Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 24
24 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Þórdís Elva Þor- valdsdóttir Bach- mann skrifar um kynbundið ofbeldi Í maí sl. var íslensk kona blekkt til kyn- maka þar sem hinn brotlegi læddist upp í rúm til hennar, not- færði sér að mökin fóru fram í myrkri og að konan skyldi telja hann vera annan mann sem hún hafði áður átt kynferðis- legt samneyti við. Samkvæmt lýsingu brotaþolans voru mökin búin að standa yfir í nokkrar mínútur þegar maðurinn sneri sér að henni og blasti þá við henni „glott og ekki sama and- litið“ eins og hún orðaði það í skýrslu fyrir dómi. Eins og gefur að skilja var þetta gríðarlegt áfall fyrir konuna, sem lét kalla lögreglu á staðinn, leitaði til Neyðarmót- töku vegna nauðgana og lagði í kjölfarið fram kæru. Þann 21. júlí sl. var maðurinn sakfelldur og hlaut hann sex mánaða dóm fyrir blygðunarsemisbrot (brot gegn 209. gr. hegningarlag- anna) þrátt fyrir að konan hefði fyrst og fremst kært manninn fyrir nauðgun, en blygðunar- semisbrot til vara. Þunga- miðjan í nauðgun er brot gegn kynfrelsi og sjálfsákvörðunar- rétti brotaþolans, en það gefur augaleið að brotaþoli sem er blekktur til kynmaka er svipt- ur tækifærinu til að nýta sjálfs- ákvörðunarrétt sinn sem skyldi. Kynmök án upplýsts samþykk- is beggja aðila hljóta að teljast mun alvarlegra mál en blygð- unarsemisbrot. Staðan hefur þó ekki ávallt verið svona. Fram til vorsins 2007 voru ákvæði í íslenskum lögum sem vernduðu fólk gegn kynferðis- brotum sem framin voru undir formerkjum sams konar svika og í áðurnefndu máli. Þetta ákvæði var að finna í 199. gr. hegningarlaganna, en refsi- næmi háttseminnar byggðist á því að samþykki til kynmak- anna er ekki fengið með eðlileg- um hætti heldur með blekking- um. Hámarksrefsing við þessu broti var sex ára fangelsi. Tveir dómar hafa fallið hérlendis þar sem reyndi á þetta ákvæði. Í báðum málunum, H 1943:167 og H 1996:3030, höfðu ákærðu samræði við konur, sem þeir komu að þar sem þær lágu sof- andi í rúmi, önnur þeirra með unnusta sinn sér við hlið, en hin í eigin hjónarúmi. Höfðu ákærðu samræði við konurn- ar, sem héldu til að byrja með að þær væru að hafa samræði við maka sína. Málið frá því í maí síðastliðnum er því ekki einsdæmi og eflaust eru brot af þessu tagi fram- in reglulega án þess að þau komi til kasta yfirvalda. Hins vegar kom í ljós að alvarleg- ur missir er að blekk- ingarákvæðinu úr kynferðisbrotakafla hegningarlaganna. V o r i ð 2 0 0 7 v o r u b r e y t i n g - ar á kynferðis - brotakaflanum sam- þykktar á Alþingi. Í drögum að nýja frumvarpinu segir um áðurnefnt blekkingar- ákvæði: „Svo sem sjá má er ákvæði þetta mjög sérkenni- legt og ekki mjög raunhæft að á það reyni.“ Rökstuðningur- inn fyrir að afnema blekkingar- ákvæðið var að helst gæti reynt á það ef brotaþolinn væri geð- sjúkur, þroskaheftur eða sof- andi. Þá myndi 2. málsgrein 194. greinar hegningarlaganna fullnægja refsinæmisskilyrð- um, en þar segir að það teljist einnig nauðgun að notfæra sér geðsjúkdóm eða aðra andlega fötlun manns til þess að hafa við hann samræði eða önnur kynferðismök, eða þannig er ástatt um hann að öðru leyti að hann getur ekki spornað við verknaðinum eða skilið þýðingu hans. Hámarksrefs- ing við slíku nauðgunarbroti er sextán ára fangelsisvist, en refsing við blygðunarsemis- broti er sex mánaða fangelsis- vist ef brotið er smávægilegt, sem það virðist af einhverjum ástæðum hafa talist í umræddu máli. Dómararnir féllust ekki á að brotið félli undir 2. máls- grein 194. greinar, og var þetta að vissu leyti prófmál á nýju lögin. Í ljós kom að þau vernda ekki brotaþola sem blekktir eru með áðurnefndum hætti. Brottnám blekkingarákvæð- isins hjó skarð í réttarstöðu brotaþola sem verða fyrir jafn mannskemmandi lífsreynslu og áðurnefnd kona. Þótt yfirvöld- um hafi þótt bæði sérkennilegt og óraunhæft að fólk geti verið blekkt til kynmaka blasir við að slíkt á sér þó stað. Mikilvægt er að það endurspeglist í laga- bálkinum, svo hægt sé að dæma fyrir slík brot með viðeigandi hætti. Höfundur er áhugakona um aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi. Blygðunarsemi og nauðganir Skuldir heimilanna UMRÆÐAN Kjartan Broddi Bragason skrif- ar um skuldir heimilanna Fyrir einhverjum vikum varpaði ég fram nokkrum spurningum til Seðlabanka Íslands um skulda- stöðu innlendra heimila. Ein af þessum spurningum var hver staða þeirra væri í alþjóðlegu samhengi. Einhverjar tafir hafa orðið á svör- um hjá þessari ágætu stofnun. Ég hef því ákveðið að birta þær upplýs- ingar sem ég hef getað aflað mér í gegnum ýmsa erlenda gagnagrunna á einni kvöldstund eða tveim. Rétt er að árétta að undirliggjandi gögn eru frá árabilinu 2003–2009. Umfjöllunin er alls ekki tæm- andi og í mörgum tilfellum eru þær grunntölur sem notaðar eru til að búa til þær myndir sem hér koma fram lesnar af gröfum og gefa því aðeins mjög grófa mynd af undir- liggjandi frumheimildum og (jafn- vel) þeim skilgreiningum sem á bak við þær geta legið. Þessar upplýsing- ar gefa hins vegar vísbendingu um raunskuldastöðu innlendra heimila í alþjóðlegu samhengi. Það sem hagfræðingar almennt skoða þegar skuldastaða heimil- anna er rannsökuð eru einkum þrír þættir: ■ Skuldir sem hlutfall af ráðstöf- unartekjum ■ Hve hátt hlutfall ráðstöfun- artekna er notað til að greiða afborganir og vexti á ári ■ Skuldir sem hlutfall af eign- um (fasta- og lausafjármunum ásamt fjármálalegum eignum) Almennt má segja um þessa þætti að þeim mun lægri sem skuldirnar eru sem hlutfall af ráðstöfunartekj- um, þeim mun betri er efnahag- ur heimilanna og þeim mun betur eru þau í stakk búin til að takast á við fjárhagsleg áföll. Annar þáttur- inn segir síðan eitthvað til um sam- hengið á milli fjölda afborgana og vaxtastigs – þar sem greiðslubyrði heimilanna er samansett úr annars vegar afborgunum og hins vegar vaxtagreiðslum þarf – í akademískri rannsókn – að skoða bæði lánstíma, vaxtastig lánanna og aldurssam- setningu þjóðarinnar ásamt hlutfalli heimila sem eru fasteignaeigendur. Ég mun ekki fjalla um þriðja þáttinn í þessum pistli en tel að alþjóðlegur samanburður á þeim þætti sé mjög ólíklega íslenskum heimilum í hag. Fyrri myndin segir okkur að inn- lend heimili skuldi að meðaltali ríf- lega tvö- til þrefalt meira en önnur (vestræn) heimili sem hlutfall af ráðstöfunartekjum eða sem svarar um fjórföldum ráðstöfunartekjum. Seinni myndin segir okkur að greiðslubyrði innlendra heimila sé um það bil tvöfalt meiri en hjá öðrum (vestrænum) þjóðum eða að um 30–35% af ráðstöfunartekj- um fer í að þjónusta þær skuldir sem hvíla á heimilum landsins að meðaltali. Sé tekið tillit til að vext- ir eru hærri hér en víðast hvar annars staðar verður myndin enn svartari (gefið að lánstími sé álík- ur). Lítill hluti greiðslnanna fer þá í að borga niður höfuðstól lánsins en yfirgnæfandi hlutfall af heildar- greiðslubyrðinni fer í vaxtagreiðsl- ur. Eignamyndun er því mun seinna á ferðinni. Innlend heimili geta ekki stað- ið undir slíkri skuldsetningu í ljósi þess að kaupmáttur hefur dregist hratt saman og ekkert bendir til að hann muni vaxa svo neinu nemi á allra næstu árum. Þetta getur ekki verið viðvarandi ástand nema ef við ætlum að dragast langt aftur úr neyslumynstri annarra (vest- rænna) þjóða. Ungt og efnilegt fólk mun hins vegar ekki sætta sig við slíkt nema hér rísi „Berlínarmúr“ umhverfis landið. Stjórnvöld – þó vinstrisinnuð séu – hafa ólíklega áhuga á slíku ástandi. Eigi að afstýra fólksflótta, fjöl- dagjaldþrotum og meðfylgandi félagslegum vandamálum sem óhjá- kvæmilega fylgja slíkum breyt- ingum þarf að laga skuldastöðu að greiðslugetu heimilanna. Í því samhengi er aðeins um eina raun- hæfa leið að ræða – lífeyrissjóðir landsmanna verða að koma að því samningaborði. Lausnin á þessu vandamáli krefst þess að eignir Íbúðalánasjóðs, húsnæðis- og bíla- skuldir í eigu bankanna og eignar- leigufyrirtækja sem og eignir líf- eyrissjóðanna (sem stór eigandi að Íbúðabréfum og lífeyrissjóðslánum) verði niðurskrifaðar um hundruð milljarða króna. Þá mæti hugsan- lega skoða hugmynd Sjálfstæðis- flokksins – um skattlagningu inn- greiðslna lífeyris – sértækt og þá til hjálpar illa stöddum heimilum eða hugmynd Framsóknarflokksins um flatan 20% niðurskurð. Aðkoma lífeyrissjóðanna verður hins vegar ekki umflúin. Staða heimilanna verður ekki leyst sem einhver afgangsstærð í því efnahagsástandi sem nú ríkir. Það er nú einu sinni svo að almenn eftirspurn eftir vöru og þjónustu – grunnforsenda í rekstri allra fyr- irtækja og þar með atvinnustigi á landinu – er að miklu leyti háð fjár- hagslega heilbrigðum heimilum. Höfundur er hagfræðingur. Heimildir: OECD, IMF, Seðla- banki Evrópu, Seðlabanki Banda- ríkjanna, Monthly Bulletin ECB – apríl 2009, Seðlabanki Íslands, Seðlabankar Norðurlandanna ásamt erlendum tímarits- og blaðagreinum. Mat höfundar á einstökum þáttum. ÞÓRDÍS ELVA ÞORVALDS- DÓTTIR BACHMANN Brottnám blekkingarákvæð- isins hjó skarð í réttarstöðu brotaþola sem verða fyrir jafn mannskemmandi lífs- reynslu og áðurnefnd kona. Ísland USA Evru- svæði 0% 5% 10% 15% 20% 25% 30% Greiðslubyrði á ári í % af ráðstöfunartekjum 16% 32% 14% Skuldir sem hlutfall af ráðstöfunartekjum Ísland USA Evru- svæði 0% 50% 100% 150% 200% 250% 300% 170% 390% 130% 350% Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts auglýsir innritunardaga Innritun í Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts verður í Breiðholtsskóla miðvikudag 26. og fi mmtudag 27. ágúst, kl.17 - 19 báða dagana. ATH! Notið ekki aðalinngang heldur inngang að íþróttahúsi skólans. Skólastjóri www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til kvenna sem stunda eða hyggjast hefja nám í einni af eftirfarandi greinum: Vélfræði/vélstjórnun, rafvirkjun, vél- virkjun, múraraiðn eða pípulögnum. Styrkþegum býðst sumar- starf hjá Orkuveitu Reykjavíkur meðan á námi stendur. Umsóknum ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/styrkir fyrir 14. september. Nauðsynlegt er að upplýsingar um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám fylgi með. Nánari upplýsingar um úthlutun styrksins eru á vef OR. Orkuveita Reykjavíkur er jafnréttismiðað fyrirtæki sem hefur markvisst unnið að því að fjölga konum á þeim starfssviðum þar sem þær hafa verið í minni hluta. Konur eru nú innan við þriðjungur starfsmanna og árangurinn af jafnréttisstarfi innan fyrirtækisins hefur verið góður þar sem hlutfall kvenna hefur aukist á síðustu árum. Minnst hefur þó orðið ágengt við að fjölga konum í iðn- og vélfræðistörfum innan fyrirtækisins. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 69 65 0 8. 2 0 0 8 Styrkur til iðnnáms eða náms í vélfræði (vélstjórnun) • Jafnrétti er í hávegum haft í öllum störfum Orkuveitu Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.