Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 12
12 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR FRÉTTASKÝRING: Verðmerking matvöru Flestir sem koma að samkeppnis- og neytenda- málum telja svokallaðar forverðmerkingar matvöru tímaskekkju sem leggja ætti niður samstundis. Framleiðendur telja hins vegar gagnrýnina á villi- götum og benda á sérkenni íslenska markaðarins og smæð hans. Verðlagseftirlit Alþýðusambands- ins benti á það í umsögn með nýj- ustu verðkönnun sinni að lítill sem enginn verðmunur væri á forverð- merktum vörum, og tók þar sem dæmi unna kjötvöru og osta. Verðlagseftirlitið hefur áður bent á hversu lítill verðmunur forverðmerkta vara yfirleitt er, miðað við vöru sem verðmerkt er í hverri verslun fyrir sig. „Slík for- verðmerking er bönnuð og haml- ar eðlilegri verðsamkeppni“, segir í umsögninni og bætt er við: „Brýnt er að samkeppnisyfirvöld tryggi að verðsamkeppni á þess- um vörum verði með eðlilegum hætti.“ Ekki er nema rúmt ár liðið síðan Samkeppniseftirlitið (SE) lagðist yfir málið og kannaði verð for- verðmerktrar dagvöru í þrettán matvöruverslunum á höfuðborgar- svæðinu. Niðurstaða þeirrar könn- unar var afgerandi. Verðmunur á forverðmerktri vöru var í öllum tilvikum mun minni en á mat- og dagvöru sem verslanir verðmerkja sjálfar. Núll til sextíu prósent. Verð á forverðmerktum vörum var að jafnaði núll til sex prósentum hærra í stórmörkuðum og klukku- búðum en í lágvöruverðsverslun- um. Allt öðru máli gegnir um þær vörur sem matvöruverslanir verðmerkja sjálfar en í þeim vöru- flokkum var ekki óalgengt að verð í stórmörkuðum og klukkubúðum sé þrjátíu til sextíu prósentum hærra en í lágvöruverðsverslun- um. Það skal tekið fram að algengt er að afsláttur sé veittur frá hinu leiðbeinandi verði, eins og það er einnig kallað, í lágvöruverðsversl- unum og var tekið tillit til þess við gerð könnunar SE. Hins vegar er mjög algengt í öðrum verslunum að hið leiðbeinandi verð haldi sér frá framleiðenda í hillur. Miklir hagsmunir Eins og hér sést til hliðar má segja að forverðmerktar vörur séu veigamiklar í neyslu venjulegs íslensks heimilis. Hvert vægi þess- ara vara er nákvæmlega í heildar- flokki dagvara liggur þó ekki fyrir en SE telur ekki óvarlegt að ætla að tíu til fimmtán prósent af mat- vöru sem seld er í matvöruversl- unum sé forverðmerkt. Að gefinni þeirri forsendu að heildarveltan á markaðnum sé um 65 milljarðar króna, áætlar SE að heildarvelta forverðmerktra vara á matvöru- markaði nemi um sjö til tíu millj- örðum króna á ári. Fjölmargir viðmælendur Frétta- blaðsins telja afnám forverðmerk- inga stórt hagsmunamál neytenda. Við fyrstu sýn - fyrir leikmann að minnsta kosti - liggur það fyrir. Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna, segir það hafa verið skoðun Neytenda- samtakanna um árabil að það eigi að banna forverðmerktar vörur. „Því fyrr sem þær verða bannað- ar, því betra,“ segir Jóhannes sem telur hins vegar að verðmerking sem þessi sé ekki ólögleg en tals- maður neytenda, Neytendastofa og ASÍ telja að svo sé. Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, segir löngu tímabært að stöðva forverðmerkingar á matvöru enda sé verðmerking með þessum hætti ekki í samræmi við lög. Gísli tók þetta mál upp við SE í apríl 2006. Lét hann þá skoðun sína í ljós að málið lyti að broti á samkeppnislögum enda hefði for- verðmerking vöru mikil áhrif á hegðun matvöruverslana og þar með hagsmuni neytenda. Stjórnsýslumál rekið af SE Áhrínisorð Gísla virðast hafa komið hlutunum af stað því að könnun SE var gerð árið eftir. Í skýrslu um málið kemur fram að SE taldi þá ástæðu til að reka sér- stakt stjórnsýslumál til að kanna hvort samkeppnislög væru brotin með verðmerkingum af þessu tagi - máli sem nú hefur verið hleypt af stokkunum og er langt komið. Stjórnsýslumálið beinist að smá- söluverslunum og hópi framleið- enda og birgja í kjötframleiðslu og miðar að því að leiða í ljós hvort samkeppnislög hafi verið brotin. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að ekki sé hægt að fullyrða neitt um það, en að rannsókn stofnunarinn- ar miðist við þá spurningu. Páll segir að niðurstöður rannsóknar SE frá því í fyrra hafi leitt í ljós að verðmerkingarnar, og þau sam- skipti sem tengjast þeim, kynnu að fela í sér aðgerðir sem ganga gegn banni við samráði fyrirtækja eða misnotkun á markaðsráðandi stöðu. „Könnunin gefur til kynna að þessar forverðmerkingar tak- marki samkeppni því að verðmun- ur á þessum vörum milli verslana er margfalt minni en eðlislíkra vara, sem ekki eru forverðmerkt- ar.“ Á villigötum? Viðmælendur Fréttablaðsins vildu margir meina að ástæðan fyrir forverðmerkingum á Íslandi væru tæknilegs eðlis. Framleiðendur ráði einfaldlega ekki yfir tækni til að vigta og pakka vöru eftir nákvæmri þyngd og því sé þeim nauðugur einn kostur. Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, segir þetta rétt upp að vissu marki. „Það er hægt að breyta þessu en hér eru litlir framleiðendur sem ráða ekki við að kaupa dýrasta vélbúnað sem gerir þetta mögu- legt. Verði okkur gert að breyta þessu af samkeppnisyfirvöldum óttast ég að framleiðendum fækki, með neikvæðum áhrifum á sam- keppni.“ Hann segir málið varða tólf til fimmtán gróin fyrirtæki í mat- vælaiðnaði og fjölda smærri fram- leiðenda. Hann sér fyrir sér að einhver þeirra myndu ekki þola þá byltingu sem virðist liggja í loft- inu og einhver þeirra muni týna tölunni. Hann segir að menn verði að stíga varlega til jarðar, enda sé umræðan um verðmerkingar á villigötum. „Það er gríðarleg sam- keppni á milli verslana eins og sjá má í auglýsingum alla daga,“ segir Steinþór. Frá því að könnun SE var gerð í maí 2008 hefur mikið vatn runnið til sjávar, eins og öllum er kunnugt. Umhverfi íslenskra neytenda hefur gjörbreyst og neytendamál öllum almenningi hugleikin. Jafnframt er það talið að fátt sé mikilvægara en aðhald samkeppnisyfirvalda á krepputím- um til að árangur náist við að rétta skútuna af. Það er því forvitnilegt að sjá hver niðurstaða SE verður, enda hafa allir sem að samkeppn- is- og neytendamálum koma haft augun á þessu máli um langt skeið. Máli sem kannski hefði ekki verið aðkallandi fyrir litlu síðan - en er það vissulega nú um stundir. Deilt um verðmerkingar Þær matvörur sem um ræðir eru aðallega unnar kjötvörur, svo sem álegg, kryddlegið kjöt og pylsur, auk ákveðinna tegunda af ostum. Jafnframt er eitthvað um að lítt unnar kjötvörur (aðallega frystar), fiskmeti, egg og pakkað grænmeti og ávextir sé verðmerkt með leiðbeinandi smásöluverði. Verðmerking þessara vara fer þannig fram að um leið og þær eru vigtaðar og þeim pakkað eru þær verðmerktar í samræmi við þyngd pakkninganna. Vörur sem verðmerktar eru á þennan hátt eru því boðnar á sama smásöluverði í öllum verslunum nema verslan- irnar auglýsi sjálfar afslátt frá hinu leiðbeinandi verði. Ljóst er að umfang forverðmerk- inga hér á landi er umtalsvert. Einnig er ljóst að það eru ekki einungis vörur sem eru mismun- andi að þyngd (eins og unnið kjöt) sem eru forverðmerktar af birgjum. Vörur eins og til dæmis álegg, kæfa, pylsur og tilbúnir réttir þar sem enginn munur er á þyngd pakkn- inga eru nánast án undantekninga forverðmerktar af birgjum. FORVERÐMERKTAR MATVÖRUR FORMERKT Vörur sem verðmerktar eru af framleiðendum eru boðnar á sama verði í öllum matvöruverslunum, nema sérstaklega sé veittur afsláttur af þeim. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FRÉTTASKÝRING SVAVAR HÁVARÐSSON svavar@frettabladid.is Íslendingi stendur til boða að stunda doktorsnám við Institute of Physical Chemistry, National Center for Scientific Research, í Aþenu. Doktorsneminn mun verða skráður í doktorsnám við Háskóla Íslands en stunda nær allt sitt nám í Aþenu með styrk frá Grikklandi. Umsækjendur skulu hafa lokið MS-prófi í efnafræði, lyfjavísindum, líffræði, eða skyldum greinum. Frekari upplýsingar má nálgast á: www.lyfjafraedideild.hi.is og hjá Þorsteini Loftssyni prófessor í síma 525 4464 eða með tölvupósti á thorstlo@hi.is. HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ HEILBRIGÐISVÍSINDASVIÐ Vilt þú stunda doktorsnám í Aþenu? ÁSTRALÍA, AP Bílaumferð virð- ist hafa afar slæm áhrif á kynlíf trjáfroska sem búa í námunda við borgir og bæi í Ástralíu. Ný rann- sókn hefur leitt í ljós að umferðar- niðurinn drekkir lostafullu kvakki karlfroskana, með hörmulegum afleiðingum. Kraftmikið kvakk er helsta vopn karlfroska í baráttunni um að ná sér í maka, en nú virðist umferðarniðurinn hafa þau áhrif að hljóðið berst til færri mögu- legra maka. Því fækkar froskum jafnt og þétt. Froskarnir virðast þó forherð- ast í baráttu við mannskepnuna, og hafa einhverjar tegundir tekið upp á því að kvakka í hærri tíðni til að yfirgnæfa niðinn. - bj Ástralskir trjáfroskar í vanda: Bílaumferð eyði- leggur kynlífið KVAKKA Einhverjir froskar eru farnir að kvakka í hærri tíðni til að yfirgnæfa umferðarniðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.