Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 34
MENNING 2 N ú stendur yfir á Njálusetri sýning Péturs Halldórssonar mynd- listarmanns. Pétur sýnir þar teikningar og lýsir þeim sem fantasíum. Pétur stundaði nám í listaskólum á Íslandi, Eng- landi og í Bandaríkjunum á árunum 1969 til 1987. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið einkasýningar víða um heim. Hann er betur þekktur fyrir málverk sín þar sem hann túlkar á stórum fleti ýmis atferli með grófum strokum á margvíslegt efni. Sýn- ing Péturs í Njálusafni er fimmtánda einkasýning hans. Hin síðari ár hefur Pétur meðfram myndlistinni rannsakað hina fornu heimsmynd norrænnar menningar: baksvið Njálssögu sem Einar Pálsson skrifaði um í bókum sínum „Rætur íslenskrar menningar“. Rannsóknir Péturs má finna í bókinni Stærð veraldar sem er til sölu í safnbúð Njálu- safns. Hann er því á heimaslóðum. Í náttúru heimsmynda eru faldar tákn- myndir og tölvísi sem mikið renna inn í teikningar og málverk. Pétur neit- ar samt að myndir hans séu goðsögulegs efnis, kallar þær fantasíur. Sýning Péturs er í Gallerí Ormi, í Njálusafni á Hvolsvelli og stendur út ágústmánuð. Pétur sýnir í Ormi Skip á sandi, ein teikninga Péturs á sýningu hans í Njálusafni á Hvolsvell. Einleikurinn um Hellisbúann varð eftir nokkra erfiðleika ein vinsælasta leiksýning Íslandssögunnar fyrir fáum árum. Hann kom fótunum undir þá leikhúsfrömuði Árna Þór og Kristján Ra og gerði Bjarna Hauk að almenningseign. Nú gefst tækifæri á að hitta hellisbúann aftur með nýjan skrokk og nýjan texta sem er aðlagaður okkar breyttu tímum. Sigurjón Kjartansson bjó honum nýtt við- mót og Jóhannes Hauk- ur kemur í stað Bjarna. Sýningar verða í Gamla bíói − Íslensku óper- unni − eins og fyrrum en Rúnar Freyr Gíslason leikstýrir. Frumsýning er sett þann 3. septemb- er en áhugasamir geta farið á póstlista Bravó og unnið miða á forsýning- ar í ágúst. Hellisbúi snýr aftur Ekki Bjarni heldur Jóhannes Haukur er nýr Hellisbúi. Rut Ingólfsdóttir, tónlistarmaður og hljómsveitarfrömuður, ákvað í sumar að láta af störfum sem ábyrgðarmaður Kammersveitar Reykjavíkur sem hún hefur leitt um áratugaskeið. Hún mun halda áfram að koma fram sem ein helsta stoðin í starfi sveitarinnar, líta til með geisladiskaútgáfu hennar og halda um söguleg gögn frá 35 ára starfi. Guðrún Hrund Harðardóttir mun taka við stjórn Kammersveit- arinnar og Una Sveinbjarnardóttir verður konsertmeistari. Kammersveitin var stofnuð til að gefa hljóðfæraleikurum tæki- færi til að kynna áhugaverð verk fyrir tónleikagestum sem legið hafa hjá garði í íslensku tónlistar- lífi. Hefur sveitin ár hvert staðið fyrir tónleikaröðum og verður svo á komandi vetri. Þá hefur sveitin staðið fyrir hljóðritunum til útgáfu og eru fjórtán diskar fáanlegir með verkum hennar. Nýtt starfsár Kammersveitar- innar verður brátt kynnt en vefur sveitarinnar er www.kammer- sveit.is Rut víkur í Kammersveitinni Rut Ingólfsdóttir á að baki glæsilegan feril sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavík- ur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Heitustu miðarnir í bænum eru ekki á afmælistónleika Ragnars Bjarnasonar, ekki á minningartónleika Björgvins Halldórssonar hinn 09. 09. 09 helgaða John Lennon. Nei, það er Beethoven gamli sem er á dagskrá í beinni útsend- ingu í Dolby Digital 5.1 þar sem fjörutíu manna sveit mun leika fyrir átta kvikmyndatökuvélar nokkur hans helstu verk á sviði í Bonn dag- ana 9.-12. september. Hér verður útsendingin móttekin í Sambíóinu í Kringlunni og er það áhugamönn- um um fyrsta klassa tónlist og lif- andi flutning einstakt tækifæri til að heyra allar sinfóníur Beethovens í röð. Það er Paavo Jarvi sem stjórnar Þýsku kammerfílharmóníunni frá Brimum. Með móttöku merkisins frá Beethoven-salnum í Bonn eru Sambíóin að taka eitt skref enn í dreifingu hágæðaflutnings um gervihnött í beinni útsendingu en nú er hafin sala á midi.is á óperu- og leiksýningar vetrarins í beinni. En þeir sem vilja fá Beethoven beint í æð – fjóra daga í röð – ættu að drífa sig og tryggja sér miða. Bítið í Beethoven Fantasíur á Njáluslóð- um? Nýtt heimskerfi eða hið gamla túlkað í myndum? MYNDLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Meistari sinfóníuformsins – Ludwig van Beethoven. FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.