Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1987, Side 16

Andvari - 01.01.1987, Side 16
14 INGVAR GlSLASON ANDVARI reyndi, en þó mest eftir að hann gerðist forystumaður í stjórnmálum. Á því varð þó nokkur bið. í febrúarmánuði 1947 losnaði kennslustarf við lagadeild Háskóla íslands. Gunnar Thoroddsen hafði gegnt prófessorsembætti þar um sjö ára skeið, en var nú ráðinn borgarstjóri í Reykjavík, tók við borgar- stjórastarfi af Bjarna Benediktssyni, sem varð utanríkis- og dóms- málaráðherra í ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar. Var Ólafur þá settur prófessor og hóf kennslu í lagadeildinni á þessu kennslumisseri. Síðar sagði Gunnar embætti sínu lausu, og var Ólafur þá skipaður í embættið í hans stað. Ólafur kenndi óslitið við lagadeildina 24 ár eða þar til hann varð forsætisráðherra 1971. Lausn frá embætti fékk hann þó ekki fyrr en í nóv. 1978, hafði leyfi frá störfum öll sín ráðherraár eins og hlaut að verða, og gegndu þá aðrir prófessorsembættinu í hans stað. Eins og ljóst má vera og áður hefur verið bent á má skipta ævistarfi Ólafs Jóhannessonar í tvo meginþætti: háskólakennslu og stjórnmála- afskipti. Á báðum þessum meginsviðum lét hann mjög til sín taka og verður verka hans lengi minnst, hvort heldur þeirra sem hann vann á kennarastóli eða hinna sem hann lét eftir sig í ráðherraembætti. Um Ólaf hefur verið sagt að hann hafi verið vandvirkur og traustur kennari og gott hafi verið að læra af honum lögfræði. Einnig hitt að hann hafi verið heilráður og góðgjarn, viljað nemendum sínum vel. Varla mun þetta ofsagt og eiga nemendur Ölafs um hann góðar minningar, enda vakti hann hjá þeim traust og virðingu. Það verður þeim mun ljósara sem lengra líður og betur er að gætt, að Ólafur skilaði mjög góðu starfi sem háskólakennari, og verður hans ekki síst minnst fyrir ritstörf sín. I yfirgripsmikilli og fróðlegri ritgerð dr. Ármanns Snævars í Ólafs- bók um lögfræðirit Ólafs Jóhannessonar segir m.a. svo: Prófessor Ólafur hófst þegar handa um að rita og gefa út kennslubækur eftir að hann byrjaði kennslu í deildinni, og er það mikilsvert, hversu duglegur og atorkusamur hann er við þessi mikilvægu störf. Er það alkunna, að það stóð deildinni á þessum árum mjög fyrir þrifum, hve íslenskur kennslubókakostur var af skornum skammti og varð að notast við erlendar bækur. Þótt þær væru út af fyrir sig vandaðar, voru þær vitaskuld ekki lagaðar að íslenskri réttarskipan eða þjóðfélagi. Kennarar og stúdentar stóðu í því að leiðrétta bækurnar og var það allt torvelt og ótryggilegt. Þessi umsögn dr. Ármanns er afar athyglisverð lýsing á framkvæmd lagakennslu og námsaðstæðum stúdenta í lagadeild háskólans á þeim
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.