Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 68
36 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR Hvenær varstu hamingjusam- astur? Kristó: 28. september 2007, þegar dóttir mín fæddist Halli: Þegar ég fékk frostpinna þegar ég var tveggja ára eftir uppskurð. Aggi: Reyni að vera hamingju- samur alla daga. Kalli: Á sama stað og síðast. Hvaða starf dreymdi þig alltaf um að gegna? Kristó: Kjarnasýrueðlissérfræð- ingur með B.A.-gráðu í tangó. Halli: Óperusöngvari, þess vegna er ég trommari. Aggi: Orrustuflugmaður, geim- fari. Kalli: Bjartsýnn bóndi. Hvernig mynduð þið lýsa tónlist ykkar? Kristó: Eins og nafninu á hljóm- sveitinni. Halli: Hún er eitthvað sem þér finnst þú hafa heyrt áður, en veist ekki hvað það er, því að við bjuggum hana til áður en þú viss- ir hvort þú hefðir einhvern tím- ann heyrt eitthvað líkt þessari músík áður. Aggi: Speisað nútíma hipparokk. Kalli: Náttúrulegur samhljómur. Hvorki lygi né tilgerð í tónum. Hvað er það dýrasta sem þú hefur nokkurn tímann keypt þér? Kristó: Íbúð … og pilsner á Hressó. Halli: Bíll og rúðupisskútur í bíl- inn. Aggi: Tölva og fender-gítarinn minn. Kalli: Tímabundið ástand og íbúð- in. Hvað er það versta sem nokkur hefur sagt við þig? Kristó: Hey! Ég vil að þú sýnir mér á þér brjóstin! Halli: Þú ert svo mikið krútt. Aggi: Reyni ekki að muna þannig hluti. Kalli: Farðu er harkalegt orð. Ef þú byggir ekki í Reykjavík, hvar myndir þú vilja búa? Kristó: Í Kópavogi. Halli: Ef ég byggi ekki í Reykja- vík þá myndi ég vilja búa í Reykjavík Vesturbænum. Aggi: Veit ekki en mig langar að get the hell out … Kalli: Reykjum. Uppáhaldshljómsveitir fyrr eða síðar? Kristó: Helst fyrr … of stutt blað fyrir þessa spurningu. Halli: Fyrst var Kiss, Síðar verður það Flashlights on the Highway. Aggi: Bítlarnir og svo endalaus runa af hinum og þessum. Kalli: Allt of viðamikil spurning en King Crimson og Deus hafa ávallt veitt mér mikla ánægju. Íslenska bandið Who Knew er í miklu uppáhaldi núna. Uppáhaldskvikmynd og af hverju? Kristó: Lost Highway – David Lynch … hún er bara svo brillj- ant og gerir mann rangeygan. Halli: The Big Lebowski því að hún er The Big Lebowski. Aggi: Star Wars, allar, því ég sofna oft við hljóðið og kann orðið allan dialog utan að … Kalli: Amélie er yndisleg. Hún er yndisleg. Draumahelgin í einni setningu: Kristó: Groundhog Day á laugar- degi … Halli: Tónlist og ást. Aggi: Góðir tónleikar, gott fólk og gott partí. Kalli: Helgarferð á tunglið. Hvert er versta starf sem þú hefur nokkurn tímann gegnt? Kristó: Ég vann einu sinni við að slátra svínum. Halli: Sjálfboðaliði í stjórnmála- flokki. Aggi: Að afgreiða í matarbúð, bara meikaði það ekki. Kalli: Að spila á balli er vinna. Hvers konar tónlist hefur mest áhrif á þig og hvaða lag ertu að hlusta mest á í dag? Kristó: Allur fjandinn … ekkert sérstakt lag frekar en annað. Halli: Tónlist sem er. Lagið sem ég hlustaði á í gær. Aggi: Eldra rokk en í dag er ég að hlusta mikið á nýju plötu Animal Collective. Kalli: Tilgerðarlaus tónlistar- smekkur. Ekkert lag ofar öðru. Er eitthvað sem heldur fyrir þér vöku á nóttunni? Kristó: Kristel Eva fimleika- drottning. Halli: Já, þegar ég sef á daginn þá vaki ég á nóttunni. Aggi: Maður fær alltaf bestu hug- myndirnar rétt áður en maður sofnar svo, já, tónlistin mín. Kalli: Draumar. Ef þú gætir breytt einhverju í for- tíð þinni, hvað myndi það vera? Kristó: Ég hefði drullast til að læra á píanó. Halli: Ég hefði lært á pumpu- orgel. Aggi: Hefði frekar haldið áfram að læra á píanó eftir sex ára nám. Kalli: Klárað tónlistarnámið. Aldrei að byrja á einhverju ef ekki er hægt að klára það. Trúir þú á framhaldslíf? Kristó: Ekki spurning, í einu formi eða öðru. Halli: Já. Aggi: Ég trúi á fjórðu víddina. Kalli: Hmmm … Áttu þér einhverja leynda nautn? Kristó: Mér finnst voðalega gott að sofa … en man samt aldrei eftir því. Funky! Halli: Já. Aggi: Já, ehem, Justin Timber- lake og asnalegar slúðurfréttir. Kalli: Já, en hún er leyni, er það ekki? Hvaða núlifandi manneskju lítur þú mest upp til? Kristó: Elvis … var það einhver vafi? Halli: Ragga Bjarna, því að hann er flottastur. Aggi: Neil Young og Bob Dylan. Kalli: Konunnar. Hvaða lag á að spila í jarðarför- inni þinni? Kristó: If You Don‘t Know Me By Now. Halli: Whole Lotta Shakin Going On. Aggi: Highway to hell. Kalli: Musculus. Hvað er næst á dagskrá? Tvennir tónleikar á Menningar- nót. Gamli Sirkus kl. 17 og svo Hljómskálagarðurinn kl. 19.30. Svo heldur tónlistarlífið áfram með þéttri tónleikadagskrá í sept- ember og október og fylgja nýrri plötu vel úr húsi. Náttúrulegur samhljómur Hljómsveitin Lights on the Highway var að gefa út aðra breiðskífu sína en þeir munu einnig stíga á svið í kvöld í tilefni Menningarnætur. Anna Margrét Björnsson fékk þá í þriðju gráðu yfirheyrslu. SPILA NÚTÍMA SPEISAÐ HIPPAROKK Félagarnir í Lights on the Highway verða í Hljómskálagarðinum í kvöld. MYND / HÖRÐUR SVEINSSON ■ Á uppleið Tennis Skemmtilega snobbað sport svona síðsumars og krefjandi í þokka- bót. Svo er líka hægt að vera í stuttu pilsi og stynja allan tímann. Rokkabillí og tvist Slík kvöld verða æ algengari á öldurhúsum borgarinnar og á Menningarnótt verður tvist-kvöld á Hemma og Valda og rokkabillíball á Iðnó. Nú er bara að vona að plötusnúðarnir komi með Seeds í stað Elvis. Hot jóga Allir í ræktina til að gera stöður í gufu og svita. Kínókvöld á Bakkusi Stórskemmti- leg og fræðandi leið til að stytta vikuna á þessum hressa bar. ■ Á niðurleið Hlýindin Það er farið að kólna hressilega á kvöldin og vindarnir farnir að blása. Ódýr rauðvín Þau eru hreinlega ekki til lengur í Vínbúðinni og matgæð- ingar geta bara farið að skola þessu niður með kóki. Nöldur og tuð Það hlýtur að vera hægt að ræða um eitthvað annað en Icesave. Tilfinningaviðtöl Skrýt- in árátta að þurfa að auglýsa einkalíf sitt fyrir alþjóð. FULLT NAFN: Kristó: Kristófer Jensson Halli: Þórhallur Reynir Stefáns- son Aggi: Agnar Eldberg Kofoed- Hansen Kalli: Karl Daði Lúðvíksson STARFSFERILL Í HNOTSKURN: Kristó: Full time asshole part time human being. Halli: Sveitastörf, Málari og tónlistarmaður. Aggi: Tónlistarmógúll og verka- maður djöfulsins. Kalli: Tónlistaráhugamaður og Austur, suður, norður, vestur. FÆÐINGARÁR OG HVAÐ GERÐ- IST MARKVERÐAST Á ÞVÍ ÁRI: Kristó: 1979 : Rocky 2 kom út. Halli: 1980, Vigdís Finnboga- dóttir varð fyrsti kvenforseti í heiminum og John Lennon var skotinn til bana. Aggi: 1980 John Lennon dó. Kalli: 1976 Ég og Taxi-driver litum dagsins ljós . Í viðtalið vantar Stefán Örn Gunnlaugsson sem er í sauma- klúbbi … ÞRIÐJA GRÁÐAN Aðalfundur Landic Property hf. verður haldinn í höfuðstöðvum félagsins, Kringlunni 4–12 í Reykjavík, mánudaginn 31. ágúst 2009 kl. 11.00. DAGSKRÁ: 1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins árið 2008. 2. Ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 lagður fram til samþykktar ásamt skýrslu endurskoðanda. 3. Ákvörðun um hvernig skuli fara með tap félagsins á síðastliðnu reikningsári. 4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 5. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna. 6. Stjórnarkjör. 7. Kosning endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis. 8. Önnur mál. Framangreindar tillögur liggja frammi á skrifstofu félagsins til frekari kynningar fyrir hluthafa. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 10.30. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum sem bera á upp á aðalfundi skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Stjórn Landic Property hf. Kringlunni 4–12 103 Reykjavík www.landic.is AÐALFUNDUR MÆLISTIKAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.