Samvinnan - 01.06.1971, Page 47
Áshildur:
3 Ijóð
Nóttin er eins og nakin kona
innan úr frumskógum Afríku
sem enginn þorir að nálgast
ilmur hennar er sterkur
og dans hennar er trylltur
og hana þyrstir í blóð hvítra daga
Ást mín
sem hljóp alsköpuð
út úr nóttinni
ég óttaðist ætíð
að þú mundir ekki þola daginn
og verða að steini
Græn hvönn
sem slútir fram af vatnsbakka
og börnin fylla hvíta lófa sína
af sáðkornum hennar
og fleygja út á vatnið
þau vilja fæða vatnið eins og bra-bra
og vatnið teygir bláa arma sína á móti þeim
því vatnið er gráðugt
það vill fá þau sjálf
það er það sem vatnið vill
Ernir Snorrason:
Svartþröstur
Inn yfir Faxaflóa flaug lítill svartþröstur og settist á Esjuna. Þar kvaddi hann
sér hljóðs og ræddi þetta við steininn: '
Ah, þú úthagaföli klár sem berð vana minn í holdi þér svo að svlður undan
aktygjunum. Hvað hvíslaði afi okkar í eyru þér er þú sprattst upp og löngun þín þar
þig yfir holtin? Voru þau orð eins vel valin og þegar þú ungur fórst í hestaleit með
hveitikringlu eina að nærast á? Drakkstu þá svalt vatnið úr heiðarsprænu og him-
inninn tjáði þér að gamalt fólk lýgur alltaf. Og þá urðu þér Ijós orð nornarinnar sem
seildist eftir þér á hvítþvegnu þurrkloftinu innan um rúmfötin, hengd upp til þerris.
Og í því að hún gretti sig og vildi segja eitthvað vaknaðir þú.
Ungt var Ijósið sem flæddi um vitund þér. Æ, morgunn, ég fæ ekki skynjað þig
til fulls, því að sál mín er þegar þjökuð af erfðasyndinni. Sagði Svartþröstur við
steininn. Hann hóf sig til flugs og hann sveigðist í golunni eins og pappírsfugl úr
Austurbæjarskóla.
Svartþröstur flaug yfir borgina. Siggi á Barónsstíg var einn til að sjá hann. Og hann
veifaði til hans. Æ, Palli var einn í heiminum. Dísa í Undralandi. Svartþröstur sett-
ist á Heilsuverndarstöðina og mælti eftirfarandi við vindhana: Ég gekk inn eftir götu [
gamla daga. Kennarinn var bezta skinn. Það er leikur að læra en langt í frímínútur.
Snúðarnir og peli af mjólk. Lyktin af konunni sem afgreiddi var góð, svo góð. Ó,
lífið sem ekkert skynjar fyrir tvöfaldri þrá í einfeldni. Mosavaxið eirðarleysi mitt
skaut rótum i hraunsprungu. Blá var kinn hennar og heift í augum, sagði Svart-
þröstur og allt lím var búið. Hann flosnaði upp af þakinu og feyktist til þar til hann
hafnaði í skolpræsinu og hvarf niður götuna í vatnssvelg. Þá vaknaði ég í svitabaði.
„Djúpir eru íslands álar”
Sagt er að tröllkona
nokkur hafi eitt sinn
ætlað að vaða til ís-
lands frá Norvegi.
Reyndar hafði hún orð-
ið þess áskynja að álar
væri á leiðinni út hing-
að og er því sagt hún
hafi sagt við aðra tröll-
konu, grannkonu sína,
sem vildi letja hana
fararinnar:
TBKU. UAR. QUE>E>ERGSS ■--------------------
„Djúpir eru íslands álar en þó
munu þeir væðir vera.“ En þó hafi
hún sagt að áll einn
mjór væri í miðju hafi
svo djúpur að þar
mundi kollur sinn
vökna.
Eftir það lagði hún af stað og kom
að álnum sem hana óaði helzt við;
ætlaði hún þá að ná í skip sem þar
var á siglingu og styðjast við það
yfir álinn.
Var það lík hennar sem rak á Rauðasandi hér eitt sinn,
og var það svo stórt að riðandi maður náði ekki með
svipunni af hestbaki upp undir hnésbótina kreppta,
þar sem hún lá stirðnuð og dauð í fjörunni.
47