Andvari - 01.06.1964, Síða 137
ANDVARI
LJÓS OG ELDUR
135
inn klippti með skarbitnum skörina af
kirkjukertunum, og viss maður gerði að
fífukveiknum í baðstofunni. Það rnátti
hvorki vera of né van, feitin draup niður
á gólf, ef kveikurinn var dreginn of langt
fram í lampanefið. Heyrðist þá þessi að-
vörun: ,,Láttu ekki ljósið skita.“ Sami
maður snýtti lömpunum öðru hverju,
hreinsaði skarið af með því að taka um
það með þumal- og vísifingri.
Um 1870 var svefn dauðans að síga á
augu gamallar konu á Hjalla í Olfusi.
Glatt Ijós logaði í baðstofunni. Allt í einu
sagði gamla konan: „Blessaðar stúlkur,
gerið að ljósinu, það er að deyja.“ Ut frá
því tók hún andvörpin.
Fátæktin hefur myndað mörg gömul
orðtök og málshætti. Yfir litlu Ijósi var
oft sagt: Betra er lítið ljós en mikið myrk-
ur. Marga prjónalykkjuna hafa íslenzkar
konur tekið upp í myrkri og ósjaldan
kveðið svo að orði: Það kemur sér, að ég
er ekki ljósvant að vinna.
Dauft ljós var nefnt nátýra. Það nafn
minnir á Sólheimatýruna gömlu, sem
kveikt var á mannsístru og tórði, þar til
á hana var stökkt sjö bræðra blóði. Það
var líka ráðið til að slökkva voðaeld út frá
eldingu.
Aðra týru var einatt talað um, þjófa-
týruna í skotti hundsins. Surnir kölluðu
hana þjófaljós og enn aðrir smalaljós. í
nafninu felst gömul þjóðtrú.
Eldurinn var andstæða Ijóssins, sem var
í ætt við æðra heim. Hann var í eðli sínu
af hinu vonda, en maðurinn hafði tekið
hann í þjónustu sína og hneppt hann i
fjötra. Endrurn og eins sleit hann þá af
sér, og þá var voðinn vís. 1 iðrum jarðar
logaði eldur, sem íslenzka þjóðin hafði
beiska reynslu af, og allir vissu um eldinn
eilífa, sem ógnaði illvirkjum jarðarinnar.
Glöggt dæmi um þessar andstæður er eld-
ur og Ijós í draumum, þar sem eldurinn
var mörgum boðberi ófriðar en ljósið
ímynd mannssálarinnar.
Óvita barn horfði heillað á ljós og eld,
og ósjaldan lenti lítil hönd í loganum en
aðeins einu sinni, ef allt var með felldu.
Forn, innfluttur orðskviður mælti: Brennt
barn forðast eldinn. Sú reynsla var næg
áminning, en annars skorti ekki aðvaran-
ir hjá hinni eldri kynslóð. „Eldurinn er
ekkert leikfang," heyrðist oft sagt. Ymsir
höfðu líka þetta orðtak: „Það verður aldrei
of varlega farið með eldinn."
Oft vildu börn verma kaldar hendur
við eldinn, en sjaldan var það leyft. Eld-
urinn var skammgóður vermir, gerði börn-
in handköld. Gamla fólkið hafði vit fyrir
þeim með þessum orðum: Skammur er
eldshiti.
Mikil og góð gæzla var höfð á eldinum,
en hrökk ekki alltaf til, og þá var voðinn
vís. Á örstuttri stundu gat hann lagt í auðn
afrakstur og auðsafn langrar ævi. Um þá
auðn átti stundum við málshátturinn:
„Það sem sínkur saman dregur, þar kem-
ur ómildur og eyðir.“ Þjóðsagan um Katr-
ínu Erlendsdóttur ríku á Stórólfshvoli
og Hvolsbrennu er eitt dæmi þess.
Huldar verur tóku, ef því var að skipta,
eldinn í þjónustu sína til að klekkja á
mönnum. Bóndi austur í Skaftafellssýslu
sló álagablett á jörð sinni. Um haustið
kom upp eldur í heyjum hans og eyddi
þeim að mestu.
Eldurinn var mönnum ímynd eyðingar
og óhófs. Um heimili, sem skorti ráð-
deild, var sagt: Þar er eldur í búi. Oft var
líka vitnað til þessa gamla málsháttar:
Eyði hóndinn, brennur húið hálft, eyði
konan, hrennur búið allt. Um efni, sem
fljótt gengu til þurrðar, var sagt: „Það
var eins og því væri kastað á eldsglóð."
Bráðhuga maður var sagður líkt og eld-
ausinn, er hann kom á hæ og gaf sér ekki
tóm til að tefja. Mætti svo lengi telja.