Samvinnan - 01.04.1930, Síða 113
FJÁRSTJÓRN RÚSSLANDS
107
kærðu sig kollótta, hvað um borgarbúa varð, en afurð-
irnar vildu þeir með engu móti láta af höndum. Þeir sýndu
mótþróa í hvívetna. Þeir takmörkuðu sáningu, földu kom-
ið að haustinu eða neituðu að láta það. Og stjómin varð
að láta undan og veita þeim aftur rétt til að ráða yfir af-
urðunum.
Næsta tímabilið, er N e p var tekin upp, aflaði ríkið
sér tekna hjá efnuðum borgurum, iðnaðar- og verzlunar-
mönnum, er vegnað hafði bezt, meðan bændurnir voru
látnir greiða allt í ríkissjóð. Þessi borgarastétt varð nú
bezta tekjulindin, en til þess að ausa úr henni, varð að
innleiða aftur auðvaidstækin, er hafnað hafði verið: tekju-
og eignaskatt. En jafnframt voru aftur teknir upp pen-
ingar, bankar stofnaðir á ný og einstaklingum gefið verzl-
unarleyfi.
Snemma á árinu 1924 féll Lenin frá. Eftirmenn hans
snerust gegn einkaverzlun og innan skamms var ekki
meira af borgarastéttinni nýju að taka, enda gengu stjórn-
endur Rússlands eftir lát Lenins milli bols og höfuðs á
henni. Ríkistekna varð ekki framar aflað þar.
Nú var vandi að sjá, hvar leita ætti tekna í ríkissjóð.
Reynslan hafði sýnt, að ekki tjáði við bænduma að fást.
Ein leið var enn ófarin, sú að leggja skatt á verkamenn í
borgunum með því að leggja toll á nauðsynjar þeirra.
Rlt var að fara þá leið og langt hafði Sovjetstjómin vikið
frá upphaflegri stefnu sinni, er hún tók það ráð að láta
„öreigana" bera höfuðþungann af gjöldum til ríkisins.
En því er svo varið, að meiri tekjur fást nú í ríkis-
sjóð með vörutollum einum en öllum öðrum sköttum til
samans. Bændur gjalda stöðugt minni og minni skatta.
1920 fengust frá þeim mest allar tekjur ríkissjóðs, 1925
% af ríkistekjunum og 1929 aðeins Vio- Skattalöggjöf
Rússlands er nú mjög svipuð og á Frakklandi, en þar er
tekjuskattur ekki eins mikill og á Englandi og í Banda-
ríkjunum.
Stjórnin. í Moskva gerir nú tilraunir til að færa skatta-
byrðina yfir á efnaða bændur, undir því yfirskini, að þeir