Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 86

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 86
54 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Danskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að enska b- deildarfélagið Newcastle hefði áhuga á að fá íslenska landsliðs- manninn Sölva Geir Ottesen í sínar raðir en varnarmaðurinn leikur nú með SønderjyskE í Danmörku. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Sölvi Geir er orðaður við breskt félag því fyrr í sumar voru bæði Celt- ic og Birmingham talin vera á eftir honum. Umboðsmaðurinn Guðlaug- ur Tómasson staðfestir í sam- tali við danska dagblaðið Berl- ingske Tidende að Newcastle hafi vissulega sýnt Sölva Geir áhuga. „Því er ekki að neita að New- castle hefur sýnt leikmannin- um áhuga en eins og staðan er núna hefur ekkert kauptil- boð verið lagt fram. Á þess- um tímapunkti er erfitt að segja hvort eitthvað verði úr áhuga New- castle eða ekki,“ segir Guðlaugur. Samkvæmt heim- ildum Berlingske Tidende ætlar knatt- spyrnustjórinn Chris Hughton sér að fá Sölva Geir til þess að fylla skarð Sebastien Bassong sem fór á dögunum til Tottenham. Þá er varnarmaður- inn Steven Taylor hjá Newcastle sterklega orðaður við félagaskipti til Everton. - óþ Sölvi Geir Ottesen heldur áfram að heilla bresk lið: Newcastle vill Sölva SÖLVI GEIR Hefur fengið lof fyrir frammistöðu sína með SønderjyskE. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI FH-ingar geta fagnað fimmta Íslandsmeistaratitlinum á sex árum í dag verði úrslitin í 18. umferð Pepsi-deildar karla þeim í hag. FH-ingar taka á móti Grind- víkingum á sama tíma og næstu lið í töflunni, Fylkir og KR, mæta Fjölni og Keflavík. FH-ingar eru með 11 stiga forskot á Fylkir og 13 stiga forskot á KR sem á leik til góða. FH-ingar hafa verið duglegir að endurskrifa söguna undanfarin sumur og þeir geta bætt enn einu metinu við takist þeim að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn í dag. FH yrði þá fyrsta liðið til þess að tryggja sér titilinn þegar liðið á enn eftir fjóra leiki af mótinu. Þrjú lið hafa unnið titilinn þegar þau hafa átt þrjá leiki eftir. FH- ingar gerðu það fyrir fjórum árum og jöfnuðu þá met ÍA frá 1995 og Fram frá 1988. Framarar unnu 14 af fyrstu 15 leikjum sínum sumarið 1988 og voru taplausir á tímabilinu þegar þeir tryggðu sér titilinn með 3-2 sigri á KA í 15. umferðinni. Fram-liðið var þá með 11 stiga forystu þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir. Skagamenn unnu tólf fyrstu leiki sína sumarið 1995 og náðu 40 af 45 mögulegum stigum út úr fyrstu fimmtán leikjum sínum. Það voru þó Valsmenn sem tryggðu þeim titilinn með því að vinna 2- 1 sigur á KR í 15. umferðinni en hann fór fram daginn eftir leik Skagamanna. Skagamenn höfðu þar með tólf stiga forystu þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir. FH-ingar unnu fimmtán fyrstu leiki sína sumarið 2005 og tryggðu sér titilinn með 2-0 sigri á Val í uppgjöri efstu liðanna í 15. umferð- inni. FH-ingar voru þannig með fjórtán stiga forystu þegar aðeins þrjár umferðir voru eftir. FH-ingar geta enn fremur orðið aðeins fjórða liðið til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitil- inn í ágústmánuði síðan deildin innihélt fyrst tíu lið árið 1977. Þeir munu þó ekki ná að bæta árang- ur sinn frá því fyrir fjórum árum þegar titilinn kom í höfn degi áður, hinn 21. ágúst. Einu liðin sem eiga enn mögu- leika á titlinum fyrir utan FH, Fylkir og KR, eru örugglega löngu hætt að keppa um efsta sætið en heyja aftur á móti harða baráttu um annað sætið. KR-ingar heim- sækja Keflvíkinga og Fylkir tekur á móti Fjölni. Fylkir náði öðru sætinu af Vesturbæingum í síðasta leik en það er nóg eftir af þeirri baráttu þótt baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn sé að mestu lokið. ooj@frettabladid.is Verður FH meistari í dag? FH-liðið getur tryggt sér titilinn vinni það Grindavík á sama tíma og Fylkir og KR tapa sínum leikjum. FH yrði þá fyrsta liðið til að tryggja sér titilinn þegar enn eru fjórir leikir og tólf stig eftir í pottinum. ÍSLANDSMEISTARAR MEÐ FLESTA LEIKI EFTIR Þrír leikir Fram 1988 3. september 1988 ÍA 1995 4. september 1995* FH 2005 21. ágúst 2005 Tveir leikir KR 1959 27. ágúst 1959 Fram 1972 6. september 1972* Keflavík 1973 9. september 1973* ÍA 1984 1. september 1984 ÍA 1993 11. september 1993 KR 2003 1. september 2003 * Úrslit úr öðrum leikjum tryggðu titilinn > Ármann Smári nálgast Hartlepool Í fyrradag greindu norskir fjölmiðlar frá því að Brann væri búið að samþykkja kauptilboð enska c-deildarfélagsins Hartlepool í Ármann Smára Björnsson. Umboðsmað- urinn Ólafur Garðarsson staðfesti í samtali við Fréttablaðið í gær að Ármann Smári væri búinn að samþykkja samningsboð frá Hartlepool og ætti bara eftir að gangast undir læknisskoðun. „Forráðamenn Hartlepool segjast vonast til þess að ganga frá smáatriðum á næstunni en það er ekkert staðfest. Það eru einhver ljón í veginum en ég veit ekki alveg hvert vandamálið er. Ármann Smári er búinn að samþykkja samningsboð Hartlepool og á í raun bara eftir að gangast undir læknisskoðun,“ segir Ólafur. Staðan í Pepsi-deild karla 1. FH 17 14 1 2 49-17 43 2. Fylkir 17 10 2 5 30-19 32 3. KR 16 9 3 4 36-24 30 4. Keflavík 17 6 7 4 25-29 25 5. Stjarnan 17 7 3 7 35-27 24 6. Valur 17 7 2 8 20-29 23 7. Fram 16 6 4 6 26-21 22 8. Breiðablik 17 6 4 7 27-30 22 9. Grindavík 15 5 3 7 24-29 18 10. ÍBV 15 5 2 8 18-26 17 ------------------------------------------------------ 11. Fjölnir 17 3 3 11 20-36 12 12. Þróttur 17 3 2 12 20-43 11 MARKAHÆSTU MENN Atli Viðar Björnsson, FH 12 Arnar Már Björgvinsson, Stjörnunni 9 Alfreð Finnbogason, Breiðabliki 9 Matthías Vilhjálmsson, FH 9 NÆSTU LEIKIR: FH-Grindavík lau. 22. ágúst kl. 16:00 Fylkir-Fjölnir lau. 22. ágúst kl. 16:00 Keflavík-KR lau. 22. ágúst kl. 16:00 Valur-Breiðablik lau. 22. ágúst kl. 16:00 Fram-Stjarnan lau. 22. ágúst kl. 16:00 ÍBV-Þróttur sun. 23. ágúst kl. 18:00 26 MÖRK SAMAN Atli Viðar Björnsson (12 mörk), Atli Guðnason (7) og Tryggvi Guð- mundsson (7) fagna hér einu af 49 mörkum FH í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR 10.September nk. Ungbarnasund Námskeiðið hefst 5. f brúa nk. í Árbæjarlaug. Sunddeild Ármanns Barnasund Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 15. janúar nk. í Árbæjarskóla Innritun virka daga frá kl. 17:00 og um helgar frá kl. 13:00 í síma 557-6618 (Stella) og Eygló í síma 866-0122 i ið hefst 29. ágúst í Árbæjarlaug. Innritun virka daga frá kl. 17.00 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 Stella, stellag@torg.is Sundnámskeið fyrir börn 2ja-6 ára hefst laugardaginn 17. október nk. í Árb jarskóla Verð kr. 265.000.- Hrein fjárfesting ehf Dalbraut 3 105 reykjavík • rainbow@rainbow.is Sími verslun 567 7773 . kvöld og helgar 893 6337 www.rainbow.is Rainbow Bjóðum nokkrar Rainbow á 186,000 Eða gömul Rainbow upp í nýja tilboð 155,000 Eigum einnig notaðar yfi rfarnar rainbow með ábyrgð verð 80.000 tilboð 58.000 meðan byrgðir endast. Jón Arnór Stefánsson og félagar í íslenska körfuboltalandsliðinu mæta Hollandi í Smáranum klukkan 16.00 í dag. Þetta er annar af tveimur heimaleikjum liðsins í seinni hluta B-deildarinnar en íslenska liðið byrjaði á 66-54 sigri í Danmörku á miðvikudag- inn. „Það var gott að vinna fyrsta leik og fara inn í Hollands- leikinn nokkuð léttir og jákvæðir. Sjálfstraustið ætti að vera nokkuð gott eftir þennan fyrsta sigur. Við vorum góðir í vörninni og baráttan í þar skóp sigurinn hjá okkur,“ segir Jón Arnór en hann skoraði 21 af 66 stigum íslenska liðsins og tók af skarið í sókninni. „Ég þarf samt að spila betur, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Arnór. Hollendingar unnu 23 stiga sigur á Austurríki í síðasta leik og eru með mjög sterkt lið sem er líklegt til að vinna sér sæti í A-deildinni. „Þetta verður brött brekka fyrir okkur og við eigum ekkert að vinna þennan leik á pappírunum. Þetta er hrikalega erfitt lið að vinna því að þeir eru á öðru plani en við, ef maður á að vera hreinskilinn,“ segir Jón. Aðalstjarna hollenska liðsins er Francisco Elson sem varð NBA-meistari með San Antonio Spurs 2007 og var með 28 stig í 84-68 sigri Hollands í fyrri leiknum. „Elson er virkilega góður. Hann er stór, snöggur og hreyfanlegur fyrir stóran mann. Við söknum Hlyns Bæringssonar svolítið í þeirri baráttu. Við berjumst bara og þurfum örugglega að tvídekka hann,“ segir Jón Arnór sem tekur þátt í leikjum íslenska liðsins, en í liðið vantar öfluga menn. „Ég vil spila fyrir Íslands hönd og gef mig allan í þetta verkefni. Ég er stemmdur og ég vildi að það væri þannig hjá öllum og allir væru með. Því miður er það ekki svo í ár einhverra hluta vegna. Ég veit ekki hver ástæðan er hjá hinum leikmönnunum en við erum ekki að stilla upp okkar sterkasta liði,“ segir Jón Arnór. Jón er sjálfur ekki búinn að finna sér lið fyrir næsta tímabil. „Ég er bara atvinnulaus og veit ekk- ert hvað ég er að fara að gera. Það er ekkert í gangi til að tala um. Ég hef samt engar áhyggjur af þessu og bíð bara rólegur eftir að eitthvað gott detti inn,“ segir Jón og á meðan ætlar hann að njóta þess að spila fyrir Íslands hönd. JÓN ARNÓR STEFÁNSSON: VILDI AÐ ALLIR VÆRU TILBÚNIR AÐ SPILA FYRIR LANDSLIÐIÐ SEM MÆTIR HOLLANDI Í DAG Eigum ekkert að vinna þennan leik á pappírunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.