Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 66
34 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR BIRGIR ÖRN STEINARSSON tónlistarmaður Af mörgu að taka á Menningarnótt Það er hátíð í bæ og í dag mun fjöldi manns streyma í miðborgina til að sækja menningarviðburði sem standa yfir langt fram á kvöld. Anna Margrét Björnsson tók púlsinn á nokkrum Reykvíkingum um hvað þeir ætla að gera á Menningarnótt. Ætli ég sofi ekki fram yfir hádegi þar sem ég er að plötu- snúðast fram eftir nóttu. Svo finnst mér líklegt að ég taki þátt í Latabæjarhlaupinu með stráknum mínum og frænda hans. Síðast létum við ekki grenjandi rigningu stoppa okkur - samt fékk ég enga medalíu. Planið er svo bara að vera á ráfi niðrí bæ. Væri alveg til í að sjá tónleika Páls Óskars og Moniku á Listasafni Einars Jónssonar kl. 18, rölta svo heim að borða. Fara svo aftur niður í bæ og sjá Megas & Senuþjófanna, kíkja í Hljómskálagarðinn og sjá eitthvað þar. Enda svo á rokkabillíkvöldi Langa Sela og Skugganna í Iðnó og tvista! RAGNHEIÐUR RAGNARSDÓTTIR sundkona Eg ætla að hlaupa tíu kílómetra í maraþoninu í fyrsta sinn. Það er að segja ef ég verð ekki of þreytt eftir heimsmeist- aramótið en ég var bara að koma heim. Ég ætla að styrkja Krabbameinsfélagið með hlaupinu. Ég hleyp aldrei þannig að ég býst frekar við því að ég skokki þetta. Um daginn langar mig bara að rölta um og njóta stemningarinnar og kíkja meðal annars í verslunina Nálina þar sem boðið verður upp á prjónakennslu. Um kvöldið ætla ég svo í grillveislu í miðbænum en þaðan get ég notið útsýnis af svölunum yfir flugeldasýninguna. GUNNAR HILMARSSON fatahönnuður og eigandi Andersen & Lauth Ég ætla að byrja daginn á því að hlaupa 21 km í maraþoni til styrktar Amnesty International. Ég hef áhyggjur af hvað mannréttindi eru tekin lítið alvarlega í heiminum. Eftir það ætla ég að njóta miðbæjarins, og fara síðan á sýningu Ólafar Erlu. Þar sem ég á afmæli ætlum við hjónin út að borða með börnunum okkar tveimur og vinum. Svo enda ég eflaust kvöldið heima í stofu með þreytt- ar lappir upp í loft og fæ vonandi gjafir! ESTER BÍBÍ ÁSGEIRSDÓTTIR tónlistarkona Menningarnótt er nú ekki nótt heldur frekar svona martraðarkenndur dagur þar sem maður kemst ekki úr sporunum og deginum er eytt í að reyna að finna klósett. Ég verð eitthvað að vinna og svo úti að hjóla að leita mér að einhverju að gera með strákunum mínum þremur. Kannski er best að skreppa bara í hjólatúr um Mjóddina, þar verður enginn nema við og náttúran. Um kvöldið verður svo sushi-partý heima hjá mér og svo tek ég stefnuna á rokkabillíball. VIGDÍS HREFNA PÁLSDÓTTIR leikkona Við Esther Talía vinkona mín erum með okkar árlega flóamarkað á Óðinstorgi, þannig að ég verð fyrir framan húsið mitt við Óðinstorg frá 12 til 18 að selja af mér spjarirnar. Á rás fyrir Grensás verður með uppákomur á torginu, Lay Low og Ragnheiður Gröndal ætla að spila sem og fleiri og Dagur og Arna, nágrannar mínir, ætla að steikja vöfflur ofan í gesti og gangandi svo það verður mikið líf á Óðinstorginu. Svo um kvöldið ætla ég að bruna upp í bústað til fjölskyldunnar sem er þar í berjatínsluferð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.