Samvinnan - 01.06.1971, Síða 34

Samvinnan - 01.06.1971, Síða 34
Milovan Djilas: Rauðn bvltingin Árið 1918 gekk sendinefnd kommúnista frá Petrógrad á fund Leníns til að inna hann eftir því, hvort kommúnistar, sem hefðu sérstökum skyldustörfum að gegna, mættu láta taka frá til einkanota veit- ingahús, sem mundi veita þeim betra fæði en aðrir landsmenn ættu kost á. Lenín svaraði: „Verkalýðsstéttin getur ekki sótt fram til fremstu víglínu byltingarinnar, ef hún hefur enga framkvæmdamenn og skipuleggjara. Við verðum að ala önn fyrir slíkum mönnum, og einsog sakir standa verðum við að tryggja líkamlega vellíðan þeirra innan' þeirra marka sem ríkjandi aðstæður setja okkur. Taka verður frá sérstakt veitingahús handa þeim. Verkamennirnir munu skilja þörf- ina.“ Með þessari ákvörðun var heimiluð stofnun nýrrar forréttindastéttar — skriffinna flokksins — í sjálfum kjarna byltingar, sem var helguð þeirri „vísinda- lega ákvörðuðu" hugsjón að útrýma öll- um félagslegum greinarmun. Það var í kjölfar þessarar ákvörðunar sem fyrstu átökin og efasemdirnar sögðu til sín inn- an hins nýja byltingarskipulags með svonefndii andspyrnu verkamanna, Kronstadt-uppreisninni árið 1921 og upp- hafi hinnar hatrömu valdabaráttu milli Stalíns og Trotskís. En byltingin var enn svo ung og áhrifa- vald Leníns svo öflugt, að hugmynda- fræðilegar deilur komu ekki til greina. Það var ekki fyrr en eftir fráfall hans árið 1924, að hrikaleg átök um kenni- setningar hófust í fullri alvöru, en þeim lauk með persónulegri harðstjórn Stalíns, eins grimmasta og gerræðisfyllsta harð- stjóra sem sögur fara af. Trotskí trúði á heimsbyltingu, og Búkharín reyndi smámsaman að koma á meira lýðræði og draga úr einræði flokksins. Stalín sjálfur gerði sér ljóst að hin Nýja skipan ætti sér því aðeins lífsvon, að Ný stétt — þ. e. a. s. skriffinnskubákn flokksins — efldi yfiráð sín yfir sovézku þjóðfélagi undir því yfirskini að hún væri að „koma á sósíalisma" og gerðist formælandi heimsvaldadrauma Rússlands með þvi að leggja rika áherzlu á forustuhlutverk rússneskra kommúnista í hinni alþjóð- legu kommúnistahreyfingu. Hugmyndafræðileg eining, sem Stalín kom á og varðveitti innan hreyfingar heimskommúnismans með ósegjanlega grimmdarlegum og sviksamlegum ráðum, fékk ekki staðizt eftir að komið hafði verið á kommúnistastjórnum í mörgum löndum. Fyrst var það Júgóslavía litla sem gerði uppreisn 1948 gegn hinu nýja heimsveldi og vakti þjóðernislegar lang- anir um gervallan hinn kommúníska heim. Síðan gerðist það 1963, að Kína kom framá sjónarsviðið sem kommúnískt stórveldi og batt enda á kenningarlega einokun Sovétríkjanna með því að láta skerast í odda með þeim. Hernám Tékkó- slóvakíu sumarið 1968 var síðasti dráttur- inn í myndbreytingu Rússlands úr heim- kynni hinnar ómenguðu hugmyndafræði í grímulaust heimsveldi. Mesta íhaldsafl samtímans Sovétríkin eru orðin eitt mesta íhalds- afl, sem til er í heimi samtímans, og hafa séð sig tilneydd að dylja þessa staðreynd í óstöðvandi flaumi „byltingarsinnaðs", „alþjóðasinnaðs" og „sósíalísks" orða- gjálfurs, sem brýzt fram með æ meiri ofsa. Einsog stendur er ekki til einn ein- asti kommúnistaflokkur í víðri veröld, sem getur verið trúr Moskvulínunni án þess að liggja undir þeirri sakargift, að hann hafi svikið eigin fósturjörð og sjálfa hugsjón kommúnismans. Þarvið bætist, að þjóðfélög Austur- Evrópu eru svo ólík innbyrðis og svo margbreytileg hvert fyrir sig, að enginn nema sovézkur áróðursmeistari gæti enn endurtekið þá fráleitu staðhæfingu Stal- íns, sem hann varpaði fram á átjánda flokksþinginu í marz 1939, að eftir nauð- ungarstofnsetningu samyrkjubúa og blóðugar hreinsanir væri ekki lengur neinn fjandskapur milli stétta í Sovét- ríkjunum og landið bærist óðfluga og óafturkallanlega í átt til hins stéttlausa þjóðfélags — þ. e. a. s. hins kommúníska þjóðfélags. Bilið milli kenningar og veru- leika hefur breikkað til þeirra muna, að beztu hugsuðir í Austur-Evrópu og meðal vestrænna kommúnista hafa ýmist gerzt „endurskoðunarsinnar“ eða sagt fullkom- lega skilið við skriffinnskukerfi Sovét- ríkjanna og kennisetningar þeirra. Vert er að leggja ríka áherzlu á það, að fyrsta kommúnistakerfið sem opinberlega tók upp þjóðernisstefnu var kommúnista- kerfi Sovétríkjanna sjálfra, en það gerð- ist þegar Stalín birti kenninguna um for- ustuhlutverk Sovétríkjanna í heims- kommúnismanum. Ef satt skal segja, er sovézkur kommúnismi sambland af heimsvaldastefnu og flokkseinræði. Hann mun haldast óbreyttur í framtíðinni. Hugmyndafræðin á eftir að molna, og sama máli gegnir um hlutverk og vald flokksvélarinnar, sem er verjandi hennar og áróðurstæki. En af þessu má ekki draga þá ályktun, að rússneskri heims- valdastefnu muni einnig hnigna eða að frjálslegri lífsform muni af sjálfu sér þró- ast í Rússlandi. 34

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.