Andvari - 01.06.1964, Side 122
120
VAGN B0RGE
ANDVARI
áhrifamikinn, en ekki sálfræðilega sann-
færandi hátt — sem í Höddu Pöddu —
er þetta tengt saman með afbrýðisemi, og
hvatinn er eldheit ást, sem lýst er eins og
skáldum einum er lagið. En hún tekur hér
nýja stefnu eins snögglega og hin áhrifa-
mikla, en yfirborðslega tækni, leikhús og
áhorfendur, er vilja „happy cnd“, en ekki
harmleik, krefjast. Þetta fann Kamban
sjálfur. Hann gerir sér og verki sínu órétt,
þegar hann gleymir því, að við bæði horf-
um á og lesum leikritið fyllilega sannfærð
um skáldlega, dramatíska og sviðræna hæfi-
leika hans. Konungsglíman á ekki að verða
viðskila við önnur verk skáldsins. Til þess
er leikritið, þrátt fyrir galla sína, of gott.
Það er sönn sviðstemning í upphafs-
þættinum með norðurljósunum, bálinu,
söngnum, blysunum, álfadansinum og
hinu banvæna skoti.
Ekki er hægt annað en að hrífast af
villtum kraftinum í Eleklu, þegar hún
gælir við ánamaðkinn til þess svo að bíta
hann og kasta honum frá sér — en hann
lifir áfram —.
Tilsvörin eru safarík og athurðarásin
kröftug. Áhrif frá alþýðuleikjum segja til
sín í þriðja og fjórða þætti, þegar upp
kemst, að kvennaráðin eru runnin af rót-
um vanstilltrar, en sannrar og vonlausrar
ástar. Morðinginn, ritstjórinn, kemur
aftur, öllum til mikillar gleði. I lver stúlka
í leikritinu fær sinn rétta mann. Þar, sem
áður ríkti örvænting og hatur, drottnar nú
hamingja og gleði. Það er ekki hægt ann-
að en að hrífast með og trúa öllu við að
sjá verkið á leiksviði, því þrátt fyrir allt
slær hjarta skákls að haki þessa létta leiks.
2. MARMARI.
llugmyntlaefin leikritsivs.
Leita má lengi í leikbókmenntum
heimsins til að finna svo áhrifamikið og
persónulegt listaverk sem Marmara, en
til þessa dags hefur það ekki vcrið sett á
svið nema i Mainz og Reykjavík. Hvers
vegna? Vegna þess að leikritið hlýtur að
vekja stórkostlegt hneyksli. Það er log-
andi árás á réttarfar, lög og dómarana,
sem dæma menn til fangelsisvistar og i
rafmagnsstól. Oft er erfitt að fylgja höf-
undi, en vilji menn kallast hugsandi, er
ekki hægt að láta þennan boðskap urn að
vanheiðra refsinguna eins og vind um
eyru þjóta. Siðfræðilega séð er fólgið
ákveðið réttmæti í hinni djörfu hug-
mynd; hvert sinn, sem dómari dæmir,
fremur hann glæpu um Jeið og hami
steypir annarri manneskju í ófyrirsjáan-
lega ógæfu. Samkvæmt hugmynd Kamb-
ans höfum við ekki leyfi til að refsa
mönnum. Það hjálpar ekki, það gerir að-
eins illt verra. Vissulega er umræðuvert,
hvort ekki mætti beita mannlegri aðferð-
um gagnvart þeim einstaklingum, er gerzt
hafa brotlegir við lögin, en að loka þá
inni og láta þá kveljast af sektartilfinn-
ingu og þjást á annan hátt — eða dæma
þá til dauða. Hér skapar skáldið fjölþætt
hugmyndaleikrit — hrífandi listrænt. Það
er djarfhuga mannvinur, sem af heilagri
vandlædngu og sefjandi mælsku varpar
frá sviðinu yfir áhorfendur þverstæðum,
þrungnum djúpum harmi yfir hinu
grimma þjóðfélagi, sem býr þegnum sín-
um þjáningar og kvöl. I lann skírskotar
til hins jákvæða í manninum, til hæfi-
leikanna, til hagnýtingar hæfileikanna,
vinnugleðinnar, fyrirgefningarinnar og
náunganskærleikans. Vegur hans liggur
líka út á þunnan ís, sem þörf er á að vara
við: Hann ráðleggur, við vissar aðstæður,
sjálfsmorð. Á meðan við mennirnir vitum
ekki, hvað er eða er ekki handan grafar-
innar, hcr okkur að fara varlega í að ráð-
leggja eða hjálpa öðrurn til að stytta sér
aldur. Tvisvar i Marmara gerir hinn
göfugi og gáfaði dómari Belford sig að
guðnum, sem endar á geðveikrahæli —
og styttir sér síðan aldur. Erfitt er að