Samvinnan - 01.04.1930, Síða 114
108
SAMVINNAN
myndi nú borgarastétt, er nauðsyn sé að berjast gegn.
Þessi stefna getur orðið hættuleg. Þessir menn eru öfl-
ugastir og þegar þeir hefna sín, verður ekki framar séð
fyrir borgarbúum. Kom hefir verið aðalútflutningsvara
Rússlands, en síðastliðið ár var útflutningur korns sára-
lítill. Iðnaðarvörur voru í háu verði, en kornverðið var
lágt. Bændurnir hefndu sín með því að láta ekki kornið
af höndum. Nú verður aftur að refsa þeim, en Rússland
á engan Lenin framar.
III.
Enn hafa menn gengið í þeirri villu, að Sovjetstjóm-
in væri Rússum afarkostnaðarsöm. En í raun og veru
kemur stjórnarkostnaður nokkru léttar niður á Rússum
en Ameríkumönnum og miklu léttar en áBretum.Hlutföllin
voru þau 1927—28, að til ca. 5 sterl.punda í Sovjet-Rúss-
landi svöruðu 6 í Bandaríkjunum og 19 á Englandi. Kostn-
aður við her og flota var á Rússlandi rúm 2 sterl.pund
móti hverjum 7 i Bretaveldi.
Tvær ástæður eru fyrir því, að kostnaður við ríkis-
stjóm hvílir tiltölulega létt á Rússum. Mikill hluti hins
víðáttumikla lands liggur utan við afskipti stjórnarinnar.
Það er alkunnugt, að ríki þurfa á fleiri þjónum að halda
í borgum en sveitum. Aðeins 15% af Rússum búa í borg-
um.
Þeim, er koma til Moskva, vaxa mjög í augum allar
skrifstofubyggingar stjórnarinnar og kostnaður, er þeim
hljóti að fylgja, en gæta ekki þess, að þeir eru staddir í
höfuðborg Rússlands, þar sem flestar stjórnarbygging-
arnar eru saman komnai'. Þar er meginhluti hins mikla
skrifstofubákns, sem svo mjög hefir verið um rætt, fyrir
augum manna, en í þúsund mílna fjai'lægð, inni í miðri
Asíu og Austur-Síberíu lifa fmmstæðir menn lífi sínu á
sama hátt og þeir hafa gert öldum saman og vita ekki, að
Moskva sé til.
Önnur ástæða til hins lága kostnaðar við ríkisstjóm-
ina er sú, að fjöldi af fyrirtækjum ríkisins eru sjálfstæð