Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.1964, Síða 137

Andvari - 01.06.1964, Síða 137
ANDVARI LJÓS OG ELDUR 135 inn klippti með skarbitnum skörina af kirkjukertunum, og viss maður gerði að fífukveiknum í baðstofunni. Það rnátti hvorki vera of né van, feitin draup niður á gólf, ef kveikurinn var dreginn of langt fram í lampanefið. Heyrðist þá þessi að- vörun: ,,Láttu ekki ljósið skita.“ Sami maður snýtti lömpunum öðru hverju, hreinsaði skarið af með því að taka um það með þumal- og vísifingri. Um 1870 var svefn dauðans að síga á augu gamallar konu á Hjalla í Olfusi. Glatt Ijós logaði í baðstofunni. Allt í einu sagði gamla konan: „Blessaðar stúlkur, gerið að ljósinu, það er að deyja.“ Ut frá því tók hún andvörpin. Fátæktin hefur myndað mörg gömul orðtök og málshætti. Yfir litlu Ijósi var oft sagt: Betra er lítið ljós en mikið myrk- ur. Marga prjónalykkjuna hafa íslenzkar konur tekið upp í myrkri og ósjaldan kveðið svo að orði: Það kemur sér, að ég er ekki ljósvant að vinna. Dauft ljós var nefnt nátýra. Það nafn minnir á Sólheimatýruna gömlu, sem kveikt var á mannsístru og tórði, þar til á hana var stökkt sjö bræðra blóði. Það var líka ráðið til að slökkva voðaeld út frá eldingu. Aðra týru var einatt talað um, þjófa- týruna í skotti hundsins. Surnir kölluðu hana þjófaljós og enn aðrir smalaljós. í nafninu felst gömul þjóðtrú. Eldurinn var andstæða Ijóssins, sem var í ætt við æðra heim. Hann var í eðli sínu af hinu vonda, en maðurinn hafði tekið hann í þjónustu sína og hneppt hann i fjötra. Endrurn og eins sleit hann þá af sér, og þá var voðinn vís. 1 iðrum jarðar logaði eldur, sem íslenzka þjóðin hafði beiska reynslu af, og allir vissu um eldinn eilífa, sem ógnaði illvirkjum jarðarinnar. Glöggt dæmi um þessar andstæður er eld- ur og Ijós í draumum, þar sem eldurinn var mörgum boðberi ófriðar en ljósið ímynd mannssálarinnar. Óvita barn horfði heillað á ljós og eld, og ósjaldan lenti lítil hönd í loganum en aðeins einu sinni, ef allt var með felldu. Forn, innfluttur orðskviður mælti: Brennt barn forðast eldinn. Sú reynsla var næg áminning, en annars skorti ekki aðvaran- ir hjá hinni eldri kynslóð. „Eldurinn er ekkert leikfang," heyrðist oft sagt. Ymsir höfðu líka þetta orðtak: „Það verður aldrei of varlega farið með eldinn." Oft vildu börn verma kaldar hendur við eldinn, en sjaldan var það leyft. Eld- urinn var skammgóður vermir, gerði börn- in handköld. Gamla fólkið hafði vit fyrir þeim með þessum orðum: Skammur er eldshiti. Mikil og góð gæzla var höfð á eldinum, en hrökk ekki alltaf til, og þá var voðinn vís. Á örstuttri stundu gat hann lagt í auðn afrakstur og auðsafn langrar ævi. Um þá auðn átti stundum við málshátturinn: „Það sem sínkur saman dregur, þar kem- ur ómildur og eyðir.“ Þjóðsagan um Katr- ínu Erlendsdóttur ríku á Stórólfshvoli og Hvolsbrennu er eitt dæmi þess. Huldar verur tóku, ef því var að skipta, eldinn í þjónustu sína til að klekkja á mönnum. Bóndi austur í Skaftafellssýslu sló álagablett á jörð sinni. Um haustið kom upp eldur í heyjum hans og eyddi þeim að mestu. Eldurinn var mönnum ímynd eyðingar og óhófs. Um heimili, sem skorti ráð- deild, var sagt: Þar er eldur í búi. Oft var líka vitnað til þessa gamla málsháttar: Eyði hóndinn, brennur húið hálft, eyði konan, hrennur búið allt. Um efni, sem fljótt gengu til þurrðar, var sagt: „Það var eins og því væri kastað á eldsglóð." Bráðhuga maður var sagður líkt og eld- ausinn, er hann kom á hæ og gaf sér ekki tóm til að tefja. Mætti svo lengi telja.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.