Andvari

Volume

Andvari - 01.10.1967, Page 46

Andvari - 01.10.1967, Page 46
148 INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON ANDVARI voru engar drógar. Og einn dag voru þeir allir farnir nema sá, sem hann þurfti að hafa til baka. Þá keypti hann sér brennivín í hnakktöskuna. Þeir höfðu farið vötn og heiðar heim og næturnar höfðu verið bjartar og fuglasöngur í kjarri og rnó og stundum hafði hann blundað í einhverri lautinni. Og þessari ferð lauk kyrrlátlega í túnfætinum eitt lágnættið. Hann spretti af hestinum og sleppti honum í varpann, þótt korninn væri júnímánuður. Hnakktöskunni með brenni- víninu stakk hann niður á milli þúfna. Morguninn eftir vaknaði Mýrarhúsa-Jón við kropphljóð. Hann sá ekki betur en sólin skini inn um gluggann og hann heyrði ekki betur en úti væri stafalogn. Það þurfti ekki að gefa hænum inni á baðstofugólfi. Og þótt það væru hennar hænur þá skyldu þær út. Nú var sú tíð komin að liann gat sagt meiningu sína. Nú voru hestarnir farnir. Hún skyldi hirða þessar liænur sínar. Og jörð sína gat hún hirt líka; jörðina, hænurnar og rollurnar. Ákaflega voru rollur fyrirlitlegar skepnur. Sauðkindin maður; hún var eins og kerlingin. Þar hallaðist ekki á um þrályndið. Hann heyrði í kúnurn í fjósinu undir baðstof- unni. Það var þá ekki búið að láta þær út. Hún gat svo sem hirt þær líka. Þetta var allt hennar góss. Ur því sem komið var mátti hún hirða það allt hans vegna. En áður en hann segði henni það, ætlaði hann að skipa henni að reka hæn- urnar út. Hann skyldi ekki draga af röddinni. Llt með hænurnar kerlingar- skratti, ætlaði hann að segja. Eleyrirðu það kerlingarfjandi, út með hænurnar. Hann Mýrarhúsa-Jón ætlaði ekki að láta þessa gömlu skorpnu og nærsýnu aura- sál setja sér fleiri kosti. Hann hafði komið gangandi til hennar, þessarar hún- vetnsku ekkju með hrossakynið. Nú var ekkert hrossakyn meir og hann var aftur orðinn gangandi. Peningaveskið var þarna einhvers staðar. Það var út- troðið af seðlum. En peningum varð ekki riðið til gagns. Ekki gat hann snúizt við þá á vorin; ekki gert þá bandvana og ekki vanið þá við hnakk og ekki fengið þá brjóstbreiða og reista uppi í fangið. Það var kominn tírni til að yfir- gefa þessa jörð og þessa kerlingu. En fyrst skyldi hún reka út þessar hænur sínar. Hann seildist eftir brennivínsflöskunni, sem átti að vera við rúmstokkinn, en hún hafði þá tekið hana. Hann þreifaði urn með liendinni án þess að rísa upp, unz liann hafði leitað af sér allan grun. Hann fékk aldrei að hafa neitt í friði við rúmstokkinn þegar hann kom heim úr ferðalögum. Það voru tvær flöskur í töskunni. Hún mundi ekki finna þær. Svo ræskti hann sig. — Guðlaug, kallaði hann. Hún kom næstunr strax. Hún var sjaldan langt í burtu á morgnum eins og þessum. Hann heyrði mjóa og áherzlulausa rödd hennar: — Hvað viltu, Jón minn? — Rektu hænurnar út.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.