Andvari - 01.01.1987, Síða 13
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
11
Glœsilegur námsferill í menntaskóla og háskóla
Þrátt fyrir fátækt og einangrun eins og var í Fljótum á bernsku - og
æskuárum Ólafs þá voru tímarnir að breytast í þann mund. Nýir
atvinnuvegir voru að rísa á legg og þeim fylgdi fjölbreyttari starfs-
greinaskipting, þéttbýlis- og bæjasamfélög tóku að myndast, skóla- og
fræðsluöld var að ganga í garð, að vísu hægum skrefum en ljóst hvert
stefndi. Háskóli íslands var stofnaður tveimur árum áður en Ólafur
fæddist, barnafræðslan var að taka á sig nútímamynd með föstum
skólum, þar sem því varð við komið, og svonefndum farskólum í sveit-
um, sem í raun var ætlað sama hlutverk og föstum, staðbundnum
skólum. Á farskólum og föstum barnaskólum var enginn eðlismunur.
Ólafur gekk í farskóla í sveit sinni og naut þannig lögboðinnar barna-
fræðslu eins og þá var fyrirskipað. I þessum fámenna farskóla fann
Ólafur hæfileika sína til náms, og námslöngun hans var mikil. í þeim
efnum var honum þó e.t.v. drýgst til nota, að menningarandi ríkti á
heimili hans og þar var bókakostur í besta lagi. Hann segir svo sjálfur
frá að honum hafi af sjálfsdáðum vaknað löngun til langskólanáms,
hann hafi ekki verið „settur til mennta“ eins og það var kallað í þá daga
þegar unglingar voru sendir í skóla að foreldraráði. Það var hans eigin
ákvörðun, sem hlaut stuðning foreldra hans en ekki hið gagnstæða.
Hér var í mikið ráðist og sýnt að Ólafur yrði að kosta nám sitt að mestu
af eigin aflafé, enda varð á því nokkur töf að hann gæti hafið námið
þegar eftir fermingu, sem æskilegast hefði verið.
Fátítt var þá að efnalitlir bændasynir, eða börn sjómanna og verka-
manna, hæfu langskólanám og ekki tíðara í Fljótum en öðrum sveitum.
En það var tákn tímanna, einmitt um það leyti sem Ólafur er um
fermingaraldur, að þá er uppi hreyfing á Norðurlandi, og átti mikinn
stuðning Austfirðinga ekki síst, um að rjúfa einokunaraðstöðu Hins
almenna menntaskóla í Reykjavík um menntun og brautskráning
stúdenta. Fyrir því var barist að Gagnfræðaskólinn á Akureyri yrði
gerður að menntaskóla. Leyfi fékkst fyrir því árið 1924 að taka þar upp
kennslu til stúdentsprófs, stofnuð sérstök framhaldsdeild við skólann.
Allmargir gagnfræðingar notfærðu sér þetta, og fyrstu stúdentsefnin,
sem lært höfðu á Akureyri, gengu undir stúdentspróf utanskóla í
Reykjavík vorið 1927. Þessi tilraun gafst vel og næstu tvö ár, 1928 og
1929, voru brautskráðir stúdentar frá framhaldsdeild Gagnfræða-