Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 36

Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 36
Arnold Toynbee: Kvnlífsbvltingin Það er engin ný bóla að kynlífið sé eitt af helztu umhugsunarefnum manns- ins. Allt frá þvi sögur hófust hefur óræði mannlegs eðlis gert vandamál kynlífsins ákaflega erfið úrlausnar. Annarsvegar erum við ofurseld kynhvötum og líkams- hneigðum einsog allar skepnur; hinsveg- ar hefur líf okkar ákveðinn andlegan þátt, og þarfir hans eru ósamrýmanlegar taumlausri fullnægingu hvatanna. Spennan sem skapast af þessum tveimur þáttum í eðli okkar er þeim mun meiri sem kynlíf okkar stjórnast ekki af náttúr- legri hrynjandi einsog hjá flestum öðrum spendýrum. Hjá þeim er kvendýrið ein- ungis kynferðislega virkt á tilteknum, skýrt afmörkuðum skeiðum, þar sem kvenmaðurinn er afturámóti sívirkur kynferðislega. Þetta er önnur ástæða þess, að maðurinn verður ævinlega til þess knúinn að hafa eins góða stjórn á kynlífi sínu og honum framast er unnt. Mér virðist það vera svo, að bæði karl- ar og konur verði vansæl þar sem sam- band kynjanna lýtur ekki ákveðnum regl- um. Þessar reglur geta verið ákaflega fjölbreyttar, þannig að hjónaband getur ýmist verið byggt á einkvæni, fjölkvæni eða fjölveri. Meginatriðið er jafnan að reglurnar séu fyrir hendi — ekki einung- is vegna fullorðna fólksins, heldur einnig og einkanlega vegna barnanna. Alkunna er, að ein orsök vanstillingarinnar i hátt- erni verulegs hluta nútímaæskufólks er andrúmsloft öryggisleysis sem það hef- ur alizt upp í vegna miskliðar foreldra. í sálfræðilegum skilningi getur þetta haft hræðilegar afleiðingar, og börnin eiga á hættu að búa að þessari gertæku reynslu alla ævi. Af þessum sökum hafa öll mannleg samfélög talið nauðsynlegt að setja reglur um samskipti kynjanna. En þareð hvatir okkar eru ákaflega mátt- ugar, hefur reglunum aldrei verið fylgt útí æsar, og afleiðingin hefur orðið stór skammtur af hræsni. Það er aldrei fær leið að dæma raunverulegt eðli og ástand kynferðislegra samskipta á grundvelli opinberra hegðunarreglna; menn verða alltaf að leitast við að koma auga á það sem gerist í raunveruleikanum. Á 19. öld var til dæmis opinbert kyn- ferðislegt siðgæði mjög strangt i engil- saxneskum löndum og í Frakklandi, þó í minna mæli væri. En í reyndinni voru hinar opinberu siðgæðisreglur einatt að engu hafðar, og mótsögnin milli kenn- ingar og framkvæmdar hafði um það er lauk mjög svo siðspillandi áhrif. Frá þessu sjónarmiði held ég, að hreyfing samtímans í átt til aukins frjálsræðis í kynferðismálum sé, að minnstakosti sum- part, heilnæmt andóf gegn hræsni Vikt- oríuskeiðsins. Það sem ungt fólk nútím- ans er að segja er í rauninni ekki annað en þetta: „Forverar okkar voru alls ekki betri en við, en þeir létust vera það. Við erum ekki með nein látalæti; við gerum fyrir opnum tjöldum það sem þeir gerðu í laumi.“ En það er neikvæð hlið á þessari upp- reisn. Þegar öll kurl koma til grafar, er ekki aðeins verið að hafna hræsninni, heldur öllum reglum um kynferðislíf okk- ar. Ég held jafnvel, að uppreisnin gegn hræsninni geti orðið átylla uppreisnar gegn hverskonar reglum sem fela í sér kröfur um sjálfsstjórn. Og ef við segjum skilið við allar hömlur, þá hættum yið í raun réttri að vera menn, án þess þó að verða aftur saklausar skepnur. Við verð- um í staðinn ófreskjur,' hvorki fullkom- lega mennsk né dýrsleg. Aðrar hörmu- legar afleiðingar felast í því, að allar öfgar i eina átt kalla fyrr eða síðar á öfgar í gagnstæða átt. Ef við hugsum til sögulegra fordæma ástandsins sem nú rikir, koma tvö dæmi úr brezkri sögu strax í hugann: endurreisnarskeið Karls II, þegar hóflaust siðgæðislegt frelsi var andóf gegn púrítönsku alræði Crom- wells; og siðgæðisleg lausung ríkisráðs- tímabilsins (Georg IV), sem er skýringin á viðbrögðum Viktoríuskeiðsins næst á eftir. Söguleg fordæmi Sé horft útfyrir sögu Englands, verður trauðla hjá því komizt að bera samtím- ann saman við rómverska keisaratímann. Ekki þarf annað en lesa bréf Páls postula og sjá vandræði hans með fólk sem hafði nýlega snúizt til gyðingatrúar, einkanlega í Kórintuborg, til að fá ofurlitla hug- mynd um það frjálsræði í kynferðismál- um sem ríkti i grísk-rómverska heiminum við upphaf kristins tímatals. Páll postuli hafði fyrir sér hina gyðinglegu hugsjón um stöðuglyndi i hjónabandi, og í því efni dáist ég mjög að gyðingum. Ég hygg, að ákaflega máttug fjölskyldukennd þeirra, umhyggja þeirra fyrir afkvæmum sínum, sem er gegnsýrð einskonar fórn- aranda, sé ein af orsökum farsældar þeirra, ekki einungis á dögum rómverska heimsveldisins, heldur einnig á seinni tímum. Kristin trú hefur hinsvegar gengið miklu lengra en gyðingdómur í áttina til meinlætalifnaðar sem er i eðli sínu ónáttúrlegur. Vegna kynferðislegrar laus- ungar sem ríkti meðal þeirra, er i önd- verðu tóku kristna trú, hefur verið lögð rik áherzla á kynferðislegt skírlífi, með þeim afleiðingum að siðgæði hefur verið ruglað saman við kynferðislegt siðgæði. Þessvegna var tilhneiging til að líta svo á, að ef hegðun í kynferðismálum var samkvæm viðteknum reglum, þá væri allt í stakasta lagi, endaþótt menn kynnu að hegða sér ákaflega illa í öðrum efn- 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.