Andvari - 01.01.1987, Blaðsíða 11
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
9
Uppvöxtur í Fljótum
Ólafur segir sjálfur svo frá í Ólafsbók að hann hafi verið bók-
hneigður sem barn og bráðþroska. Faðir hans var skólamenntaður
maður, átti ýmsar bækur og keypti blöð og tímarit, fékk m.a. Alþingis-
tíðindi send, þannig að lestrarefni skorti ekki á bernskuheimili Ólafs.
Auk þess annaðist faðir hans vörslu og útlán bóka fyrir lestrarfélag
sveitarinnar, og störfuðu systkinin að því með föður sínum. Ólafur ólst
því upp á menntaheimili og færði sér vel í nyt. Hvað sem segja má um
efnahag þessa heimilis og úrræði fram yfir nauðþurftir, að ekki sé
minnst á þau heimili í sveitinni sem verr voru sett, þá er vissara að fara
varlega í dómum um menningarástand sveitanna á þessum tíma, þ. á m.
menntunarskilyrðin, og bera þau saman við nútímaaðstæður með ein-
hvers konar sigurvissu eða sannfæringu um að allt hafi verið ,,ómögu-
legt“ áþeirri tíð. Þótt ekki sé rétt að hef ja fortíðina til skýjanna eða láta
eins og sveitaþjóðfélagið gamla hafi verið annmarkalaust, þá er
óskynsamlegt að fordæma það eða leggja á það mælistiku nútímans,
hvort heldur það er efnahagsástandið sem dæma skal, afkoma manna,
menningarástandið, menntunarskilyrðin eða þjóðlífið yfirleitt. Hrár
samanburður á nútíð og fortíð getur ekki leitt til trúverðugrar niður-
stöðu. Ef mælistiku nútímans er beitt fyrirvaralaust að þessu leyti, er
ljóst að þáhallar áfortíðina. Enginn neitar því að efnahagur íslendinga
er betri en hann var, menningin er fjölbreyttari, menntunarskilyrðin
gjörólík, bjargræðið margvíslegra og þjóðlífið eins og verið sé að bera
saman hvítt og svart. En hverju eru menn bættari með slíkum saman-
burði, ef enginn fyrirvari er á hafður? Er ástæða til þess að við nútíma-
menn séum að ofmetnast? Pað held ég ekki og síst á kostnað fyrri
kynslóða.
Ólafur Jóhannesson elst upp við þjóðfélagshætti í heimasveit sinni,
sem í mörgu voru aldagamlir, ef ekki þúsund ára gamlir, og eimdi eftir
af fram á þessa öld. „Bændaþjóðfélagið“ var enn við lýði á ýmsan hátt
um það bil sem Ólafur fæddist og hélst við á uppvaxtarárum hans í
mörgum greinum. Hins vegar höfðu sprotar nýrrar þjóðfélagsgerðar
skotið rótum í landinu og því fremur sem á líður og kynslóð Ólafs
Jóhannessonar fer að komast til manns. Nýir bjargræðisvegir voru
komnir til sögunnar, nú sækja menn lengra til hafs og veiða fleira en
hákarl sem Fljótamenn urðu frægir af, ef ekki síld og hval, þá þorskinn