- anum ófærir nema úr næsta nágrenni. Flest börn þurfa því að fara sjóveg í skólann. Hugs- anlegt er að fá yngstu börnin í skólann einhvern tíma þann árstíma, þegar vegir eru færir, en hafa námseftirlit og far- kennslu yfir veturinn. Þannig er umhorfs hér við Djúp við upphaf nýrra fræðslu- laga. Framkvæmd grunnskóla- laga í dreifbýli verður vissu- lega vandamál, sem frumvarp- ið gerir ráð fyrir að leysa á 10 árum. Ef leysa á einhvern vanda þarf fyrst að kynnast honum, vita hver hann raun- verulega er. Það þarf að gera heildarúttekt á skólahaldi dreifbýlisins. Hinar ýmsu að- stæður krefjast mismunandi úrlausna á vandamálunum. Slæm menntunaraðstaða í dreifbýli er hvorki nýtt fyrir- bæri né óleysanlegt vandamál, en lausnin kostar mannafla, skipulag og peninga. Þess ber að geta, að það er fleira en bú- seta í dreifbýli og fjárhagur, sem skapar mismun á mennt- unaraðstöðu. Hér við Djúp má búast við að skólavera barnaskólabarna lengist um helming a.m.k. og þá einnig skólakostnaður bænda, en hann þótti nægilegur fyrir. Ég er hræddur um, að jafn- framt nýskipan á námsháttum þurfi að leysa skólakostnaðar- vandamál bænda og jafnvel á annan hátt en grunnskóla- frumvarpið gerir ráð fyrir. Til dæmis mætti hugsa sér, að fæði verði ókeypis fyrir nemendur í skyldunámi. í þéttbýli verður eflaust bráðlega farið inn á þá braut, að allt nám fari fram í skólanum, og má þá ætla, að matstofur verði við skólana, og geti nemendur fengið sér þar morgun- og hádegisverð a.m.k. Kostnaði við mötuneyti mundu riki og sveitarfélög skipta með sér eftir ákveðnum reglum. Þetta gæti komið í stað fjöl- skyldubóta, en reglur um þær mætti endurskoða um leið. Það má einnig hafa í huga, að bændur hafa sparað ríkissjóði kennaralaun og bygginga- kostnað með þvi að sjá sjálfir um fræðslu barna sinna til 10 ára og að hálfu til 12 ára. Að- stæður eru víða þannig, að erf- itt verður að hafa annan hátt á með yngstu börnin, og ætti að taka tillit til þess. Réttlæti? Talsvert hefur orðið réttlæti verið notað i ræðu og riti um þjóðfélagsmál undanfarið, og langar mig að nota það orð ör- lítið að lokum. Skólalög og skólakostnaðarlög eiga að tryggja þjóðinni menntun. Það eru hlunnindi, sem þjóðfélagið á að veita öllum þegnum sin- um. Lögin miða oftast við al- gengar, almennar og eðlilegar aðstæður. Hætta er á, ef ekki er staðið á verði, að hið ein- staka og óvenjulega ástand, er skapast í fámenni og dreifbýli, verði útundan. Rikissjóður greiðir kennslu eftir vissum reglum, og fer það eftir nem- endafjölda í bekkjardeild. 10 nemendum er ætlaður nær helmingi skemmri tími en 20, þó þeim sé ætlaður sami kennslustundafjöldi eftir námsskrá. Þurfi meiri tíma til kennslu og skólastarfa en ríki ber að borga, eiga sveitarfélög að greiða mismuninn. Hægt er að sækja um sérstaka undan- þágu til menntamálaráðuneyt- isins um að rikissjóður greiði þá kennslu, sem skólastjórar telja að börnin þurfi þrátt fyrir fámenna aldursflokka. Riki og sveitarfélög verða að sam- þykkja kennsluáætlun skóla- stjóra, og er talsverður þrýst- ingur á um sparnað eða hag- ræðingu, sem getur orðið á kostnað nemenda. Til dæmis eru tveir eða fleiri aldursflokk- ar settir saman í kennslustund- ir, ekki vegna þess að það sé talið bezta lausnin fyrir nem- endur, heldur fyrir „ríkis- og sveitarkassann". Lögin, sem tryggja áttu réttlæti, geta stuðlað að ranglæti. Ríkið á að sjá fyrir menntunarþörfum skyldunámsbarna án tillits til þess hvort 5 eða 25 eru í sama aldursflokki í skólahverfinu. Það er ekki réttlæti, að fámenn sveitarfélög þurfi að sækja sér- staklega um, að ríkissjóður greiði þá kennslu, sem börnum ber samkvæmt lögum. Nýtt réttlæti má ekki verða verra en gamalt ranglæti. Kristmundur Hannesson. Þeim tilmælum hefur verið beint til min, að ég gerði í stuttu máli grein fyrir því, hvernig barna- og unglinga- fræðslu er háttað í Skagafjarð- arsýslu nú sem stendur, og mér jafnframt gefið leyfi til að láta í ljós skoðun mína á því, hvað gera ætti til úrbóta i þeim efn- um. Fræðslumálin hér í sýslunni hafa verið mér mikið umhugs- unarefni í mörg ár, og tók ég þvi vel í að reyna þetta, en ég er því miður ekki nógu vel kunnug þessum málum um allt héraðið til þess að öruggt sé, að ég fari hvergi skakkt með neitt. Hvað brýnast sé að gera í þessum málum, og hvað um- fram allt eigi að forðast, er min persónuleg skoðun, en ég veit að þar eru margir mér sammála. Skagafjarðarsýsla skiptist í 14 sveitarfélög, og eru sum þeirra mjög fámenn. í örfáum þeirra eru sæmileg skólahús, og þar til fyrir nokkrum árum var hvergi hægt að ljúka skyldu- námi eftir þeim lögum, sem gilt hafa. Börnin byrjuðu seint í skóla, 8—9 ára og jafnvel eldri, og tóku svo fullnaðarpróf ferm- ingarárið. Þaðan í frá var sýsla og ríki laust allra mála við þau, enda lærðu mjög fáir neitt meira. Einstaka fóru máske í iðnnám, en svo voru nokkrir, sem voru svo ákveðnir í að afla sér menntunar, t. d. í háskóla, að engir erfiðieikar gátu stöðv- að þá. En fyrir þá var nú betra að eiga foreldra, sem hvöttu þá en ekki löttu. Aðeins hefur þokað hér fram á við sumsstaðar seinustu árin, en allt er þó heldur fálmkennt og lítið sem foreldrar geta treyst á fyrir börn sín. Helzta úrræðið hefur verið að koma þeim i héraðsskóla, en þeir eru yfirfullir. Það er ótrúlegt, hvað víða um landið hefur þurft að kjálka skagfirzkum unglingum niður til að ljúka skyldunámi og ná lands- eða gagnfræða- prófi, ef hugur þeirra hefur staðið til að ganga menntaveg- inn, sem kallað er. Innan sýslunnar hefur verið mjög lítil samvinna milli hreppa um fræðslumál. Það er ekki fyrr en á seinustu árunum, sem farið er að tala um það í alvöru, að fleiri hreppar sam- einist um skólabyggingar. Það er þó góðs viti og eins það, að nú er fólk farið að hugsa miklu meira um þessi mál en áður var. Sem stendur er hér nú þrennskonar háttur hafður á með kennslu barna: heimavist, farkennsla (sem er reyndar einskonar heimavist), og að þeirn sé ekið á kennslustað og heim aftur á kvöldin. Hafa þau þá með sér nestisbita til dags- ins. Allsstaðar er kennslutím- inn mjög stuttur, 6—8 mánuð- ir. Skiptist hann milli eldri og yngri barna, nema ef elztu börnin, sem eiga að taka loka- próf, fá eitthvað meiri tilsögn. Víða er aðeins kennt 5 daga í viku, og á þá kennslutíminn að vera svo langur hvern dag, að það jafngildi fullri kennslu- viku. En hvort því er fullkom- lega framfylgt og hversu heppi- legt það er fyrir nemendur, læt ég ósagt. Einstakir hreppar Ég mun nú nefna hvern hrepp fyrir sig og segja, hvers- konar skóli er þar starfræktur. í 5 hreppum fer kennslan fram í skólahúsum, sem byggð eru sem slík. Fyrst skal frægan telja Steinsstaðaskóla í Lýt- ingsstaðahreppi. Þar er ágætt heimavistarhús, þar er nóg heitt vatn, og þar hefur skyldu- námi verið fullnægt í nokkur ár. f Haganeshreppi í Fljótum er heimavistarskóli fyrir börn. Á Hofsósi er stór og vandaður barnaskóli, þar er auðvitað ekki heimavist. Öðru hverju hefur verið þar unglinga- kennsla, en ekki að staðaldri. Hólahreppur og Viðvíkursveit hafa slegið sér saman nú í nokkur ár, og er kennt í skóla- húsnæði að Hólum. Fleiri skóla- hús fyrirfinnast ekki. í 3 hreppum er farkennslan gamla enn í gildi. Það er í Skefils- staðahreppi á Skaga, í Rípur- hreppi og Fellshreppi. Þessir hreppar eru fámennir, og vit- anlega er mjög erfitt að fá kennara til starfa við þau skil- yrði, sem þarna eru. Það er helzt ef einhver góður kennari er búsettur í hreppnum — þó réttindalaus sé — að málum er borgið. Mér er kunnugt um að í Skefilsstaðahreppi hefur verið 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.