Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 19
LAUGARDAGUR 22. ágúst 2009 SÍMI 440 1000 WWW.N1.IS Meira í leiðinni Menningarnótt allan sólarhringinn N1 Hringbraut er ómissandi áfangastaður fyrir þá sem ætla að njóta stemningarinnar í miðbænum á Menningarnótt. Þú nærð þér í snöggan og ljúffengan bita, kaffi og með því, snakk fyrir partíið eða bara hvað sem þig vantar í gleðina. Góða skemmtun! N1 Hringbraut í REI hefði ekki orðið fyrir nein- um skaða vegna bankahrunsins, enda enginn sýnt fram á það. Það er einnig klassísk bábilja að með sameiningunni hefðu menn verið selja „stóran hluta úr Orkuveitu Reykjavíkur“ eða að selja „auð- lindir Orkuveitunnar og almenn- ings“. Og loks hefur það verið líf- seig firra að „einkaréttarklásúla“ samningsuppkastsins hefði vald- ið Orkuveitunni ómældu fjárhags- legu tjóni. Fjárhagsstaða REI og bankahrun Hefði sameiningin gengið eftir hefði orðið til öflugt íslenskt þekk- ingarfyrirtæki á sviði jarðvarma- virkjana, en í dag virðist framboð erlendra fjárárfestingarfyrirtækja einna helst beinast að slíkum fyr- irtækjum. Þó er ljóst að í dag eru aðstæður þeirra fyrirtækja sem vilja hyggja að byggingu jarð- varmafyrirtækja, bæði hérlendis og erlendis, erfiðari en oft áður. Ein af forsendum sameining- arinnar kvað á um að hið sam- eiginlega félag færi á alþjóðleg- an hlutabréfamarkað í fyrsta lagi árið 2009. Hlutur Orkuveitunnar átti samkvæmt samningsuppkasti að vera sex milljarðar í pening- um og eignum REI, m.a. Enex, um níu milljarðar með hlut Orkuveit- unnar í Hitaveitu Suðurnesja, og tíu milljarðar í óefnislegum fram- lögum á borð við sérþekkingu og vörumerki. Frá þeim tíma sem liðinn er frá því sameiningin átti að eiga sér stað er ekki með neinum rökum hægt að staðhæfa að sameining félaganna hefði valdið REI/OR fjárhagslegum skakkaföllum, þótt bankahrunið hefði vissulega haft áhrif á rekstrarumhverfi fyrir- tækisins eins og á við um nánast öll íslensk fyrirtæki í dag. Ef einstaka hluthafar í félag- inu yrðu gjaldþrota eða færu í greiðsluþrot færi hlutur þeirra í félaginu til gjaldþrotabúsins eða til meðferðar lánardrottna. Eign- arhluturinn væri þá seldur til ann- arra hluthafa eða nýrra aðila eftir því sem verkast vildi. Gjaldþrot einstakra hluthafa í REI ættu að öllu jöfnu að hafa óveruleg áhrif á starfsemi félags- ins eða fjárhagsstöðu annarra hluthafa, enda ætti öllum að vera ljóst að hið sameinaða fyrirtæki ábyrgðist ekki skuldir þeirra aðila sem að stofnuninni stóðu. Orkuveita og auðlindir til sölu? Sú staðhæfing að með fyrirhugaðri sameiningu félaganna hefði borg- arstjórn selt hluta af Orkuveitunni eða jafnvel auðlindum almennings, er vart svaraverð. Engir þættir grunnstarfsemi Orkuveitunnar komu á nokkurn hátt til álita þegar rætt var um hugsanlega samein- ingu REI og Geysis Green Energy. Allar eigur REI og Orkuveitunn- ar héldu fullu verðgildi sínu í hinu fyrirhugaða sameinaða félagi. Fyrir lá samkomulag eigenda um að allar breytingar á samþykktum þyrftu samþykki þriggja fjórðu hluta eigenda. Að sjálfsögðu stóð aldrei til að einkavæða Orkuveituna og ekk- ert í þessu ferli gaf tilefni til að draga slíkar ályktanir. Undirrit- aður hefur allt frá því hann varð borgarfulltrúi árið 1982 lýst því yfir að Hitaveita, Rafmagnsveita og Vatnsveita og síðar Orkuveita Reykjavíkur yrðu alls ekki einka- vædd. Mikilvægasta viðfangs- efni Orkuveitunnar er að tryggja Reykvíkingum nauðsynlegt öryggi í grundvallarþjónustu fyrirtækis- ins, sem er að útvega viðskiptavin- um sínum rafmagn, heitt og kalt vatn á hagstæðu verði. Þess vegna finnst mér þessar fullyrðingar nokkuð sérkennilegar, þar sem ég hef ávallt barist fyrir því að Orku- veitan og orkulindir Reykvíkinga yrðu ávallt í eigu okkar Reykvík- inga. Í mínum huga hefur aldrei staðið til að einkavæða Orkuveit- una. Ef einhverjir stjórnmálaand- stæðingar mínir þurfa að leggjast svo lágt að fullyrða slíkt um mig, þá verði þeim að góðu. Var „einkaréttarklásúlan“ afleikur? Því hefur oft verið haldið fram að fulltrúar REI og Orkuveitunn- ar hafi samið af sér með „einka- réttarklásúlu“ samningsins sem þá hafi valdið Orkuveitunni mikl- um búsifjum og gert hana að vilja- lausu verkfæri auðjöfra. Skoðum málið. Í samningnum var gert ráð fyrir að Orkuveitan legði vörumerki sitt að mörkum og jafnframt sérþekk- ingu til hins nýja félags næstu tut- tugu árin. Auk þess var kveðið á um að Orkuveitan beindi öllum verkefnum sínum utan Íslands til REI á þessu tímabili. Þetta fram- lag Orkuveitunnar og einkaréttur hins nýja félags á verkefnum sem henni byðust erlendis var metið á tíu milljarða. Auk þess var kveð- ið skýrt á um það í samningnum að Orkuveitan fengi að sjálfsögðu fulla greiðslu í hverju tilfelli fyrir sig fyrir þá sérfræðiaðstoð sem hún innti af hendi fyrir hið nýja félag. Stofnun REI var í fullu samræmi við þau markmið sem stjórn Orku- veitunnar og borgarstjórn setti sér með stofnun REI þann 7. mars 2007, þ.e. að nýta betur sérþekk- ingu Orkuveitunnar við margvís- leg erlend verkefni, en halda henni jafnframt frá beinni þátttöku í erlendum áhættuverkefnum. Það segir sig svo sjálft að Orkuveitan, sem væri stór aðili að útrásarfyrir- tæki, myndi beina erlendum verk- efnum sínum til þess en sjálf ekki taka neina áhættu. Ef hið nýja félag hefði hins vegar ekki áhuga á slíkum erlend- um verkefnum gæti Orkuveitan hæglega samið við önnur félög um erlendar orkuframkvæmdir enda stóð aldrei til að Orkuveit- an sjálf væri beinn þátttakandi í slíkum verkefnum. Enginn hefur hingað til fært rök fyrir því að þessi samningsákvæði hefðu vald- ið Orkuveitunni tjóni. Hún afsalar sér að vísu beinni þátttöku í erlend- um virkjunarframkvæmdum, en til þess var leikurinn einmitt gerður í upphafi. Ávallt staðið vörð um Orkuveituna Lengi mætti halda áfram að tína til rangfærslur, misskilning og sleggjudóma sem sérstaklega ákveðinn fjölmiðill er fyrir löngu búin að gera að „almannarómi“ í REI-málinu. Það eru í raun hrein öfugmæli að því skuli haldið fram að fyrir m.a. tilstuðlan mína væri verið að „selja hluta af eigum Orkuveit- unnar“ eða að „afsala auðlindum hennar“ í hendur auðmanna, því líklega er leitun að þeim borgar- fulltrúa sem oftar hefur heitið því að standa vörð um grunnstarfsemi Orkuveitunnar sem almennings- eign. Og við það hef ég staðið. Það er hins vegar ekki heiglum hent að kljást við fjölmiðlaumfjöll- un sem tekur upphrópanir, æsi- fréttir og pólitíska sérhagsmuni fram yfir yfirvegaða afstöðu og þá „sérvisku“ Ara fróða – að hafa það sem sannara reynist Sú fjölmiðlaumfjöllun sem ég gerði að umtalsefni í upphafi þessa máls kann að þjóna pólitískum hagsmunum einstakra aðila sem telja sig þurfa að ryðja öðrum úr vegi – með góðu eða illu, réttu eða röngu. En hún er jafn lítilmótleg og hún er ómálefnaleg. Og á end- anum vegur hún að rótum siðaðs samfélags – rótum skynseminnar, sanngirninnar og lýðræðislegra stjórnarhátta. Þegar rykið er sest er lík- legt að rifjað verði upp hlutverk þeirra einstaklinga, sem hæst létu í umræðunni um REI og Orku- veitu Reykjavíkur á sínum tíma, í borgarstjórn og fjölmiðlum. Ljóst er að allir þátttakendur í þessu svokallaða REI-máli munu leggja sig fram um að skýra frá þessu sérstaka máli á afar skilmerkileg- an hátt. Undirritaður ætlar ekki að þessu sinni að rifja upp fram- göngu einstakra aðila í þessu máli, en mun gera það ef tilefni gefst. Höfundur er forseti borgarstjórnar. Sú fjölmiðlaumfjöllun sem ég gerði að umtalsefni í upphafi þessa máls kann að þjóna póli- tískum hagsmunum einstakra aðila sem telja sig þurfa að ryðja öðrum úr vegi – með góðu eða illu, réttu eða röngu. En hún er jafn lítilmótleg og hún er ómálefnanleg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.