Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 88
56 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Íslenska kvennalandslið-
ið spilar sinn þrítugasta leik undir
stjórn Sigurðar Ragnars Eyjólfs-
sonar á mánudaginn þegar liðið
leikur sinn fyrsta leik á EM í Finn-
landi.
Sigurður Ragnar lagði strax
áherslu á íslensku vörnina þegar
hann tók við og hún hélt marki sínu
hreinu í þrettánda sinn undir hans
stjórn í sigrinum á Serbíu á laugar-
daginn. Margir leikmenn eiga þátt
í þeim góða árangri en þrír þeirra
hafa átt gríðarlega mikinn þátt í
því að ná upp stöðugleika í varnar-
leik íslenska kvennalandsliðsins.
Þær Edda Garðarsdóttir, Guð-
rún Sóley Gunnarsdóttir og Katrín
Jónsdóttir mynda öftustu varnar-
línu liðsins og hafa gert það í 28 af
29 leikjum undir stjórn Sigurðar
Ragnars.
Þær þrjár stöllur eru einu leik-
menn liðsins sem hafa verið í byrj-
unarliði íslenska liðsins í undan-
förnum 27 landsleikjum eða allar
götur frá því í 5-1 sigri á Portúgal
12. mars 2007 sem var jafnframt
fyrsti sigurleikurinn undir stjórn
Sigurðar Ragnars.
„Þær eru allar mjög góðir leik-
menn og með gríðarlega mikla
reynslu sem er okkur mikilvægt.
Þetta eru miklir liðsspilarar. Þær
eru ekki í þessu fyrir einhverja
persónulega athygli heldur fórna
sér fyrir liðið,“ segir Sigurður
Ragnar um þær Eddu, Guðrúnu
og Katrínu.
„Eitt það mikilvægasta sem
þú gerir í byrjun sem þjálfari er
að finna miðvarðaparið og við
vorum heppnir að þær Gunna og
Kata pössuðu mjög vel saman. Þá
er maður ekkert mikið að breyta
því sem gengur vel,“ segir Sigurð-
ur Ragnar og hann er sammála því
að miðvarðaparið sé samansett af
ólíkum leikmönnum sem vega hvor
aðra upp.
„Kata er meira í því að vinna
skallabolta og hún er líkamlega
sterk. Hún er leiðtogi og stjórnar
vörninni. Gunna er fljót og gríðar-
lega sterk maður á móti manni.
Hún er líka oft mætt fyrir aftan til
að valda,“ segir Sigurður Ragnar.
„Ef ég ætti að nefna einhverja sem
hefur fengið of litla athygli miðað
við hvað hún hefur gefið liðinu þá
er það Guðrún Sóley. Hún er frá-
bær leikmaður og fær sjaldan það
hrós sem hún á skilið,“ segir Sig-
urður.
Fyrir framan þær Katrínu og
Guðrúnu Sóleyju spilar síðan Edda
Garðarsdóttir sem hefur aðeins
misst af einum landsleik frá árinu
2004.
„Ég hef haft líka það skipulag
að spila með tvo varnartengiliði.
Edda hefur þar verið í byrjunarlið-
inu í öllum leikjunum nema einum.
Hún hefur spilað mjög vel og verið
að bæta sig sem leikmaður. Mér
finnst hún hafa bætt sig töluvert
mikið síðan hún fór út í atvinnu-
mennsku. Hún er okkar auka- og
hornspyrnusérfræðingur og það
hefur gefið okkur fullt af mörk-
um líka. Hún les leikinn vel, stað-
setur sig mjög vel og er þetta akk-
eri á miðjunni sem passar upp á að
við fáum ekki á okkur skyndiupp-
hlaup inn í hjarta varnarinnar,“
segir Sigurður Ragnar um fram-
lag Eddu til liðsins. Hefur hún oft
á tíðum verið sannkallaður brim-
brjótur fyrir miðvarðaparið fyrir
aftan hana.
Margir aðrir leikmenn íslenska
liðsins spila ekki síður mikilvægt
hlutverk en þær Margrét Lára Við-
arsdóttir, Hólmfríður Magnúsdótt-
ir og Dóra María Lárusdóttir svo
einhverjar séu nefndar eru dug-
legri að minna á sig með mörkun-
um sínum og frábærum töktum í
sóknarleiknum. Framlag þeirra
Eddu, Guðrúnar og Katrínar er því
ekki eins áberandi en engu síður
mikilvægt.
„Ég vil alls ekki segja að þess-
ar þrjár séu mikilvægari en aðrir
leikmenn í liðinu. Ég lít svo á að
allar séu jafnmikilvægar en hlut-
verk þeirra þriggja hefur oft verið
svolítið vanmetið og þær hafa ekki
verið mikið í sviðsljósinu,“ sagði
Sigurður Ragnar um „kjarnann“ í
kvennalandsliðinu.
ooj@frettabladid.is
Kjarni kvennalandsliðsins
Aðeins þrír leikmenn íslenska kvennalandsliðsins hafa byrjað síðustu 27 leiki
kvennalandsliðsins. Má því kalla þær Katrínu Jónsdóttur, Guðrúnu Sóleyju
Gunnarsdóttur og Eddu Garðarsdóttur kjarnann í íslenska liðinu.
AFTASTA LÍNAN Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Edda Garðarsdóttir og Katrín Jónsdóttir
ætla ekki að gefa neitt eftir á EM í Finnlandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Edda Garðars-
dóttir
- 30 ára, 72 landsleikir
og 2 mörk
- Hefur spilað 32 lands-
leiki í röð
- Hefur verið inn á í
93 prósent leiktímans
undir stjórn Sigurðar
Ragnars
Guðrún Sóley
Gunnarsdóttir
- 28 ára, 62 landsleikir
og 1 mark
- Hefur spilað 30
landsleiki í röð
- Hefur verið inn á í
98 prósent leiktímans
undir stjórn Sigurðar
Ragnars
Katrín Jónsdóttir
- 32 ára, 86 landsleikir
og 13 mörk
- Hefur spilað 31 lands-
leik í röð
- Hefur verið inn á í
97 prósent leiktímans
undir stjórn Sigurðar
Ragnars
AFTASTA LÍNA ÍSLANDS Á EM Í FINNLANDI
FÓTBOLTI Guðbjörg Gunnarsdótt-
ir hefur þótt vera með óheppnari
landsliðskonum Íslands síðustu
ár eftir að hafa meiðst ítrekað.
Nú ætlar hún hins vegar að
storka örlögunum með því að
klæðast „óhappatreyjunni“ með
það að markmiði að fá lukkuna
með sér í lið. Hún vildi ekki vera
í venjubundnu númeri varamark-
varðarins sem er tólf.
„Ég hef í nokkur ár ætlað að
vera númer 13 en ég hef ekki
verið í aðstöðu til þess því ég hef
alltaf verið númer 1. Núna lang-
aði mig að vera númer þrettán því
að ég trúi því að það verði ólukka
annarra að lenda á móti mér. Ég
hef alltaf verið mikið meidd en
kannski breyti ég því með því að
vera númer þrettán,“ segir Guð-
björg en hún segir þrettán vera
sína lukkutölu.
Þóra Björg Helgadóttir var í
íslenska markinu á móti Serbum
og verður væntanlega aðalmark-
vörður íslenska liðsins á mótinu.
Guðbjörg þarf því að bíða þolin-
móð á bekknum.
„Þeir segja við mig að þeir velji
liðið fyrir hvern leik og ég verð
bara að trúa því. Ég reyni bara að
standa mig vel á æfingum og sé
síðan hve langt það fleytir mér,“
segir Guðbjörg en hún hefur þó
ekki misst alla von því hún veit
það vel að margt getur komið upp
á inni á vellinum.
„Maður veit aldrei hvað gerist
og ég held að ég viti það best sjálf
því ég er alltaf að lenda í meiðsl-
um. Þeir sem eru varamarkverð-
ir hjá mér þurfa alltaf að vera á
tánum,“ segir leikmaður númer
13 hjá íslenska landsliðinu á EM
í Finnlandi, Guðbjörg Gunnars-
dóttir. - óój
Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir á EM:
Vildi vera í treyju
númer þrettán
ÆTLAR AÐ STANDA SIG Á ÆFINGUM
Guðbjörg Gunnarsdóttir.
FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ
LAXÁ Á REFASVEIT
Það voru að losna holl:
31. ágúst-2. sept. / 2.-4. september
2 holl laus eftir 20. september. Uppl. veitir Stefán (898-3440)
Frítt á völlinn í boði Actavis
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
0
9
-1
4
3
7
Allir á völlinn – áfram FH!
Nú fara línur að skýrast í Pepsi-deildinni
– ekki láta þig vanta í Kaplakrikann!
Draumalið Pepsi verður með skiptimarkað.
Leikmenn FH árita myndir eftir leik.
FH–Grindavík
Laugardaginn 22. ágúst kl. 16