Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 122

Andvari - 01.06.1964, Page 122
120 VAGN B0RGE ANDVARI áhrifamikinn, en ekki sálfræðilega sann- færandi hátt — sem í Höddu Pöddu — er þetta tengt saman með afbrýðisemi, og hvatinn er eldheit ást, sem lýst er eins og skáldum einum er lagið. En hún tekur hér nýja stefnu eins snögglega og hin áhrifa- mikla, en yfirborðslega tækni, leikhús og áhorfendur, er vilja „happy cnd“, en ekki harmleik, krefjast. Þetta fann Kamban sjálfur. Hann gerir sér og verki sínu órétt, þegar hann gleymir því, að við bæði horf- um á og lesum leikritið fyllilega sannfærð um skáldlega, dramatíska og sviðræna hæfi- leika hans. Konungsglíman á ekki að verða viðskila við önnur verk skáldsins. Til þess er leikritið, þrátt fyrir galla sína, of gott. Það er sönn sviðstemning í upphafs- þættinum með norðurljósunum, bálinu, söngnum, blysunum, álfadansinum og hinu banvæna skoti. Ekki er hægt annað en að hrífast af villtum kraftinum í Eleklu, þegar hún gælir við ánamaðkinn til þess svo að bíta hann og kasta honum frá sér — en hann lifir áfram —. Tilsvörin eru safarík og athurðarásin kröftug. Áhrif frá alþýðuleikjum segja til sín í þriðja og fjórða þætti, þegar upp kemst, að kvennaráðin eru runnin af rót- um vanstilltrar, en sannrar og vonlausrar ástar. Morðinginn, ritstjórinn, kemur aftur, öllum til mikillar gleði. I lver stúlka í leikritinu fær sinn rétta mann. Þar, sem áður ríkti örvænting og hatur, drottnar nú hamingja og gleði. Það er ekki hægt ann- að en að hrífast með og trúa öllu við að sjá verkið á leiksviði, því þrátt fyrir allt slær hjarta skákls að haki þessa létta leiks. 2. MARMARI. llugmyntlaefin leikritsivs. Leita má lengi í leikbókmenntum heimsins til að finna svo áhrifamikið og persónulegt listaverk sem Marmara, en til þessa dags hefur það ekki vcrið sett á svið nema i Mainz og Reykjavík. Hvers vegna? Vegna þess að leikritið hlýtur að vekja stórkostlegt hneyksli. Það er log- andi árás á réttarfar, lög og dómarana, sem dæma menn til fangelsisvistar og i rafmagnsstól. Oft er erfitt að fylgja höf- undi, en vilji menn kallast hugsandi, er ekki hægt að láta þennan boðskap urn að vanheiðra refsinguna eins og vind um eyru þjóta. Siðfræðilega séð er fólgið ákveðið réttmæti í hinni djörfu hug- mynd; hvert sinn, sem dómari dæmir, fremur hann glæpu um Jeið og hami steypir annarri manneskju í ófyrirsjáan- lega ógæfu. Samkvæmt hugmynd Kamb- ans höfum við ekki leyfi til að refsa mönnum. Það hjálpar ekki, það gerir að- eins illt verra. Vissulega er umræðuvert, hvort ekki mætti beita mannlegri aðferð- um gagnvart þeim einstaklingum, er gerzt hafa brotlegir við lögin, en að loka þá inni og láta þá kveljast af sektartilfinn- ingu og þjást á annan hátt — eða dæma þá til dauða. Hér skapar skáldið fjölþætt hugmyndaleikrit — hrífandi listrænt. Það er djarfhuga mannvinur, sem af heilagri vandlædngu og sefjandi mælsku varpar frá sviðinu yfir áhorfendur þverstæðum, þrungnum djúpum harmi yfir hinu grimma þjóðfélagi, sem býr þegnum sín- um þjáningar og kvöl. I lann skírskotar til hins jákvæða í manninum, til hæfi- leikanna, til hagnýtingar hæfileikanna, vinnugleðinnar, fyrirgefningarinnar og náunganskærleikans. Vegur hans liggur líka út á þunnan ís, sem þörf er á að vara við: Hann ráðleggur, við vissar aðstæður, sjálfsmorð. Á meðan við mennirnir vitum ekki, hvað er eða er ekki handan grafar- innar, hcr okkur að fara varlega í að ráð- leggja eða hjálpa öðrurn til að stytta sér aldur. Tvisvar i Marmara gerir hinn göfugi og gáfaði dómari Belford sig að guðnum, sem endar á geðveikrahæli — og styttir sér síðan aldur. Erfitt er að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.