Andvari - 01.06.1964, Blaðsíða 136
134
ÞÓRÐUR TÓMASSON
ANDVARI
Ekki var hægt að segja betra um mann
en þaS, aS hann væri Ijós eSa ljós í húsi.
Sú líking var mönnum hugstæS og oft til
hennar gripiS í grafskriftum og erfiljóS-
um. Einar Sighvatsson hreppstjóri á Yzta-
Skála undir Eyjafjöllum segir í grafskrift
um sálusorgara sinn 1836, aS meS honurn
hafi liSiS fagur ljósgeisli úr húsi. 1 þann
tíS þurftu húsbændur aS lýsa börnum
sínum og hjúum viS húsvitjanir. Fleyg
urSu orS eins bónda undir Eyjafjöllum
viS húsvitjun. Tveimur barna sinna bar
hann þetta vitni: „Jón er eins og ljós í
húsi, Steinunn fer út í eldinn, ef ég skipa
henni þaS.“
Ég hef áSur aSeins vikiS aS hátíS ljós-
anna, jólunum. Margur gat tekiS undir
meS bóndanum, sem sagSi, aS jólin hefSu
fariS fyrir ofan garS og neSan hjá sér.
Jólakerti voru þó steypt á hverju heimili
— ef efni leyfSu —- og viS þau bættust
kertagjafir presta og kirkjuhaldara, a. m.
k. sums staSar. VirSist þar um fornan siS
aS ræSa og ekki úr vegi aS gefa honum
gaum. í Holtakirkju í Austur-Skaftafells-
sýslu, hinni síSustu, voru þverbitar nokkr-
ir úr tré. ViS jólamessuna var raSaS á þá
kertum á kertaliljur úr tré. í messulok tók
meShjálparinn þau niSur og skipti þeim
á milli barnanna, sem voru viS kirkju.
í tíS sr. Kjartans Jónssonar í Ytri-Skóg-
um undir Eyjafjöllum og fyrri konu hans,
SigríSar Einarsdóttur, voru send kerti fyrir
jólin á hvert heimili í prestakallinu, eitt
vænt strokkkerti til ekkjumanns eSa ekkju
en kertalykkja til hjóna. Nefndist hún í
sumum byggðum hjónalykkja. Ýmsir
bændur borguðu ljóstollinn ríflega vegna
þessara gjafa. Á gjafakertunum var látiS
loga á jólanóttina. Sagnir af þessum sið
hef ég úr mörgurn sóknum á SuSurlandi
og víðar.
Dæmi veit ég þess, aS þrettándinn hafi
verið kertasteypudagur kirkna. Algengt
var að steypa þá nokkur kóngakerti, sem
kennd voru viS austurvegsvitringana. Þau
lýstu á ölturum á stórhátíðum.
í hverri baðstofu logaði ljós alla jóla-
nóttina. ÞaS var óhapp ef það dó og fyrir-
boði þess, að ekki myndu allir heimilis-
menn lifa næstu jól. Sama máli gegndi,
ef baðstofuljósið dó á nýársnótt.
Lengi var það siður að láta Ijós loga í
kirkjum á jólanótt og nýársnótt. Var kert-
ið látið standa í vatnstrogi inni í kórnum.
Þessi siður hélzt langt fram á 19. öld á
Keldum á Rangárvöllum.
Á gamlárskvöld var lruldufólkið kvatt
og boðið velkomið með ævagömlum for-
mála. Ljós var boriS í frambæ eða stofu
því til fagnaðar. Einstaka gamall maður
man enn þann sið.
LjósiS var lifandi vera, sem átti sínar
gleði- og sorgarstundir. Talað var um, að
Ijós dansaði eSa væri kátt, er það tindraði
framar venju. Blaktandi skar átti sér litla
lífsvon, enda oft gripið til þeirrar líking-
ar, er líf manns var að fjara út. Börnum
var stranglega bannað að anda hægt á ljós.
Það var kallað að kvelja ljósið, og við því
lá sú hegning að eiga í vændum hart
dauðastríS. Sumir sögðu, að sá, sem næst
andaðist í baðstofunni, ætti að hafa eins
mikið fyrir því að deyja og ljósiS.
LjósiS var líka gætt spásagnargáfu.
Neisti, sem hrökk fram úr lýsislampanum,
boðaði gestakomu. ÞaS gerði einnig neisti,
sem hrökk fram úr hlóðunum. Neisti, sem
datt úr skarinu á lampanum og leið liægt
niður, spáði feigð heimilismanns. Neisti,
sem tindraði upp úr skarinu, hoðaði hjart-
viðri. Einstaka sinnurn glossaði Ijósið allt
í einu upp og dó óvörum. ÞaS var feigðar-
boði. Þrjú ljós, sem voru borin í hús, eða
þrjú ljós, sem loguðu í húsi, sögðu, að þar
væri trúlofað fólk fyrir.