Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 26
26 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR S igurður: „Heyrðu, sástu fyrsta þáttinn um hana Ástríði?“ Heiða: „Nei, hvaða þáttur er það?“ Sigurður: „Nýr sjón- varpsþáttur á Stöð 2. Fyrsti þátt- urinn var ógeðslega fyndinn. Ilmur Stefánsdóttir leikur stelpu sem elst upp í Danmörku hjá mömmu sinni sem er Kristjaníu- hippi. Hún fær nóg af því og flyt- ur til Íslands til að fara að vinna hjá fyrirtæki í fjármálageiranum. Þetta var tekið upp fyrir hrun. Fólk var hálfstressað yfir því hvernig þetta myndi fara í land- ann. En þetta á svo innilega vel við núna.” Heiða: Ég verð að sjá þetta. Ann- ars er ég ömurleg þáttamann- eskja. Ég hef aldrei fylgst með neinum þætti í sjónvarpinu, ekki Friends og ekki Sex and the City. Og svo er ég ekki með Stöð 2.” Sigurður: „Ekki ég heldur. Ég er ekki einu sinni með loftnetið í sambandi. Ég myndi sennilega ekki vita ef þessum þáttum held- ur nema af því við gerðum tón- listina fyrir þá. Það er svo mikið rugl í sjónvarpinu, raunveru- leikaþættir sem allir byggja á sömu formúlunni. Annars las ég grein eftir Davíð Þór Jónsson í blaðinu um daginn, þar sem hann var að leggja til að senda út raun- veruleikaþætti frá Alþingi. Ef alþingismenn standi sig ekki vel detti þeir út af þingi. Það fannst mér alveg frábær hugmynd. Ef þú mátt kjósa þá inn, af hverju máttu þá ekki kjósa þá út?” Heiða: „Nákvæmlega!“ Glansgallar í rastalitum Þekkist þið eitthvað eða hafið þið rekist eitthvað á hvort annað í gegnum tíðina? Sigurður: „Nei við þekkjumst ekki neitt. En ég veit ekki hvort þú manst eftir stelpu sem var að vinna hjá ykkur fyrir nokkr- um árum sem var alveg rosalegt Hjálma-fan?“ Heiða: „Já, það hefur alveg örugg- lega verið Susan.“ Sigurður: „Einmitt. Einhvern tím- ann bjugguð þið til Atikin-peysur á okkur með nöfnunum okkar á erminni.“ Heiða: „Svona glansgallar í rasta- litum? Við eigum mynd af ykkur uppstilltum eins og fótboltaliði í þessum göllum. Hún er geðveik.“ Sigurður: „Þessi stelpa fékk boð um að koma á tónleika hjá okkur og fékk að koma upp á svið til okkar. Hún skældi bara og skældi. Þetta var rosalega fyndið og furðulegt.“ Heiða: „Hún var ekkert smá ánægð með þetta. En ég man að okkur fannst tilvalið að þið yrðuð í þessum göllum. Þeir voru það fyrsta sem við gerðum í þess- ari Atikin-línu sem er svona lítil strákalína. Og ég hef oft séð ykkur í þessum göllum.” Sigurður: „Já ég var oft í mínum.“ Líf í flippskunkunum Heiða: „En þú þekkir Ester, sem vinnur hjá okkur, er það ekki?“ Sigurður: „Ester Ýr? Jú. Hún er flippskunkur.” Heiða: „Já, það er sko mikið líf í Ester. Það er reyndar mikið líf í öllu fólkinu sem er að vinna með mér.“ Sigurður: „Já er það ekki. Gengur þetta ekki bara vel?“ Heiða: „Jú, mjög vel, við erum á blússandi siglingu. Við erum til dæmis að fara að opna búð á Laugavegi 56 í september. Við ætlum einmitt að vera með svona snemmbúið opnunarpartí á Menn- ingarnótt. Stór bakgarður fylgir húsinu sem við erum búin að vera að gera flottan. Þarna er verönd, hjólabrettarampur og stór vegg- ur sem við ætlum að fá listamenn til að skreyta. Þetta verður stemn- ing. Svo ætlum við að selja aðrar vörur í búðinni líka til að gera hana enn þá skemmtilegri. Skó, gleraugu, úr …“ Sigurður: „Hey, þá getið þið getið selt plötur frá útgáfufyrirtækinu okkar.“ Heiða: „Það væri mjög sniðugt. Við erum mjög opin fyrir því að selja tónlist í búðinni og ætlum að vera með tónleika og alls konar uppákomur í garðinum. Það væri gaman að fá ykkur einhvern tím- ann í það.“ Sigurður: „Já, það má örugglega að skoða það.” Heiða: „Staffið yrði ánægt með það. Við hlustum nefnilega oft á ykkur í vinnunni. En hvernig datt ykkur annars í hug að fara að spila reggí á Íslandi?“ Sigurður: „Reggí á vel við Íslend- inga, þótt við séum við fyrstu sýn ekki mjög áberandi reggí- fólk − ekki svört og með krullur í hárinu. Ég vil reyndar meina að það sé óteljandi margt skylt með þessum þjóðum, Jamaíkabúum og Íslendingum. Við fórum til Jam- aíka til að taka upp plötu og heim- ildarmynd í vor og þar komst ég að þessu. Það er alveg vert horfa þangað yfir. Tékka til dæmis á á því hvernig Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn fór með Jamaíka.” Heiða: „Og fer myndin ykkar eitt- hvað inn á þetta?” Sigurður: „Nei, það er alveg með- vituð ákvörðun hjá okkur að vera ekki pólitískir. Það er mikilvæg- ara fyrir okkur að búa til góða tónlist, þannig að fólk geti alla vega komið heim til sín og gleymt sér í því að hlusta. Þannig að myndin fjallar bara um upptöku- ferlið og heimamennina sem við fengum til að taka þátt í verkefn- inu. Það eru margir mjög skraut- legir karakterar þarna. Þú verður eiginlega að sjá þessa mynd. Hún er snilld.“ Heimsyfirráð eða dauði Þið hafið bæði náð langt, hvort á sínu sviðinu. Stefnduð þið alltaf hátt eða eruð þið bara heppin? Heiða: „Já, maður verður að hafa háleit markmið. Annars ganga hlutirnir allt of hægt. Við til dæmis ákváðum strax að við ætl- uðum að verða alþjóðlegt brand. Maður þarf að vera ansi þrjósk- ur og trúa á sjálfan sig, því það er fullt af fólki á leiðinni sem segir að maður sé bara að bulla.“ Sigurður: „Þetta er þumalputta- regla sem er gott að hafa í gegnum lífið allt saman. Þú verður alltaf að stefna að einhverju. Þetta fylg- ir vissulega líka tónlistinni, þótt hljómsveitir hafi auðvitað mis- jafnlega langan líftíma og fleiri element spili inn í, spilla fyrir eða hjálpa til. Svo er heppni alltaf hluti af þessu.“ Heiða: „Og að vita hvenær þú þarft að vera á réttum stað á rétt- um tíma …“ Sigurður: „Í réttu fötunum! Það þýðir til dæmis ekkert að vera á Selfossi í Sirkusgallanum. En auðvitað eru markmið misjafn- lega háleit. Við í Hjálmum fórum til dæmis aldrei af stað með það að markmiði að sigra heiminn. Við tókum þá ákvörðun í upp- hafi að vera íslensk hljómsveit og syngja á íslensku. Við áttuðum okkur alveg á því að það er erfitt Í rastalituðum glansgöllum Fatahönnuðurinn Heiða Birgisdóttir væri til í að spila reggí með strákunum í Hjálmum. Sigurður Guðmundsson segist hald- inn of alvarlegum athyglisbresti til að geta haft skoðun á klæðnaði annarra. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að á rökstólapar vikunnar er sammála um að óskipulag í réttu magni sé nauðsynlegt skapandi fólki. Á SKRAFI Sigurð Guðmundsson og Heiðu Birgisdóttur þekkja flestir einfaldlega sem Sigga í Hjálmum og Heiðu í Nikita. Þau þekktust ekki áður en þau settust á rökstóla Fréttablaðsins en voru ekki lengi að smella saman og stofna til óformlegs viðskiptasambands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á RÖKSTÓLUM Ókei, við getum kannski ekki alveg verið að blæða í flat- skjá í hvert einasta herbergi, enda er það fokking fásinna að ímynda sér að lífið eigi að vera þannig
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.