Andvari

Volume

Andvari - 01.06.1964, Page 123

Andvari - 01.06.1964, Page 123
ANDVARI LEIKRIT GUÐMUNDAR KAMBAN 121 sætta sig við þetta sjónarmið, eins og svo margar aðrar hugmyndir, sem varpað er fram í hdarmara, ef þær eiga allar að skiljast bókstaflega — og til þess ætlaðist Kamban, því miður. Hver og einn hlýtur að spyrja: Hvemig yrði það þjóðfélag, þar sem öll refsing væri niður lögð? Dýr- legt, segir Kafnban, en við leyfum okkur að efast um það. Scm tilraun í leikritsformi er uppistaða vcrksins bæði bugtæk og hrífandi og sem siðrænni og trúarlegri hugmynd og Iivöt til miskunnsemi og mannástar er ekkert við henni að segja. En hvað mundi raunverulega gerast, ef lög og réttur væru afnumin ásamt með fangelsum og refs- ingu? Glæpamennirnir yrðu færri og manneskjurnar betri, segir Kamban. Hvað á þá að gera við þjófa, morðingja og róg- bera? Hafa góð áhrif á þá en ekki vond, og að því leytinu hefur Kamban rétt fyrir sér. En um það, hvernig þetta á að gerast, er hann fáorður. Það á ekki að betra menn- ina, það á að skilja þá, segir skáldið. Þor Kambans og binar háleitu hug- sjónir hans í Marmara eru aðdáunar- verðar. I leikritinu vakir ást til mann- anna, og hún er alltaf mikils virði. En eru ekki vandamálin, sem tæpt er hér á, margþættari en Kamban virðist? Marm- ari fæst við allt hið frumspekilega vanda- mál sektarinnar, sem Dostojevski, meðal annarra, kafar dýpra í en Karnban gerir í verki sínu, sem er stórt, en einsýnt. Kamban reisir það á hugsæilegum, siðræn- um grunni, en á andtrúarlegri, efnis- hyggjulegri lífsskoðun. Samhliða þessu hugmyndaefni er annað og jafn hugtækt atriði hér á ferð: Spillingin í hinu opin- bera lífi. Róbert Belford dómari, sem einnig er þekktur glæpasérfræðingur, reiðir ekki aðeins til höggs gegn réttarfari og lögum. Hann ræðst af miklum krafti gegn órétti og skinhelgi í sérhverri mynd, og því ct það, að hann verður til þess að fletta ofan af spillingunni innan velgerðarsamtak- anna og kemur þar með af stað þeirri skriðu, sem að lokum hremmir hann sjálf- an. Af frjálsum vilja leggur hann niður embætti sitt sem dómari, en er svo hand- tekinn og dæmdur til lífstíðardvalar á geðveikrahæli fyrir það eitt, að augu hans höfðu opnazt fyrir ótrúlegustu prettum og svikum og hinni óhugnanlegu mis- notkun barna sem vinnukrafts. „Niður við Fjórtánda stræti, eystra, stendur hálf- fúinn leigukunrbaldi.... þar sitja um hundrað og fimmtíu börn, sum ekki eldri en sex ára og raða hnöppum í öskjur — fyrir hæst átta sent á dag. Það er þeirra barnæska.... Flest af þessum smávaxna verkalýð ber markið dauðans. Pestarbæl- ið, sem þau lifa í, hefur gert lungu þeirra veikluð.... Foreldrar þessara barna lifa við fáránlega örbirgð: Allt, sem hvert heimili hefur sér til viðurværis, eru þrír dollarar á viku frá líknarstofnunum. En líknin er dýr og börnin gjalda skattinn. Maðurinn, sem á þetta hnappaverkstæði við Fjórtánda stræti er ötull styrktarmað- ur líknarstofnananna. Það borgar sig vel. Hann fær á þann hátt vinnukraft sinn margfalt ódýrara. Því fái hann ekki börn- in, er tillagið tekið af foreldrunum....“ 1 þessum siðræna hluta verksins kem- ur manni í hug hin fræga barátta Elísa- betar Browning gegn barnavinnunni. En í heildarafhjúpun líknarstarfseminnar minnir Kamban á hinn natúralistíska Strindberg, sem einnig réðst gegn spill- ingu í sérhverri rnynd. Já, í þeim Kamb- an, sem að okkur snýr í Marmara, má finna mikið af hinum volduga og upp- reisnargjarna Strindberg, eins og hann var á því tímabili, þegar hann sarndi „Röda rummet" og „Nya riket“, sem, eins og Marmari, voru hneykslunarhellur, en þó nátengdari þjóð höfundarins en Marrn- ari. Hér rís Islendingur gegn Amcríku,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.