Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 22
22 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Vilhjálmur H. Vil- hjálmsson skrifar um dómsmál Frá 2. október 2008 til 18. júní 2009 gengu sjö dómar í Hæstarétti Íslands og Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Birtíngur útgáfufélag ehf., eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga, voru dæmdir til greiðslu miskabóta fyrir ærumeið- ingar, brot gegn friðhelgi einkalífs eða ólögmætar myndbirtingar. Hér er því um að ræða sjö dóma fyrir hegningarlagabrot á tæplega níu mánaða tímabili. Dómarnir eru fleiri, en hér er látið nægja að fjalla um þau mál sem varða skjólstæð- inga undirritaðs lögmanns. Hér ber að halda því til haga að fjöldi vand- aðra blaðamanna starfar hjá Birt- íngi og er í grein þessari ekki verið að fjalla um þeirra störf. Er við dómstóla að sakast? Eitt þessara mála er svokallað ,,Vikumál“ þar sem ummæli sem viðhöfð voru um nafngreindan ein- stakling voru dæmd dauð og ómerk og blaðamaður Birtíngs dæmdur til greiðslu miskabóta. Nú hafa Birt- íngur og viðkomandi blaðamað- ur ákveðið að skjóta niðurstöðu Hæstaréttar til Mannréttindadóm- stóls Evrópu í Strassborg. Kæran til Strassborgar er sett fram með tilstyrk Blaðamannafélags Íslands, sem hefur meðal annars fært þau rök fyrir stuðningi sínum að íslensk- ir dómstólar hafi ekki sýnt fjöl- miðlum nægan skilning í dómsmál- um þar sem reynir á rétt fjölmiðla til að taka við og miðla áfram upp- lýsingum um umdeild þjóðfélags- málefni. Er það rétt? Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni af hverju sífellt er verið að dæma blaðamenn Birtíngs og tengdra félaga fyrir meiðyrði en ekki aðra. Er ekki við einhvern annan að sak- ast en íslenska dómstóla? Sjö dómar á níu mánuðum Þegar ofangreindir sjö dómar þar sem Birtíngur eða blaðamenn félagsins og tengdra félaga hafa verið dæmdir fyrir hegningarlaga- brot eru skoðaðir kemur í ljós að þar er í fæstum tilvikum verið að taka á mikilvægum þjóðfélagsmál- um. Þvert á móti. Í byrjun október 2008 voru ummæli sem blaðamað- ur Séð og heyrt viðhafði þess efnis að tiltekinn einstaklingur borgaði ekki skuldirnar sínar og stæði ekki við gerða samninga dæmd dauð og ómerk í Hæstarétti. Í nóvember 2008 voru Birtíngur og blaðamað- ur Séð og heyrt dæmdir til refsing- ar í héraði fyrir að stela myndum af vefsvæði. Í byrjun mars 2009 var blaðamaður Vikunnar dæmdur fyrir meiðyrði í Hæstarétti fyrir ásakanir í garð tiltekins aðila um refsiverða háttsemi sem enginn fótur var fyrir. Um miðjan mars 2009 var Birtíngur aftur dæmdur til refsingar í héraði vegna mynda- stuldar af vefsvæði. Í lok apríl 2009 voru tveir blaðamenn Birtings, sem nú ritstýra DV og Nýju lífi, dæmd- ir í Hæstarétti fyrir meiðyrði og gert að greiða miskabætur vegna ásakana í garð nafngreinds aðila um refsiverða háttsemi. Í byrjun júní 2009 var fyrrverandi blaða- maður DV dæmdur í héraði fyrir ærumeiðingar og gróft brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa í umfjöllun sinni í DV skírskotað á ýkjukenndan og eink- ar óviðfelldinn hátt til andlegra veikinda nafn- greinds einstaklings eins og segir í niður- stöðu dómsins. Um miðj- an júní 2009 var síðan sami blaðamaður aftur dæmdur í héraði fyrir meiðyrði og brot gegn friðhelgi einkalífs með því að hafa ásakað nafn- greindan einstakling um refsiverða háttsemi sem og fyrir að hafa fjallað um viðkvæm persónu- leg málefni mannsins í opnugrein- um í DV. Þrettán ára fórnarlamb Birtíngs Og enn ný höggva blaðamenn Birt- íngs í sama knérunn, en nýjasta fórnarlamb útgáfunnar er þrettán ára gömul stúlka og fjölskylda henn- ar, en í 30. tbl. Vikunnar 2009, sem kom út 30. júlí sl., er dróttað að æru stúlkunnar og föður hennar og brot- ið gegn friðhelgi einkalífs þeirra. Í umfjölluninni veltir Vikan sér upp úr viðkvæmum og persónulegum málefnum stúlkunnar s.s. ættleið- ingu, andláti móður hennar, meintri andlegri vanlíðan, kallar stúlkuna Öskubusku og birtir af henni þrjár myndir án hennar samþykkis. Faðir stúlkunnar er síðan sakaður um barnsrán, vörslur á barnaklámi, misnotkun á börnum og andlegt líkamlegt ofbeldi gagnvart dóttur sinni og látinni fyrrverandi eigin- konu. Að auki fjallar Vikan á óvið- feldinn hátt um viðkvæm persónu- leg málefni mannsins, s.s. skilnað hans og fyrrverandi eiginkonu hans, forræðisdeilu við fjölskyldu henn- ar, ættleiðingu dóttur hans o.fl. Það er skemmst frá því að segja fram- angreindar ásakanir eru upplognar eins og blaðamenn Birtíngs hefðu komist að hefðu þeir hirt um að hafa samband við fólkið og fá viðbrögð við fréttinni. Hér gerast blaðamenn Birtíngs enn á ný sekir um ærumeiðandi aðdróttanir um alvarlega refsiverða háttsemi og gróf brot gegn friðhelgi einkalífs saklauss fólks. Hver eru hin umdeildu og mikilvægu þjóðfé- lagsmálefni sem Vikan er að fjalla um hér? Er ekki rétt að Birtíngur og Blaðamannafélag Íslands svari þeirri spurningu áður en lagt er af stað til Strassborgar. Höfundur er héraðsdómslögmaður. SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@ frettabladid.is . Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. VILHJÁLMUR H. VILHJÁLMSSON Síbrotamenn á sviði ærumeiðinga Ef svo er þá hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir Birtíng og Blaðamannafélag íslands af hverju það er sífellt verið að dæma blaðamenn Birtíngs og tengdra félaga fyrir meið- yrði, en ekki aðra fjölmiðla og blaðamenn þeirra. Upplýsingar veitir Steinarr Logi í síma 842 0402, netfangsteinarr@northbygg.is Fiskislóð 31 - Til leigu Vel staðsett atvinnuhúsnæði neðst á Fiskislóð við sjávarsíðuna. Til afhendingar í október og nóvember. Húsið er á tveimur hæðum með sex stigagöngum. Á efstu hæð eru inndregnar svalir með glæsilegum útsýnissvölum. Eignarhlutar eru 24. Hægt er að leigja einn eða fl eiri eignarhluta. • Rýmin eru í þremur stærðum: 110 fm, 160 fm og 210 fm. • Fjölbreyttir notkunarmöguleikar. • Leigjendur geta komið að hönnun innra skipulags. • Húsnæðið afhendist tilbúið sem opið rými. • Hægt er að stúka rýmin niður í skrifstofur og fundarherbergi allt eftir óskum leigutaka. • Frábær staðsetning. • Hagstæð leiga. • Einstakt útsýni. • Jafnrétti er í hávegum haft í öllum störfum Orkuveitu Reykjavíkur. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til kvenna sem stunda eða hyggjast hefja nám í verkfræði eða tæknifræði, greinum sem konur eru í miklum minni hluta í og tengjast kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Einungis nám til fyrstu próf- gráðu í greininni er styrkhæft. Styrkþegum býðst sumarstarf hjá Orkuveitu Reykjavíkur meðan á námi stendur. Umsóknum ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is/styrkir fyrir 14. september. Nauðsynlegt er að upplýsingar um náms- og starfsferil, ásamt staðfestingu á skráningu í nám, fylgi með. Nánari upplýsingar um úthlutun styrksins eru á vef OR. Orkuveita Reykjavíkur er jafnréttismiðað fyrirtæki sem hefur markvisst unnið að því að fjölga konum á þeim starfssviðum þar sem þær hafa verið í minni hluta. Konur eru nú innan við þriðjungur starfsmanna og árangurinn af jafnréttisstarfi innan fyrirtækisins hefur verið góður þar sem hlutfall kvenna hefur aukist á síðustu árum. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 69 65 0 8. 2 0 0 8 Styrkur til náms í verkfræði eða tæknifræði Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.