Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 60

Samvinnan - 01.06.1971, Blaðsíða 60
HEIMIUS& E3 a Steinþórsdóttir Bryndís >3 ’S SUIWI3H Eftirfarandi uppskriftir voru kenndar á sýnikennslunámskeiði, sem haldið var á vegum Náttúrulækningafélags Reykjavíkur s.l. haust og hefur formaður félagsins frú Anna Matthíasdóttir góðfúslega gefið leyfi til að birta þær hér í blaðinu. Kruska (fyrir tvo). 1 msk byggmjöl 1 msk heilhveiti 1 msk rúgmjöl 1 msk kurlaðir eða skornir hafrar 1 msk hveitihýði 3 msk steinarúsínur 2 bollar vatn Allt lagt í bleyti yfir nótt og síðan soðið í 3—5 mín. Borið fram með mjólk og ávöxtum ef vill. Mólfnógrautur (fyrir 2) 3 brytjaðar gráfikjur 1— 2 msk rúsinur 1 msk hörfrœ Lagt í bleyti í 4 dl af heitu vatni, klútur er breiddur yfir skálina og látið standa yfir nótt. Hitað að suðu, 1—2 msk af byggmjöli eða heil- hveiti hrært saman við og soðið í 3—5 min. Borinn fram með mjólk. Eftfrfarandi uppskriftir eru ætlaðar handa 4—5 manns. Bygggrjónagrautur meS ávöxtum l vatn 1 bolli bygggrjón 1 bolli rúsinur Vt bolli hveitihýði V2 bolli saft 2 smáttskorin epli 1 msk hrásykur eða púðursykur safi úr hálfri sítrónu. Bygggrjónin eru lögð í bleyti 1—2 sólarhringa. Soðið í um 40 mín. Rúsínurnar eru soðnar með síðustu 5 mín. Þá er eplum, hveitihýði og saft blandað saman við og soðið í 5 mín. Bragðbætt með sykri og sítrónusafa. Grænkálssúpa IVi l grœnmetissoð 1 blaðlaukur (púrra) 40 g haframjöl 2— 3 blöð grœnkál 1—2 gulrœtur % seljurót 1— 2 kartöflur 1 msk smjör eða smjörlíki frugolajurtakraftur eða annar jurtakraftur. Grænmetið er rifið eða skorið smátt (að undanskildu grænkálinu) Látið 1 sjóðandi grænmetissoð eða vatn, og þegar suðan kemur upp, er haframjölinu blandað saman við og súpan soðin í 5 mín. Að síð- ustu er smátt skornu grænkálinu, smjörlíkinu og grænmetiskrafti bætt 1 og suðan látin koma upp. Grænmetissúpa IVí l vatn 2— 3 kartöflur 2 gulrœtur 2 laukar 100 g hvitkál 1 msk matarolía jurtakraftur Hvítkálið er skorið í ræmur, laukurinn í sneiðar en kartöflurnar og gulræturnar rifnar með grófu rifjárni. Matarolían er hituð og græn- metið látið krauma þar til fer að sjatna í pottinum. Þá er vatni eða grænmetissoði hellt yfir og soðið í um 15 mín. Súpan er bragðbætt með jurtakrafti og smátt klipptri steinselju. Grænmetisbuff með osti 100—200 g sterkur ostur 3 kartöflur 5 gulrœtur 2 laukar % hvítkálshöfuð (meðalstórt) 5 grœnkálsblöð 1 bolli grcenar baunir IVí bolli mulið haframjöl 1 msk hveitihýði (hveitiklíð) 2 msk kartöflumjöl 2 egg 1 bolli heilhveitibrauðmylsna 1 msk jurtakraftur (vitamon) 1 tsk allrahanda Miðað er við meðalstærð af grænmeti. í buffin er gott að nýta soðna grænmetisafganga. Snöggsjóðið grænmetið, saxið hvítkál og grænkál, rífið laukinn og ostinn en merjið kartöflur og gulrætur. Blandið vitamon eða öðrum jurtakrafti saman við eggin, mjölið og mylsnuna og hrærið síðan öllu saman. Mótið deigið í lítil buff. Brúnið 1—2 stóra lauka í matarolíu, setjið eina msk af vatni á pönnuna og látið suðuna koma upp. Takið laukinn af pönnunni og brúnið buffin í matarolíu. Látið laukinn yfir buffið og berið það fram með heitum kartöflum og grænmetisjafningi eða kartöflusalati. Fylltir tómatar með kartöflusalati 6 smátt skornar kartöflur 2 harðsoðin egg 1 laukur 4 msk oliusósa (mayonnesse). Saxið egg og lauk. Kryddið olíusósuna og blandið síðan kartöflum, eggjum og lauk varlega saman við. Veljið litla, fallega rauða tómata, skerið endasneið af þeim og takið tómatkjötið úr með teskeið (saxið það og setjið saman við salatið). Fyllið tómatana með salatinu og setjið sneiðarnar yfir eins og lok. Skreytið með steinseljugreinum. Seljurótarbuff 250 g soðin seljurót 50 g brauðmylsna 250 g soðnar kartöflur 2 egg jurtakraftur Seljurótin á að vera snöggsoðin, saxið hana ásamt kartöflunum í kjöt- kvörn og hrærið síðan með brauðmylsnu, eggjarauðum og jurtakrafti. Úr deiginu eru mótuð lítil buff sem velt er upp úr eggjahvítu og brauð- mylsnu og steikt ljósbrún úr jurtaolíu. Buffin eru borin fram með hrærðum kartöflum og soðnu grænmeti eða hráu grænmetissalati. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.