Samvinnan - 01.06.1971, Side 35

Samvinnan - 01.06.1971, Side 35
Vandamálin í skriffinnskukerfi flokks- ins í Sovétríkjunum verða allt annars eðl- is en það sem gerist á öðrum stöðum. í öðrum löndum Austur-Evrópu munu slík vandamál og átök leiða af sér umbóta- strauma og þjóðlegar andspyrnuhreyf- ingar, sem munu ekki einungis hafa áhrif á almenning, heldur einnig á ýmsa ein- stakhnga í valdastéttinni. En í Sovétríkj- unum er hinn fámenni hópur skapandi menntamanna (rithöfundar, myndlistar- menn og vísindamenn) einangraður frá almenningi, sem er aðgerðalaus og hlut- laus. Vandamálin verða útkljáð og átökin eiga sér stað í efstu lögum valdakerfisins milli einstaklinga, sem eru fulltrúar ólíkra hópa og ólíkra tilhneiginga í flokksforustunni. í þessu sambandi er vert að hafa hugfast, að flokkurinn sam- anstendur ekki aðeins af flokksvélinni sjálfri og aðgerðalausum flokksfélögum, heldur einnig af öllum þorra foringja í he,'num og mikilvægum hópum tækni- forkólfanna. Þar sem ógerlegt er að taka aftur upp stjórnarhætti Stalíns óbreytta, neyðist Brezjnév í viðleitni sinni við að snúa aftur til Stalínismans til að halda jafn- vægi milli hinna sundurleitu flokka og flokksbrota sem mynda kommúnistaheim samt'mans. Flokksvélin mun horfa uppá það með vaxandi beiskju og örvæntingu, hvernig áhrif hennar innan hreyfingar heimskommúnismans þverra — og þá jafnframt áhrif Sovétríkj anna — en nýjar öldur endurskoðunarstefnunnar dreifast um hreyfinguna. Tækniforkólf- arnir sovézku eiga eftir að horfast í augu við þá staðreynd, að undir forustu flokks- peðanna (apparatsjík) verður Sovétríkj- unum æ erfiðara að halda í við hina öru tækniþróun í Vestur-Evrópu, að ekki sé minnzt á Bandaríkin. Og ennfremur: hvar er sá rússneskur hershöfðingi, sem lýst geti ánægju sinni yfir hinni opin- beru nærsýni varðandi vaxandi hættu frá Kína, yfir gagnsleysi sovézkra vopna í höndum Araba, og yfir illa dulbúinni smáninni í Tékkóslóvakíu eftir „glæsilega sigra sovézkra hersvelta" meðan innrásin stóð yfir? Valdataka hersins Meðal sovézkra vísinda- og tæknisér- fræðinga verður vart æ kröftugri andúð- ar á kennisetningum og æ sterkari lýð- ræðislegra tilhneiginga. Einn helzti for- mælandi þessa hóps hefur verið hinn kunni eðlisfræðingur Andreí Sakharov, sem fyrir tveimur árum birti yfirlýsingu sína, Andlegt frelsi í Sovétríkjunum og friðsamleg sambúff. En meðal foringja í hernum verður lögð æ ríkari áherzla á þörfina á varðveizlu hins sovézka heims- veldis og ríkjandi þjóðfélagskerfis. Mar- skálkunum tókst að fá því framgengt fyr- ir tveimur árum, að Ustinov varnarmála- ráðherra, sem var ekki atvinnuhermaður, sagði af sér, og í málgögnum hersins er farið að brydda á kenningum um óháð hlutverk hersins, sem brjóta í þverbág við kenningar Leníns. Undir forustu leiðtoga og hugmynda- fræðinga, sem eru gersneyddir allri skap- andi skynsemi, munu flokkspeðin ekki geta komið í veg fyrir tilraunir hersins til að „bjarga sósíalismanum". Og það sem meira er, þessi peð eru í rauninni að búa í haginn fyrir slikar tilraunir með sljórri andúð sinni á lýðræði og eru reiðubúin að ganga hernum á vald til að varðveita eig- in forréttindi. Hugmyndafræði Marx-Lenínismans verður dauð i Sovétríkjunum árið 1984, og flokkurinn verður ekki lengur til sem slíkur eða þá hann verður í rúst. Hins- vegar verða flokksvélin og leynilögreglan komnar í hendur hersins. Yfirráð hers- ins verða efld og opinberlega viðurkennd, en áhrif „endurskoðunarsinna“ — þ. e. a. s. nýrra lýðræðishugmynda — munu magnast á öllum vígstöðvum. Á rústum hugmyndafræði sem var svikin munu rísa klofningshópar og sértrúarflokkar: „hreinræktaðir" Leninistar, marxískir „húmanistar" og marxískir stjórnleys- ingjar. Það verður jafnvel komin til sög- unnar ný tegund kommúnisma, innblásin af grísk-orþódoxum trúarhugmyndum. Kommúnistar í leppríkjunum munu umbúðalaust heimta æ meira frelsi til handa sjálfum sér og þjóðum sínum. En í þessum löndum verður einnig tilhneig- ing til herforingjaeinræðis; samt verða það andspyrnuhreyfingarnar, hvort held- ur þær verða sósíaldemókratískar eða þjóðernislýðræðislegar, sem setja munu mark sitt á opinbert líf og sjálfstæðis- baráttuna. Skriffinnskuveldi hersins mun gera Sovétríkin enn vanmáttugri en þau eru nú . . . þannig að þau verða varla mikil ógnun við heimsfriðinn. Satt að segja verður pólitísk valdataka hersins að miklu leyti afleiðing þess ástands sem skapazt hefur í innanlandsmálum. Ekki einungis skapandi menntamenn, heldur einnig fjölmennir hópar rússnesku þjóðarinnar munu gera sér ljóst, að ör- lög Rússa velta ekki á einhverri upphaf- inni og hugsæislegri framtíðarsýn, heldur á raunhæfri framtíðarsýn. Hið eilífa Rússland mun snúa sér að veraldlegri, frjálslyndari og mannúðlegri háttum. Þróunin í Kína Við upphaf kínversku menningarbylt- ingarinnar hélt ég um skeið, að við vær- um vitni að atburði hliðstæðum „mögn- un stéttabaráttunnar" hjá Stalín. Ég hef síðan skipt um skoðun. Það er himinvíður munur á Stalín fjórða áratugarins og Maó sjöunda áratugarins. Hugmynda- fræðilegu ofríki í Kína og Rússlandi, persónudýrkun Stalíns og Maós verður hvorki jafnað saman að því er varðar inntak eða tilgang. Fyrir Stalín var hug- myndafræðin umfram allt vopn í valda- baráttunni; fyrir Maó hefur hún eigin tilgang. Maó gerði sér Ijóst, að Kommún- istaflokkur Kína var að breytast í for- réttindastétt, og að sú þróun átti sér stað með svipuðum hætti og hjá sovézku fyr- irmyndinni. Maó átti ekki annars úr- kosta en kveðja til æskulýð Kína í nafni hugsjónarinnar og treysta á fulltingi hersins, ekki sízt sökum þess að það er herinn, en ekki flokkurinn, sem verið hefur meginaflið í kínversku bylting- unni. Ekki leikur á tveim tungum, að Maó hefur gert Kína að óháðu stórveldi, og allt bendir til þess að hann muni bera sigurorð af „raunsæismönnunum" í skrif- finnskubákni flokksins. Þetta er þeim mun sennilegra sem Kína hefur ekki einsog stendur bolmagn til skjótrar iðn- væðingar, og þessvegna er ekki hægt að réttlæta tilvist skriffinnskubáknsins á þeirri forsendu, að það gegni einhverju „sögulegu hlutverki". Annað tromp á hendi Maós er sú stað- reynd, að nútímatækni gerir jafnvel van- þróuðu ríki fært að framleiða kjarnorku- vopn. Kína er enn í eðli sínu landbúnað- arland, og af þeim sökum einum munu Kínverjar um langa framtíð ekki geta rekið útþenslustefnu, nema á kostnað nánustu nágranna sinna. En þeir munu samt ekki láta þvinga sig með kjarnorku- ógnunum, að minnstakosti ekki um fyr- irsjáanleg framtíð. Afturámóti verður Maó að borga slgra sína fullu verði. Þó í því verði felist ekki frestun hins útópíska kommúnistaþjóð- félags, sem hvorteðer mun taka margar aldir að koma á laggirnar, að sögn hans sjálfs, þá mun felast í því grundvöllun annarskonar félagslegra tengsla en Maó hefur séð fyrir sér. Eftir fráfall hans mun einnig Kína verða að þola hug- myndafræðilegar raunir og átök komm- únismans. Vafalaust koma þau átök í veg fyrir, að skriffinnar flokksins festist í sessi. Jafnframt munu hefðbundnar og svæðisbundnar tilhneigingar segja til sín. Herinn og skriffinnskubákn ríkisins verða mikilvægustu pólitísku aðilarnir. Kína mun í eitt skipti fyrir öll glata tækifær- inu til að verða heimkynni heimskomm- únismans. Ég held ekki að sporgöngumenn Maós útrými Maó-dýrkuninni á sama hátt og eftirmenn Stalíns fóru að ráði sínu. Alveg einsog gerðist með Lenín í Rússlandi, væri hægt að gera Maó að helgisagna- persónu, vegna þess að alræði hans hef- ur verið miklu ópersónulegra en alræði Stalíns, og eins vegna hins að fræði hans hafa átt mestan þátt í að sameina Kína og veita því fulla sjálfstjórn. Hlutverk Kína í heimsmálunum vex, en þráttfyrir siðferðilega þætti sína, á kínversk hug- myndafræði litla möguleika á að breiðast útfyrir þau lönd sem venjulega hafa lotið áhrifavaldi Kína. Þó ekki verði neinn skortur á hug- myndafræðikerfum í heiminum árið 1984, verður eina hugmyndakerfið sem hefur alheimsþýðingu — Marx-Lenínisminn — boðað af litlum sértrúarflokkum, sem verða eins meinlausir og til dæmis Trotskistar og Hippar eru nú. En undanhald hugmyndakerfanna fel- ur ekki í sér endalok hinna útópísku draumsýna. Þessu tvennu má ekki rugla saman, endaþótt hver hugmyndafræði hafi að vissu marki í sér fólginn útópísk- an hugsunarhátt, vegna þess að það eru draumsýnirnar sem Ijá baráttunni fyrir hamingju manna og þjóða orku og anda. Nýjar útópíur verða upphugsaðar, inn- blásnar alheimskraftinum sem í mann- inum býr. 4 35

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.