Andvari - 01.01.1987, Page 15
ANDVARI
ÓLAFUR JÓHANNESSON
13
áhugamál svipuð. B jarni var kennari Ólafs og hefur óefað mótað ýmis
viðhorf hans í lögfræði. En skapgerð þeirra var ólík, og á framgöngu
þeirra sem stjórnmálaforingja var mikill munur. Meðan Bjarni kom
mönnum þannig fyrir sjónir að hann væri framgjarn og ráðríkur og
íhlutunarsamur að upplagi var Ólafur í eðli sínu hlédrægur og óhlut-
deilinn. Ólafur hefði allt eins unað því að vera fræðimaður og rithöf-
undur allt sitt líf, en það hefði ekki átt við Bjarna Benediktsson. Þrátt
fyrir það er Ólafs ekki síður minnst sem mikilhæfs stjórnmálaforingja.
Sem fræðimaður naut Ólafur í mörgu verka Bjarna, en sem stjórn-
málaforingi tók Ólafur ekki mið af Bjarna Benediktssyni. Hvað þá
hluti varðaði var eðli þeirra svo ólíkt að það átti ekki við. Það gat
enginn vitað betur en Ólafur sjálfur. Hann nam fróðleik af öðrum
mönnum eins og hentaði honum, en apaði ekki eftir ytri háttum
annarra né að hann léti segja sér fyrir um hvernig maður í ,,hans stöðu“
ætti að hegða sér.
Lögfrœðistörf og lagakennsla
Að loknum svo glæsilegum námsferli hlutu Ólafi að bjóðast ýmsar
stöður og störf, en hann kaus að gerast starfsmaður Sambands ís-
lenskra samvinnuf élaga og var það allt til þess að hann hóf lagakennslu
í febrúar 1947, með þeirri einu undantekningu að hann sat í Við-
skiptaráði eitt ár og gerði þá nokkurt hlé á starfsferli sínum hjá Sam-
bandinu. Var Ólafur lögfræðilegur ráðunautur Sambandsins og eftir-
litsmaður með kaupfélögunum, en síðast forstöðumaður fræðslu-
deildar. Auk þess rak hann um tíma málflutningsskrifstofu með
Ragnari Ólafssyni hæstaréttarlögmanni, sem einnig hafði starfað hjá
Sambandinu um alllangt skeið.
Starfsárin hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga voru Ólafi mikill
reynsluskóli. Gerðist hann gjörkunnugur atvinnuháttum í öllum
landshlutum og afkomu alþýðu manna til sjávar og sveita. Starfi hans
fylgdu jafnan mikil ferðalög og bein afskipti af málefnum víða um land,
að því er tók til umsvifa kaupfélaganna, svo mikil sem þau voru þá og
eru enn, og náin kynni af mönnum og mannlegum aðstæðum á hinum
ólíkustu stöðum. Ólafur bjó því að staðgóðri og yfirgripsmikilli þekk-
ingu á landshögum öllum, svo að notum mátti verða hvenær sem á