Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 55

Samvinnan - 01.06.1971, Qupperneq 55
Klukkan 9 e.h. Það er rökkur. Eintóna söngur skordýranna berst til mín gegnum næturkyrrðina. í nótt ætla ég að sofa. Þriðjudagur, 10. maí. Klukkan 10 f.h. Ég svaf vel í nótt. Ég man óljóst eftir draumi. Ég get ekki gert mér grein fyrir, hvernig hann var, en þó veit ég, hvað gerð- ist. Ef til vill man ég eftir því seinna. Ég vaknaði klukkan átta, eins og venjulega. Ég er lifandi vekjaraklukkan, vakna ætíð á sama tima; það skakkar aldrei nema fimm mínút- um. Ég fór i gönguferð og það fyrsta, sem fyrir augu mín bar, voru hurðirnar tvær, ríg- skorðaðar í bergið, önnur rauð, hin blá. Eins og af eðlishvöt stakk ég fingrunum í vasann til að þreifa á lyklinum. Einn lykill, sem geng- ur að tveimur hurðum. Það er dómur guðs. Siðdegis sama dag. Ég er svangur. En flugurnar, sem skriða á volgum steinunum, fljúga upþ í hvert skipti, sem ég hreyfi mig, líkt og þær viti eitthvað. Getur guð brugðið sér í flugu líki? Klukkan 12 á miðnætti. Getur guð verið til? Hurðirnar tvær geta aldrei skorið úr því. Hvernig get ég vitað, hvort mér ber að lifa eða deyja? Get ég réttlætt verknað minn fyrir guði? Eða ber mér að opna dyr dauðans? Miðvikudagur, 11. maí. Klukkan 3 e.h. Ég er þyrstur. Ég hef reynt að drekka döggina og sjúga laufblöðin, en hvorugt dugir. Hungrið er ekki eins sárt og í gær, þó að ég hafi ekki bragðað mat í fimm daga. Mun mér takast að opna réttar dyr? Hvað bíður mín fyrir innan? Líf? Dauði? Eða hafa þeir kannski þegar ákveðið örlög mín og Seinna Ég varð hræddur áðan. Ég æpti. Ég æpti aftur og aftur, viti minu fjær, svo að undir tók í bjarginu; þegar ég heyrði bergmálið, skammaðist ég mín og þagnaði. Ennþá seinna Ég er reiður. Ég er öskuvondur, bæði við guð og menn. Er lífið kannski langur svefn, mennirnir draumur og guð martröð? Klukkan 4, nótt. Ég þoldi ekki við af skerandi hungri áð- an. Ég skreið á hnjánum í myrkrinu, lyfti upp steini og krafsaði, unz ég fann fingurna snerta ánamaðk----------- Ég er veikur; ég skelf úr kulda. Getur guð ekki beðið rólegur eftir dómsdegi? Fimmtudagur, 12. maí. Klukkan 7 e.h. Ég hef verið veikur í allan dag. Það er far- ið að rökkva enn einu sinni, og ég verð að bíða þar til í fyrramálið með ákvörðun mína. Og þá mun ég annað hvort vinna eða tapa. En hvernig get ég vitað með vissu, hvort ég tapa. Ég sé mig í anda, þegar ég geng hátiðlega niður að hurðunum tveimur og vel rautt eða blátt, — eða verður það guð sem velur? Föstudagur, 13. maí. Klukkan 1 e.h. Ég sat kyrr i alla nótt, vakti og vissi hvorki í þennan heim né annan. Ég gat ekki hugs- að. Þegar ég lifnaði við, vissi ég, að ég — guð hafði ákveðið hvora hurðina ég mun opna. Ég mun skilja þessa bók hérna eftir; svo veit ég, að þú, sem lest þessar línur, ert í sömu aðstöðu og ég er í nú. Nú fer ég. 4 Jón Konráð Magnússon: Ekki aumingi Mér heyrðist hann kalla mig aum- ingja, um leið og hann gekk út, og hann skellti hurðinni eitthvað svo fast. Það má ekki skella hurðum fast. Það sagði mamma og pabbi alltaf við mig einu sinni. En þau hafa kannski gleymt að segja þetta við Pétur bróður minn. Það var hann sem var að fara út. Hann og mamma og pabbi eru úti í kartöflugarðinum að setja niður kartöflur í moldina. Þar eru þær geymd- ar á sumrin, og svo koma þær aftur, áður en veturinn kemur, og margar fleiri koma með þeim til baka. Pétur sagði, að ég ætti að koma líka í garðinn. Það væri gott fyrir mig og gaman líka, og þá gæti ég I:ka fengið kartöflur að borða eins og ég vildi, allan næsta vetur. Mér þykja kartöflur góðar. En það er vont að láta sólina skína á sig. Þá kemur vont í augun og ég verð lasinn og fer inn aftur. Svo er þetta bara vitieysa hjá Pétri bróður; ég hef alltaf fengið að borða kartöflur, þó ég léti þær ekki niður í moldina. Það er líka miklu meira gaman að vera inni í rúminu og sjá allt, sem ég sé, þegar ég er búinn að breiða sæng- ina yfir höfuð: allt fólkið og heyra allt sem það segir og sjá allt sem það gerir. Og það talar lika við mig stundum. Þar er líka sólskin og bjart og fínt, en það er sólskin, sem ekki gerir vont í augun. Og ég er ekki aumingi: það hefur fólkið mitt sagt mér, og ég hef líka oft riðið á hvítum stórum hesti og verið á undan öllum hinum mönnunum. Alveg eins og ég sá í bókinni, sem hún Elin gamla sýndi mér þegar hún hélt á mér á hnjánum. En svo hætti hún að halda mér á hnjánum. Hún sagði að ég væri svo stór strákur. Og svo sagði hún líka seinna, að ég væri aumingi. Ég heyrði það vel, þó sængin mín væri alveg yfir höfuð. Hún sagði: „Hann er víst sofandi, auminginn". En ég var ekki sofandi. Ég var bara að tala við fólkið mitt. Og það sagði, að ég væri ekki aumingi. Svo sagði það: „Gerðu bara eins og pabbi þinn, þegar hann fór með rauða káifinn bak við fjósið. Þá kallar hún þig aldrei aumingja aftur.“ Og ég man eftir rauða kálfinum, sem þabbi fór með bak við fjósið. Ég var í glugganum mínum, og þar sést allt hvernig er bak við fjósið. Það kom mikill hávaði. Svo datt kálfurinn, og þabbi tók fína gyllta hólkinn úr verkfærinu og henti honum burt. Ég hef oft séð hann setja fínan gyllt- an hólk í verkfærið, sem hann geymir undir rúmdýnunni, til fóta. Pabbi á margar kindur líka. Seinna fóru þau öll í kirkjuna, sem sést hérna langt [ burtu. Bara ekki ég og ekki Elín gamla. Og ég er ekki aum- ingi. Ég tók verkfærið úr rúminu hans pabba. Ég sótti einn fínan hólk og setti inn í það. Hann geymir fínu hólkana i litlum kassa bak við útvarp- ið, sem er á hillunni, ofan við rúmið hans. Ég sagði við Elínu gömlu, að hún ætti að koma með mér bak við fjósið, en hún sagði bara: „Æ-nei, ég ætla að halla mér örlítið, góði. Ég leik eitt- hvað við þig seinna.“ En það gerði ekkert til. Ég er ekki aumingi. Ég bar hana svo bak við fjósið og lét hana detta, eins og rauði kálfurinn datt, og svo henti ég bara verkfærinu hjá henni. Seinna var allt fullt af fólki hérna. Fíni maðurinn með gullhnappana talaði mikið. Hann skrifaði líka í bækur. Presturinn kom líka, og það var sungið. Það var gaman. Og enginn sagðist skilja, af hverju hún hefði gert þetta, blessunin. Pétur bróðir kallaði mig aumingja. Hann veit svo lítið. Nú kemur hvíta- sunnan bráðum, segir fólkið, og þá fara allir til kirkjunnar, nema ég og Pétur. Og ég er ekki aumingi. 4 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.