Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 51
LAUGARDAGUR 22. ágúst 2009 11 NÁMSKEIÐ TIL UNDIRBÚNINGS PRÓFI TIL AÐ ÖÐLAST RÉTT- INDI TIL AÐ VERA HÉRAÐS- DÓMSLÖGMAÐUR Prófnefnd samkvæmt reglugerð nr. 1095/2007 um próf til að öðlast réttindi til að vera héraðsdóms- lögmaður, sbr. lög nr. 77/1998 um lögmenn og lög nr. 93/2004, hefur ákveðið að halda námskeið haustið 2009. Prófraunin skiptist í tvo hluta, auk verklegrar prófraunar. Kennslugreinar í fyrri hluta eru: Einkamálaréttar- far, sakamálaréttarfar, fullnusturéttarfar, samning lögfræðilegrar álitsgerðar og lögfræðileg skjala- gerð. Kennslugreinar í síðari hluta eru: Réttindi og skyldur lögmanna, þar á meðal siðareglur lög- manna og þóknun fyrir lögmannsstörf, málfl utn- ingur og önnur störf lögmanna, svo sem samn- ingsgerð og meðferð stjórnsýslumála. Í tengslum við námskeiðið fer fram kynning á rekstri lög- mannsstofa og starfsemi Lögmannafélags Íslands og úrskurðarnefndar lögmanna. Auk kennslu í fyrri og síðari hluta er verklegur hluti, sem felst í aðstoð við fl utning eins máls fyrir héraðsdómi. Kennsla fer fram í kennslusal Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, 108 Reykjavík. Stefnt er að því að kennsla í fyrri hluta fari fram dagana 21. til 25. september og 28. september til 2. október 2009. (Tímar frá 09:15-12:00 og frá 13:15 eða 14:15-17:00 eða 18:00) Jafnframt er stefnt að því að próf í fyrri hluta námskeiðsins verði haldin á tímabilinu 9. til 23. október 2009. Nánari upplýsingar um fjölda kennslustunda og fyrirkomulag kennslu verða kynntar síðar. Stefnt er að því að kennsla í síðari hluta fari fram dagana 2. til 13. nóvember 2009. Verklega prófraun skal þreyta eftir að fyrra hluta prófi er lokið og eigi síðar en einu ári eftir að lok- ið er síðari hluta prófi . Gjald fyrir þátttöku á fyrri hluta prófraunar er kr. 250.000 og greiðist við skráningu. Gjald fyr- ir síðari hluta verður ákveðið síðar. Prófgjald er innifalið í námskeiðsgjaldi. Skráning fer fram á skrifstofu Lögmannafélags Íslands að Álftamýri 9, Reykja vík. Sími 568 5620. Fax 568 7057, en einnig er hægt að ganga frá skráningu með tölvupósti á netfangið: hjor- dis@lmfi .is. Við skráningu á námskeiðið þarf að tilgreina nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúm- er (heimasíma, vinnusíma og gsm-síma), auk net- fangs. Við skráningu skal jafnframt leggja fram afrit prófskírteinis eða vottorð háskóla til staðfest- ingar því að umsækjandi hafi lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi . Frestur til að skrá sig á námskeið er til 17. sept- ember 2009. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 20. ágúst 2009 Auglýsing um skipulag Tillaga að aðalskipulagi Sléttuhlíðar í Hafnarfirði. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 17. mars 2009, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 - 2025 fyrir Sléttuhlíð í Hafnarfirði, skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Í breytingartillögunni felst að leiðréttur er texti varðandi nýbyggingar á svæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir að bæta megi við takmörkuðum fjölda sumarhúsa innan svæðis- ins, og er það í samræmi við ásetning Hafnarfjarðarbæjar við gerð aðalskipulagsins og deiliskipulags fyrir sama svæði, og var öllum sumarhúsaeigendum gerð ítarleg grein fyrir því. Orðalag í kaflanum í Aðalskipulagi Hafnar- fjarðar 2005 - 2025 er óljóst og hefur valdið misskilningi. Texti gildandi aðalskipulags að “núverandi frístundabyggð sé fest í sessi og ekki gert ráð fyrir frekari uppbyggingu” á við að svæðið (frístundabyggðin) verði ekki stækkað frá því sem það er í dag, og er það orðað skýrar í breytingar- tillögunni. Aðalskipulagið verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarð- arbæjar, Strandgötu 6, frá 26. ágúst 2009 - 25. sept- ember 2009. Hægt er að skoða aðalskipulagstillöguna á vef Hafnarfjarðarbæjar. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingarnar og skal þeim skilað skriflega til skipulags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 9. október 2009. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytingarnar teljast samþykkir þeim. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025, Ásvellir. Bæjarráð í umboði Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 26. júlí 2007, að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 við íþróttasvæði Hauka, Ásvelli 1, í samræmi við 18. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingartillagan felur í sér að að inni á opnu svæði til sérstakra nota merkt Í, sem er hluti bílastæðis við íþrótta- svæði Hauka við Ásvelli 1 verði heimilt að reka bensín sjálfsafgreiðslustöð með aðkomu frá Ásvöllum. Tillaga að breyttu deiliskipulagi Ásvalla, íþrótta- og útivistarsvæði Hauka í Hafnarfirði. Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar, samþykkti á fundi sínum þann 14. apríl 2009, að auglýsa til kynn- ingar tillögu að breyttu deiliskipulagi Ásvalla, íþrótta- og útivistarsvæði Hauka, skv. 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin felst í að íþróttamiðstöðin verður stækkuð, bætt verður við íþróttasal austan við núverandi sal, gerð tengibygging að yfirbyggðri stúku að núverandi gervigras- velli. Byggingarreitur verður 12.260 m² í stað 7000 m². Fjölnota knattspyrnuhús sem fyrirhugað var að byggja yfir gervigrasvöll verður flutt sunnan við völlinn og snúið þvert á hann. Byggingarreitur að grunnfleti 13.300 m². Gerður verður 1330 m² byggingarreitur fyrir íþróttatengda þjón- ustu rétt við aðalaðkomu inn á svæðið. Gert verður ráð fyrir að hægt verði að tengja núverandi íþróttamiðstöð við knatthús og byggingu fyrir íþróttatengda starfsemi með tengibyggingu ofan eða neðanjarðar, hámarks grunnflöt- ur 350 m². Gert verður ráð fyrir reit fyrir þjónustu m.a. fyrir sjálfsafgreiðslubensínstöð. Núverandi búningshús fjarlægt eða breytt í samræmi við nýja notkun síðar. Bætt verður inn byggingarreit fyrir pylsuvagn við innkeyrslu á austurhluta svæðisins. Stúka sem áður var sýnd sunnan við núverandi gervigrasvöll verður stölluð grasbrekka. Byggingarreitur fyrir bráðabirgðastúku austan megin við núverandi grasvöll. Aðalskipulagið og deiliskipulagið verða til sýnis í þjón- ustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6, frá 25. ágúst – 22. september 2009. Nánari upplýsingar eru veittar á skipulags- og byggingarsviði. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta við aðalskipu- lagið eða deiliskipulagið er gefinn kostur á að gera við þau athugasemdir, og skal þeim skilað skriflega til skipu- lags- og byggingarsviðs Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 6. október 2009. Þeir sem ekki gera athugasemdir teljast samþykkir skipulaginu. Skipulags- og byggingarsvið Hafnarfjarðar Til leigu Ármúli Skrifstofuhúsnæði Um er að ræða 158,1 fm á annari hæð. 6 skrifstofur, fundarsalur, móttaka, eldhús og sam.salerni. V-850 kr. fm. Uppl. í síma: 893-5684.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.