Andvari - 01.01.1987, Side 16
14
INGVAR GlSLASON
ANDVARI
reyndi, en þó mest eftir að hann gerðist forystumaður í stjórnmálum. Á
því varð þó nokkur bið.
í febrúarmánuði 1947 losnaði kennslustarf við lagadeild Háskóla
íslands. Gunnar Thoroddsen hafði gegnt prófessorsembætti þar um sjö
ára skeið, en var nú ráðinn borgarstjóri í Reykjavík, tók við borgar-
stjórastarfi af Bjarna Benediktssyni, sem varð utanríkis- og dóms-
málaráðherra í ríkisstjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar. Var Ólafur þá
settur prófessor og hóf kennslu í lagadeildinni á þessu kennslumisseri.
Síðar sagði Gunnar embætti sínu lausu, og var Ólafur þá skipaður í
embættið í hans stað. Ólafur kenndi óslitið við lagadeildina 24 ár eða
þar til hann varð forsætisráðherra 1971. Lausn frá embætti fékk hann
þó ekki fyrr en í nóv. 1978, hafði leyfi frá störfum öll sín ráðherraár
eins og hlaut að verða, og gegndu þá aðrir prófessorsembættinu í hans
stað.
Eins og ljóst má vera og áður hefur verið bent á má skipta ævistarfi
Ólafs Jóhannessonar í tvo meginþætti: háskólakennslu og stjórnmála-
afskipti. Á báðum þessum meginsviðum lét hann mjög til sín taka og
verður verka hans lengi minnst, hvort heldur þeirra sem hann vann á
kennarastóli eða hinna sem hann lét eftir sig í ráðherraembætti. Um
Ólaf hefur verið sagt að hann hafi verið vandvirkur og traustur kennari
og gott hafi verið að læra af honum lögfræði. Einnig hitt að hann hafi
verið heilráður og góðgjarn, viljað nemendum sínum vel. Varla mun
þetta ofsagt og eiga nemendur Ölafs um hann góðar minningar, enda
vakti hann hjá þeim traust og virðingu. Það verður þeim mun ljósara
sem lengra líður og betur er að gætt, að Ólafur skilaði mjög góðu starfi
sem háskólakennari, og verður hans ekki síst minnst fyrir ritstörf sín.
I yfirgripsmikilli og fróðlegri ritgerð dr. Ármanns Snævars í Ólafs-
bók um lögfræðirit Ólafs Jóhannessonar segir m.a. svo:
Prófessor Ólafur hófst þegar handa um að rita og gefa út kennslubækur eftir
að hann byrjaði kennslu í deildinni, og er það mikilsvert, hversu duglegur og
atorkusamur hann er við þessi mikilvægu störf. Er það alkunna, að það stóð
deildinni á þessum árum mjög fyrir þrifum, hve íslenskur kennslubókakostur
var af skornum skammti og varð að notast við erlendar bækur. Þótt þær væru út
af fyrir sig vandaðar, voru þær vitaskuld ekki lagaðar að íslenskri réttarskipan
eða þjóðfélagi. Kennarar og stúdentar stóðu í því að leiðrétta bækurnar og var
það allt torvelt og ótryggilegt.
Þessi umsögn dr. Ármanns er afar athyglisverð lýsing á framkvæmd
lagakennslu og námsaðstæðum stúdenta í lagadeild háskólans á þeim