Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.03.1914, Page 7
Samvinnumenntun. í samvinnumálum er okkur íslendingum líkt farið og manni þeim, sem eigi vissi að hann kunni „Prósa“ eða óbundið mál, þó.tt hann hefði mælt það alla ævi. Við og forfeður okkar lifum og höfum lifað í samvinnu í ótal aldir, en látumst þó varla vita hvað samvinna er; þykir jafnvel nafnið sjálft næsta ókunnuglegt. En sarrivinna er alstaðar þar, sem tveir eða fleiri sameina krapta sína til að leysa verk af hendi, sem einum var ofvaxið. Heimil- ið, sóknin, hreppurinn, sýslan, Iandið, bankarnir, verzl- anirnar, og hin margháttuðu fjelög sem til eru, má nefna sem dæmi um samvinnuna nú á dögum. Og samvinnu- menntunin er í því fólgin, að gera menn hæfari til að vinna saman, heldur en þeir eru að náttúrufari. Peir menn, sem svo eru menntir, verða sterkari og sigur- sælli í lífinu, en þeir væru annars; þeir lifa fyllra lífi en ef þeir væru sundraðir, eða ynnu saman á líkan hátt og lítilsigldir aumingjar gera nú. Ef til vill hefur mannkynið einhverntíma í fjarlægri fortíð lifað sundrað og samvinnulaust; en það er þá fyr- ir svo löngu, að engar sagnir eru til um það, nje dæmi um villiþjóðir á okkar dögum. Og grimmasta hegningin, sem forfeður okkar á söguöldinni þekktu, var skóggang- ur: útskúfun úr mannlegu fjelagi. Jafnvel mestu hetjurn- ar þoldu eigi slíka æfi; voru eigi nógu sterkar til að standa einar. Engin samvinna er svo ill, að hún sje ekki betri en fullkomin einangrun. 1

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.