Samvinnan - 01.06.1971, Síða 30
Sigurður A. Magnússon:
KÖNNUN
Á BÓKLESTRI
ÍSLENDINGA
mynd tölvunnar, furðusmíðar 20. aldar-
innar, og manngerð 19. aldarinnar átti
samkvæmt ríkjandi fræðum þess tíma
að vera eftirmynd vélarinnar, maskin-
unnar, furðusmiðar 19. aldar. Það er ekki
sannfæring mín, að tölvan verði drottnari
jarðarinnar árið 2000. Þvert á móti tel
ég hitt líklegra, að tölvan hjálpi mann-
inum til að finna sjálfan sig, skynja sér-
stöðu sína. Að því leyti álít ég að Norbe':t
Wiener, einn af upphafsmönnum tölvu-
fræðanna, hafi rétt fyrir sér: Tölvan
mun vekja athygli mannsins á mikilvægi
þess að tengja saman alla þekkingu, alla
reynslu og koma þannig í veg fyrir að
upplausn og ringulreið verði hlutskipti
lífsins á jörðunni og mannkynsins, sem
þess lífs á að njóta. En um leið og mann-
kynið hefur sannfærzt um mikilvægi
samtengingarinnar, verður samstaðan og
samvinnan sem forsenda nýrrar þróunar
augljósari. Sá skilningur er farinn að
bera verulega ávexti árið 2000.
Eftirmáli
Ég hef í þessari grein dvalið við einn
af þremur aðalþáttum samvinnuhreyf-
ingarinnar og reynt að gera grein fyrir
hversu hans muni gæta á íslandi árið
2000. Ég mun í þessum eftirmála víkja
nokkrum orðum að því mati i ljósi þeirra
forsenda, sem vakin var athygli á i fyrstu
greininni, formála þessa greinaflokks.
Ég tel að samvinnuhreyfingin á íslandi
sem verzlunar- og viðskiptasamtök árið
2000 beri því vitni, að þrennt hafi gerzt,
er snerti beint og óbeint það sem rætt
var um í inngangsgrein minni.
Stjórnunarbyltingin er orðin að veru-
leika árið 2000 og hefur leitt til nýrra
framleiðsluhátta. Aukin þekking hefur
gert mennina skilningsbetri á mátt sam-
taka, gert þá að meiri félagsverum.
Framtiðarsýn Johns Maynards Keynes
um veröld allsnægta, þar sem endanlegur
sigur hafi unnizt á öllum efnahagsörð-
ugleikum, hefur ekki rætzt árið 2000.
Komið hefur í ljós að vandamál mann-
kynsins eru ekki fyrst og fremst efna-
hagsleg. Allsnægtir í formi einkaneyzlu
eru ekki takmark í sjálfu sér. Neyzlu-
þjóðfélagið sem draumur þeirra, er máttu
þola raunir heimskreppunnar árið 1929
og næstu árin á eftir, varð öðrum, sem
fengu að reyna dýrð þess á áratugunum
eftir síðari heimsstyrjöldina, engu minni
martröð og rændi marga dýrmætustu
tækifærum mennskrar tilveru. Að þeirri
dapurlegu reynslu fenginni var hugsjón
neyzluþjóðfélagsins hafnað.
Framtíðarsýn Michaels Youngs hefur
ekki heldur orðið að veruleika árið 2000.
Barátta forréttindaaðila og alþýðunnar á
nýjum vettvangi, innan mikilla efnahags-
heilda og síðan á enn stærri vettvangi,
veröldinni allri, hefur komið i veg fyrir
að hægt væri að koma á ímynduðu hæfi-
leikaveldi, meritókratíu. Að hinu sama
hefur það og stuðlað, að mat mannkyns-
ins á hæfileikum hefur stöðugt verið að
breytast og þá ævinlega í þá átt að hæfi-
leikar manna hefðu verið vanmetnir.
Hver heilbrigður maður býr yfir miklu
meiri hæfileikum en nokkru sinni er
mögulegt að leysa úr læðingi. ♦
Veturinn 1968 til 1969 efndu tveir fé-
lagsfræðingar, annar sænskur (Harald
Swedner), hinn íslenzkur (Þorbjörn
Broddason), til könnunar á bóklestri ís-
lendinga og nutu til þess styrks frá Nor-
ræna menningarsjóðnum, enda gerðu þeir
hliðstæðar kannanir í Finnlandi og Sví-
þjóð. Markmið heildarkönnunarinnar var
að gera samanburð á bóklestri í umrædd-
um þremur löndum.
Könnunin fór fram með þeim hætti,
að valdar voru þrjár ólíkar bækur ný-
útkomnar, lagðar inní þær allýtarlegar
spurningaskrár, og kaupendur/lesendur
þeirra beðnir að fylla þær út og senda til
könnuðanna. Voru þeir beðnir að gefa
ákveðnar upplýsingar um sjálfa sig og
hvernig þeir hefðu „notað“ hina keyptu
bók, þ. e. a. s. hvort þeir hefðu lesið hana
eða gefið eða hvorttveggja. Jafnframt
voru bóksalar í tveimur þéttbýliskjörnum
hérlendis, ísafirði og Vestmannaeyjum,
beðnir að skrifa hjá sér, hverjir keyptu
bækur þær, sem um var að ræða, fyrstu
vikurnar eftir að þær komu út, þannig að
hægt væri að eiga persónuleg viðtöl við
ákveðinn fjölda kaupenda i því skyni að
fá skýrari hugmynd um „samband“ þeirra
við hina keyptu bók og um lestrarvenjur
þeirra yfirleitt.
Könnuðirnir gerðu sér fullkomlega
ljóst, að með þessum hætti náðu þeir
ekki til þeirra sem fengu bækurnar til
lestrar í bókasöfnum. Könnunin beindist
fyrst og fremst að dreifingu bóka í bóka-
verzlunum. Henni var ætlað að veita
upplýsingar um, hvaða fólk keypti bækur
í bókabúðum og hverjir læsu þær bækur
sem keyptar væru.
Könnunin hérlendis
Til að fá sem ýtarlegasta hugmynd um
bóklestur íslendinga var ákveðið að velja
til könnunarinnar eina ljóðabók, eina
vinsæla skáldsögu af léttara tagi og eina
veigameiri skáldsögu eftir kunnan höf-
und. Fyrir valinu urðu ljóðabók Hannesar
Péturssonar, Inniönd, skáldsaga Magneu
frá Kleifum, f álögum, og skáldsaga Guð-
bergs Bergssonar, Anna. Tvær fyrri bæk-
urnar komu út í nóvember 1968, en sú
síðastnefnda í maí 1969. Óþarft mun að
fara mörgum orðum um þessar bækur.
í álögum telst til afþreyingarbókmennta
sem hafa ekki annan tilgang en þann að
skemmta, stytta mönnum stundir, þar
sem Innlönd og Anna teljast hinsvegar
til „alvarlegra“ bókmennta, tjá persónu-
lega lífssýn með listrænum hætti, takast
á við mannlífið og veruleikann. Segja má
að skáldsaga Magneu frá Kleifum hafi að
mestu verið látin afskiptalaus af gagn-
30