Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 2
2 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
"Af stað".
Auddi, áttirðu auðvelt með að
finna róna innra með þér?
„Já, það er ekki langt í hann en
ég læt vanilludropana vera eftir
nóttina.“
Auðunn Blöndal og Sveppi munu vera
með þætti í vetur þar sem þeir prófa
meðal annars að vera sjómenn og hand-
rukkarar. Í fyrrinótt léku þeir róna.
HÖNNUN „Mér vitandi hefur eng-
inn unnið með hænsnaleðrið með
þessum hætti hér á landi, né hef
ég fundið neitt þessu líkt erlend-
is,“ segir Rakel Hafberg arki-
tekt en hönnun hennar, skart og
ýmsir fylgihlutir unnir úr þess-
um frumlega efnivið hafa vakið
mikla athygli.
Rakel hefur starfað sem arki-
tekt frá því að hún útskrifaðist
sem slíkur árið 2007 en ákvað
að finna sér ný verkefni þegar
kreppti að í arkitektageiranum.
Úr varð að hún rakst á hænsna-
leður sem hún tók til við að nota
sem efnivið í armbönd, spangir
og fleira til. - jma / sjá allt
Nýsköpun á heimsvísu
Fylgihlutir úr
hænsnaleðri
SKART ÚR HÆNSNALEÐRI Rakel Hafberg
arkitekt fór að búa til skartgripi þegar
verkefnum í arkitektúr fækkaði.
LÖGREGLUMÁL Fimmti maðurinn var
handtekinn á miðvikudaginn grun-
aður um að hafa skipulagt tug-
milljónasvik út úr Íbúðalánasjóði
og tveimur hlutafélögum í júní.
Fjórir menn um tvítugt höfðu áður
verið handteknir vegna málsins og
sátu þeir í varðhaldi um hríð.
Fimmti maðurinn er um þrítugt
og er eldri bróðir eins fjórmenn-
inganna. Á heimili hans fundust
ýmis gögn sem bentu til þess að
hann væri viðriðinn málið, auk 650
þúsund króna í reiðufé. Honum var
sleppt úr haldi í gær.
Maðurinn tengist vélhjóla-
klúbbnum Fáfni, líkt og fjórmenn-
ingarnir. Leiddar hafa verið líkur
að því að mennirnir hafi ráðist
í svikin að undirlagi alþjóðlegu
vélhjólasamtakanna Hells Ang-
els. Algengt sé að samtökum sem
vilja verða fullgildir meðlimir
Hells Angels, líkt og Fáfnisliðar
stefna að, séu falin verkefni af
þessu tagi. Ólíklegt þykir þó að
lögreglu takist að færa sönnur á
þessi tengsl.
Svikin voru afar flókin, en
mennirnir fölsuðu tilkynningar
til fyrirtækjaskrár um breyting-
ar á stjórnum tveggja hlutafélaga,
seldu síðan fasteignir í eigu félag-
anna og tóku lán fyrir kaupunum
sem stungið var undan. Svikin
námu minnst 50 milljónum og féð
er ófundið. Svikin voru þess eðlis
að yngri mennirnir fjórir hefðu
tæpast getað komist upp með þau
án þess að nást. - sh
Fimmti maðurinn handtekinn vegna stórfelldra fjársvika úr Íbúðalánasjóði:
Eldri bróðir líka handtekinn
ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Svikin námu minnst
50 milljónum og er féð ófundið.
FRÉTTABLAÐIÐ / E.ÓL
Svínaflensa í kalkúnum
Heilbrigðisyfirvöld í Chile hafa stað-
fest að svínaflensa hafi greinst í kalk-
únum þar í landi. Kalkúnarnir hafa þó
aðeins fengið væg einkenni, en það
að veiran hafi borist í fugla vekur ótta
um framhaldið.
CHILE
EGYPTALAND, AP Í Mið-Austurlönd-
um þykja döðlur ómissandi fæða
í hinum helga mánuði, ramadan,
sem hefst í dag í flestum löndum
múslima. Í ár seljast döðlur, sem
kenndar eru við Barack Obama
Bandaríkjaforseta, betur en
aðrar döðlur. „Við höfum hrifist
af Obama og þess vegna nefnum
við bestu döðlurnar okkar í höf-
uðið á honum,“ segir Athif Has-
him, kaupmaður í Kaíró, höfuð-
borg Egyptalands.
Ramadan er föstumánuður, en
þá fasta múslimar frá sólarupp-
rás til sólarlags, en borða góðan
mat á kvöldin. - gb
Ramadan í múslimaríkjum:
Obama-döðlur
seljast langbest
OBAMA-DÖÐLUR Í SEKKJUM
Viðskiptin hafa gengið vel í þessari
verslun í Kaíró. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
LÖGREGLA Barðastrandarmennirnir Viktor Már
Axelsson og Marvin Kjarval Michelsen, báðir fædd-
ir árið 1989, eru ákærðir fyrir rán, húsbrot og
frelsissviptingu. Gætu þeir átt yfir höfði sér tíu ára
fangelsi. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykja-
víkur í gær. Báðu verjendur ákærðu um frest til að
tjá sig um málið.
Axel Karl Gíslason, sem mætti með móður sinni í
réttarsal í gær, var ákærður fyrir hlutdeild í þjófn-
aðarbroti fyrir að hafa skipulagt brotið og hirt
ágóðann af ráninu. Jóhann Kristinn Jóhannsson er
ákærður fyrir hlutdeild fyrir að hafa ekið til og frá
staðnum.
Viktor og Marvin brutust inn á heimili manns á
áttræðisaldri á Barðaströnd á Seltjarnarnesi 25.
maí síðastliðinn. Þegar húsráðandi kom heim réðist
Viktor að honum, sló hann með hnefum í andlitið og
neyddi hann til að leggjast á gólfið. Bundu þeir hann
með límbandi á meðan þeir höfðu á brott með sér
úr, skartgripi og fleira, allt að verðmæti rúmlega
tveggja milljóna.
Húsráðandi krefst skaðabóta að upphæð ein millj-
ón en hann hlaut skrámur og mar við atlöguna.
Viktor Már á tvö önnur mál sem sameinast Barða-
strandarmálinu í héraðsdómi. Í öðru er hann ákærð-
ur fyrir að hafa brotist inn í Tölvutækni í október,
tekið þaðan tvær fartölvur og haft fíkniefni í fórum
sínum. Í hinu málinu er um tvö þjófnaðarbrot að
ræða. - vsp
Barðastrandarræningjar ákærðir fyrir rán, húsbrot og frelsissviptingu:
Höfuðpaurinn mætti með mömmu
HINIR ÁKÆRÐU Viktor og Axel mættu í héraðsdóm í gær. Axel
fékk dóm árið 2006 fyrir mannrán í Bónus og Viktor er nú í
gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR
LÖGREGLUMÁL Harður árekstur
varð þegar tveir bílar skullu
saman á Breiðholtsbraut við
Stekkjabakka um miðjan dag
í gær. Einn var fluttur á slysa-
deild með minniháttar meiðsli.
Þá urðu tvö bifhjólaslys í
höfuðborginni síðdegis í gær.
Í öðru tilvikinu féll maður
af bifhjóli sínu á gatnamót-
um Kringlumýrarbrautar og
Borgartúns. Hann er talinn vera
fótbrotinn. Í hinu tilvikinu lenti
bifhjól í árekstri við fólksbíl á
Skeiðarvogsbrú yfir Miklubraut.
Báðir voru bifhjólamennirnir
fluttir á slysadeild.
- þeb
Þrír fluttir á slysadeild:
Þrjú umferðar-
slys í gærdag
Aflþynnuverksmiðja í gang
Fyrsta vélasamstæða aflþynnuverk-
smiðju Becromal á Akureyri var gang-
sett í gærdag. Þá voru tólf samstæður
settar í gang en þær munu verða 60.
Búist er við því að verksmiðjan verði
komin í fulla notkun í lok næsta árs.
NORÐURLAND
STJÓRNMÁL Ríkisstjórnin skoðar
nú hvort hægt sé að höfða skaða-
bótamál á hendur fyrrverandi
stjórnendum Landsbankans
vegna Icesave. „Það getur verið
sjálfstætt álitaefni hvort menn
hafi í einhverjum tilvikum skap-
að sér skaðabótaskyldu og þá á
að sjálfsögðu að fara yfir það og
það er verið að gera,“ segir Stein-
grímur. Málið sé í skoðun sem
hluti af stærri heild.
Meðal stjórnenda bankans
þegar Icesave-reikningarnir
voru stofnaði voru Sigurjón Þ.
Árnason, Halldór J. Kristjáns-
son, Björgólfur Guðmundsson og
Kjartan Gunnarsson. - sh
Stjórnendur kannski lögsóttir:
Ríkið skoðar
skaðabótamál
ORKUMÁL Orkuveita Reykjavíkur
mun lána Magma Energy 70 pró-
sent af kaupverði hlutarins í HS
Orku, með veði í bréfunum sjálfum,
ef gengið verður að tilboði Magma í
hlutinn. Í tilboðinu er gert ráð fyrir
að lánið beri 1,5 prósenta vexti og
að það verði greitt til baka í einni
greiðslu að sjö árum liðnum.
Tilboðið er í 16,6 prósenta hlut
Orkuveitunnar, sem og 15,4 prósenta
hlut Hafnarfjarðar, sem dómstólar
hafa úrskurðað að Orkuveitan verði
að kaupa, jafnvel þótt Samkeppnis-
eftirlitið hafi komist að þeirri niður-
stöðu að Orkuveitan megi ekki eiga
svo stóran hlut í HS Orku.
Heildartilboðið í þennan 32 pró-
senta hlut hljóðar upp á um 12,3
milljarða króna, og yrðu 3,7 millj-
arðar greiddir út í hönd. Orkuveit-
an myndi síðan lána fyrir afgang-
inum, ríflega 8,6 milljörðum, í
dollurum á gengi dagsins í dag. Öll
gengisáhætta yrði Orkuveitunnar,
en lánið yrði auk þess að einhverju
leyti bundið álverði.
Magma stefnir einnig að því að
kaupa hlut Reykjanesbæjar í HS
Orku fyrir 2,5 milljarða. Verði af
kaupunum munu Magma og sam-
starfsaðilinn Geysir Green Energy
eiga meirihluta í félaginu.
Steingrímur J. Sigfússon fjár-
málaráðherra hefur lýst andstöðu
sinni við þau áform að selja hlutinn
til einkaaðila og hefur fundað með
fulltrúum Reykjavíkurborgar og
Orkuveitunnar vegna málsins. Til
umræðu hefur verið að fá aðra til að
kaupa hlut Orkuveitunnar, til dæmis
lífeyrissjóði og önnur innlend orku-
fyrirtæki.
stigur@frettabladid.is
Vilja kúlulán til sjö
ára á 1,5% vöxtum
Tilboð Magma Energy í hlut Orkuveitunnar í HS Orku gerir ráð fyrir að Orku-
veitan láni Magma fyrir sjötíu prósentum af kaupverðinu. Lánið yrði tæplega
níu milljarða kúlulán í dollurum til sjö ára, með veð í bréfunum sjálfum.
HS ORKA HS Orka varð til þegar Hitaveitu Suðurnesja var skipt upp í tvo hluta. HS
Orka sér um orkunýtinguna og HS Veitur um dreifinguna til almennings.
FRÉTTABLAÐIÐ / VALLI
Meðal þess sem litið hefur verið
til í samráði ríkisins og borgarinnar
við lausn málsins er samningur
Reykjanesbæjar við HS Orku um
nýtingarrétt á orkunni í Svartsengi í
aðdragandanum að fyrirhuguðum
kaupum Magma. Reykjanesbær
framseldi réttinn til HS Orku fyrir 30
milljónir á ári í 65 ár, með möguleika
á framlengingu um önnur 65 ár.
Verði af kaupum Magma mun félagið
því þurfa að greiða bænum 30 millj-
óna auðlindagjald á ári.
Í ljós hefur komið að Magma
hefur gert tvo samninga í Oregon og
Nevada í Bandaríkjunum sem fulltrú-
ar ríkisstjórnarinnar telja sambærilega
þessum samningi. Þeir eru einungis
til tíu ára með möguleika á tíu ára
framlengingu. Fyrstu tíu árin þarf að
greiða auðlindagjald sem nemur 1,75
prósenti af heildartekjum af raforku-
sölu og eftir tíu ár 3,5 prósentum.
Hefði Reykjanesbær náð sams konar
samningi við HS Orku fengi bærinn
190 milljónir í auðlindagjald í stað
30.
„Þetta er óneitanlega eitt af því
sem er umhugsunarefni – hvort
aðgangurinn að auðlindinni sé ekki
býsna ódýr í þessum samningum
sem hér gilda, í samanburði við
það sem maður sér þarna úti,“ segir
Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður
fjármálaráðherra. Óheppilegt sé að
hagnaður af auðlindum Íslendinga
renni úr landi án þess að við fáum
sanngjarnan skerf.
MAGMA GERÐI MUN VERRI SAMNINGA VESTRA
SPURNING DAGSINS