Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 36
MENNING 4 M aðurinn er snagg- aralegur Breti á óljósum aldri: við rötum hratt hvor á annan á kaffihúsinu og komum okkur fyrir. Er afgreitt á borð hér? Stelpa í afgreiðslu með slavneskan hreim segir kaffið selt hér og bankar á afgreiðsluborðið. „Ég skil ekki hvað loftið hérna er tært,“ segir hann, „verð alltaf jafn hissa. Ég ætti að vita það. Var öll þessi ár í London og alinn upp í Svarta landinu. Þar er andrúms- loftið ...“ hann ygglir sig. Svörtulönd „The Black Country“ eins og þeir fyrir sunnan kalla það er svartasta iðnaðarsvæði í Mið-Englandi norð- vestur af Birmingham. „Það er eins og Ruhr,“ segir hann. Brian Griffin hefur komið hing- að til lands reglulega um ára- bil, bæði vegna starfs síns og svo á hann íslenska konu, Brynju Sverrisdóttur. Hann segir fjöl- skyldu Brynju vera eina fólkið sem hann geti kallað fjölskyldu sína núorðið. „Ég er lágstéttarmaður að upp- runa. Það var mikil fátækt. Ég komst ekki í bað fyrr en eftir tví- tugt – þannig var það. Baðherbergi þekktust ekki í mínu hverfi. Ég varð að koma mér burtu og ljós- myndavélin kom mér á sporið. Ég fór í listaskóla eins og margir af minni kynslóð, krakkar sem vissu ekki hvað þeir vildu, náðu ekki að ganga menntaveginn og söfnuðust í listaskólana sem voru þá nýtt fyr- irbæri í skólakerfinu breska.“ Stefnumót í Arles Brian er heimsfrægur ljósmynd- ari, stórt nafn í breskum kreðsum og kunnur um allan heim fyrir verk sín. Þau Brynja eru nýkom- in frá ljósmyndahátíðinni í Arles í Suður-Frakklandi, stærstu og virtustu listaljósmyndahátíð í heimi sem nú var haldin í fertug- asta sinn. „Okkur var boðið að sýna þar nokkrum sem höfðum vakið athygli fyrr á tíð. Á hátíðina kemur fólk úr öllum heimshornum. Gestir voru um 350 þúsund í fyrra. Ég sýndi þar fyrst 1987 og á þeim árum klæddist ég jafnan vinnu- fötum járnbrautarstarfsmanna og þótti sérvitur. Þeir lögðu teina á aðaltorgið í Arles og settu sýning- una upp í vögnum. Það þótti sér- stakt þá. Ég var gerður að heiðurs- borgara Arles við þetta tilefni .“ Íslenskt fálæti „Núna fékk ég stóra vagnageymslu til að sýna í og valdi úrval úr nokkrum syrpum sem ég hef unnið gegnum tíðina: valdar myndir úr seríunni um Vatnafólkið og röð- inni um St. Pancras-járnbrautar- stöðina. Það voru í allt 350 myndir sem ég sýndi þar niður frá. Fyrstu vikuna komu sextíu þúsund. Ég sendi erindi hingað upp til ráðamanna og benti þeim á að þarna væri mikilvægt framlag áberandi af myndum frá Íslandi úr verkum mínum fyrir Orku- veitu Reykjavíkur og Vatna- fólksseríunni. Margítrekaði þau bréf: þetta væri stærsta framlag íslensks myndefnis á virtustu ljós- myndahátíð heims til þessa en því var ekki svarað, enginn kom, eng- inn svaraði. Á endanum var Brynja mín eini fulltrúi Íslands á svæðinu og kom fram fyrir landsins hönd í opinberum athöfnum. En mér þótti leitt að enginn skyldi láta sjá sig.“ Flóttaleið fundin Brian gerðist atvinnuljósmynd- ari árið 1972. Hann segist ekki hafa verið ljósmyndanörd, maður sem hann vann með í verksmiðju hafi kynnt sig fyrir ljósmynd- un og myndavélin hafi verið sér tæki til að komast burt úr Svarta landinu: „Ég varð að breyta lífi mínu. Listaskóli í þrjú ár var flóttaleið. Ljósmyndun á þessum árum í Bretlandi var eins og hver önnur vinna. Listræn ljósmynd- un var ekki til sem listform. Ég fór til London og lifði á félagsbót- um – social security – sem þýddi að maður var rétt yfir hungur- mörkum. Svo fór ég að vinna fyrir tímarit og eftir fimm ár tók ég að mynda fyrir plötuútgáfur. Ég opn- aði mitt eigið stúdíó árið 1980 og þá bættust auglýsingaljósmynd- irnar við. Ég var einþykkur að því leyti að ég tók bara verkefni sem ég hafði áhuga á. Það gekk vel, fólk tók að meta mig af mínum verðleikum og ég fékk betur og betur borgað.“ Frægð og frami „Áttundi áratugurinn var tími mikilla breytinga í Bretlandi. Þá bættust við mannamyndir fyrir ársskýrslur og fyrirtæki þannig að þegar Thatcher komst til valda og viðskipti urðu sexí var ég á réttum stað. Ljósmyndarar voru í miklum metum á þeim tíma.“ Brian segir tæknibyltingu í ljós- myndun hafa fært greinina til allra. Nú geti allir tekið mynd. Áður hafi verið mjög erfitt að ná góðum skotum, jafnvel á níunda áratugn- um þegar skyggnur urðu helsta vinnutæki ljósmyndara. Á þess- um árum hafi ljósmyndarar mátt viða að sér gífurlegri þekkingu á búnaði og tækni. Menn hafi hann- að búnað, ljós og tæknibrellur sem nú séu framkvæmdar í eftirvinnslu tölvunnar. Tími hinna snjöllu hand- verksmanna sé liðinn og tölvan hafi eyðilagt þann heim, enda sé sami svipur yfir vinnu flestra. Vatnafólkið Brian þakkar Eiríki Þorlákssyni að myndaröðin um Vatnafólkið varð til, en Eiríkur var þá safn- stjóri á Listasafni Reykjavíkur. Brian kynntist honum og hefur hann í miklum metum. Eiríkur setti saman sýningu með völdum myndum Brians 2005 sem kölluð var Áhrifavaldar. Það var aftur Brynja sem kom á sambandi Orku- veitunnar og ljósmyndarans sem leiddi til vinnu hans hér á landi. Myndefnið var eins og í verkefnum á borð við St. Pancras vettvangur vinnunnar, staðir verkefna Orku- veitunnar, en Brian vildi líka eins og í fyrri verkum sínum tengja saman orkuiðnaðinn í landslaginu og fólkið. Hann segir það lengi hafa vafist fyrir sér hvar samnefnarinn lægi í þessum ólíku efnisþáttum en að lokum hafi hann dottið niður á gamalt tæki frá áttunda áratugn- um sem var notað sem áferðar- himna í ljósmyndum á sínum tíma: myndin er tekin gegnum glerplötu á snúningsás sem á má renna vatni. Nú orðið geri menn svona effekta í tölvum, en Orkuveitan hafi komið upp aðstöðu fyrir hann hér og þar hafi hann tekið myndirnar. Vonbrigði með viðtökur Vatnafólkið endaði sem afar sér- stök og áhrifamikil mannamynda- sería. Verkin voru sýnd á Lista- safni Reykjavíkur og fyrir aðkomu einkaaðila eignaðist safnið alla röðina. Bók var gefin út með mynd- unum, hönnuð af Ámunda Sigurðs- syni. Og hróður verksins berst víða, enda myndirnar í senn por- trett í hefðbundnum skilningi og hlaðin dulmagni, krafti vatnsyfir- borðsins sem líður, rennur, bull- ar og sýður svo úr verður heim- ur fólks sem er handan vatnsins. Brian dregur ekki dul á vonbrigði sín með móttökur á Vatnafólksserí- unni hér á landi. „Fólk áttaði sig ekki á þessu og sumir létu fjúka neikvæðar athugasemdir, sá ég á netinu. Það þótti mér miður, en ef til vill átta menn sig síðar á verk- inu og samhengi þess í vinnu minni fyrir Orkuveituna.“ Verkefni framtíðarinnar Brian undrast hvað Íslending- ar standa á merkilegum skilum; hér sé í raun velmenntuð þjóð en atvinnuhættirnir séu enn eins og fyrir tíma iðnbyltingar. Þeir minna hann um margt um fólkið í Svarta landinu. „Þess vegna á ég heima hér,“ segir hann. Fram undan er vinna: Brian hefur fengið það hlutverk að skrá á mynd alla þá sem nú vinna að und- irbúningi Ólympíuleikanna í Lond- on, frá verkamönnum til fram- kvæmdastjóra, hugmyndasmiðum til hönnuða. Þá sem standa fyrir verklega þættinum. Það verður kynnt opinberlega eftir nær tvo mánuði með fyrstu átta myndun- um sem hann tekur í næsta mán- uði. Vinnan hefst í desember en er mun stærri en það verkefni. Verk- ið er styrkt af Breska símanum og Konunglega Mannamyndasafn- inu á Trafalgar-torgi sem margir þekkja. Orðspor og ferill Brian segist stoltur af þessum stóru verkefnum sem yfirvöld hafi pantað hjá honum; þau byggi á fagurfræðilegum kröfum og hann hafi fullkomið frelsi en við- fangsefnið sé honum kært; vinn- andi fólk, almúginn – þeir sem skapi umhverfi okkar í iðnaði og samgöngum. Hann er þrátt fyrir langa för enn nærri rótum sínum; svörtum og sótugum iðnaðarhéröð- um Svarta landsins. Maður ÚR SVÖRTULÖNDUM Brian Griffi n er á landinu. Hann er nýkominn frá stærstu ljósmyndahátíð heims í Arles þar sem úr- val verka hans var í heiðurssessi og heldur brátt til Lundúna, þar sem hann hefur starfað lengst, til að hefja vinnu við töku á ljósmyndaröð um allan þann fjölda sem kemur að undirbúningi Olympíuleikanna – nema íþróttamenn. MYNDIR: PÁLL BALDVIN BALDVINSSON Ein mynda úr röðinni Vatnafólkið. „Þetta var stelpa á skrifstofu Orkuveitunnar,“ segir Brian. MYND/BRIAN GRIFFIN. BIRT MEÐ GÓÐFÚSLEGU LEYFI LISTAMANNSINS. Verð kr 495 þ/mann ALLT INNIFALIÐ Uppl. í síma 551 2596 og www.simnet.is/kinaklubbur 3 vikna menningar- og skemmtiferð 6.-26. október til KÍNA með Kínaklúbbi Unnar Brian Griffin á björtum morgni í Reykavík: „Loftið hérna er hreint ótrúlegt.“ FRÉTTABLAÐIÐ/LSKDFJLÆKSDJKFLKSD Nú geta allir tekið mynd. Áður var erfitt að ná góðum skotum jafnvel þegar skyggnur urðu helsta vinnutæki ljósmyndara ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.