Andvari - 01.01.1987, Page 12
10
ÍNGVAR GÍSLASON
ANDVARI
sem verður sá „bústofn“, sem mest gefur af sér og auðgar íslendinga
svo að um munar. Og hví skyldi þá ekki þjóðfélagsgerðin breytast? Og
hverjir voru það sem breyttu þjóðfélaginu? Það voru íslenskir sveita-
menn sem það gerðu, þeir leituðu nýrra bjargráða, - það var allt og
sumt. Ekki til þess að gera skil þjóðmenningar og fordæma það sem
áður var, heldur til þess að búa betur í haginn fyrir sig og afkomendur
sína og notfæra sér það bjargræði sem bauðst. Pess vegna má með sanni
segja að kynslóð Olafs Jóhannessonar hefur lifað meiri breytingar á
þjóðlífsháttum en nokkur kynslóð í landinu fyrr og síðar. Hún hefur
brúað bilið milli fortíðarhátta og þeirrar þjóðfélagsgerðar sem íslend-
ingar búa nú við og ekki skilur sig frá öðrum vestrænum þjóðfélögum
svo neinu nemi. Að þessi kynslóð eigi veigamikinn hlut að breyting-
unni — framförunum — er heldur ekkert vafamál. Ólafur Jóhannesson
tók að sínu leyti fullan þátt í að umskapa þjóðfélagið og breyta því svo,
að það er ósambærilegt við þá þjóðfélagsgerð sem var þegar hann
fæddist og hann og hans jafnaldrar voru að vaxa úr grasi. En kynslóð
Ólafs er þó ekki ein um þetta, því að á undan henni fóru menn, sem
vörðuðu veginn, enda tekur hver kynslóð við af annarri. Hjá lifandi
þjóð kemur alltaf maður í manns stað. Annars væri engin þjóð til.
Samhengið í íslenskri þjóðarsögu er órofið. Jafnvel gerbreyting þjóð-
félagsins breytir engu í því efni. Ólafur Jóhannesson var einn þeirra,
sem ætíð standa föstum fótum í fortíðinni, hafa þar andlega fótfestu
sína. Hann var í hópi þeirra manna, sem vitrænt og án allrar íhalds-
tregðu eða afturhvarfshugmynda halda sambandi við íslenska fortíð-
armenningu og vita ekki annað en að hún sé grundvöllur nútíma-
menningar, hvað sem líður efnahag og verktækni þess þjóðfélags, sem
nú er lifað við og er með sanni gjörólíkt því sem áður var. Enda styður
margt þá kenningu að framfarir á íslandi og í fleiri vestrænum þjóðfé-
lögum séu aðeins á tæknisviði, á ytra borði. Hvort vitþroski hafi aukist
að sama skapi er mikið vafamál, hvort list- og sköpunargáfa manna
hafi eflst er umdeilanlegt, hvort mannúðin í heiminum nú sé til að
miklast af hlýtur að fá menn til að efast og setja upp spurnarsvip, ef
borin eru saman ókjör fátæktarþjóðanna og velsældin hjá okkur
hinum.