Andvari - 01.01.1987, Page 20
18
INGVAR GÍSLASON
ANDVARI
Lögfrœðirit Ólafs Jóhannessonar
Svo sem kunnugt er greinist lögfræðin í ýmsar sérgreinar, og gætir
þess eðlilega í starfi lagakennara. Aðalkennslugreinar Ólafs voru
stjórnskipunarréttur (stjórnlagafræði) og stjórnarfarsréttur. Einnig
kenndi hann réttarfar og eignarrétt um nokkur ár, auk þess að kenna
viðskiptafræðinemum ágrip af lögfræði um eitt skeið. Ög fleira mun
hann hafa kennt, þótt hér verði ekki greint nánar. Sérgreinar Ólafs
verða því að teljast stjórnlagafræði og stjórnarfarsréttur. Á þeim svið-
um lagði hann mest til mála og stundaði rannsóknir öðrum fremur.
í yfirlitsskyni um rit Ólafs Jóhannessonar er ástæða til að birta
eftirfarandi upptalningu:
1. Ágrip af íslenskri stjórnlagafrœði I 1948.
2. Ágrip afíslenskri stjórnlagafrœði II eftir Bjarna Benediktsson, útg.
af Ólafi Jóhannessyni 1948.
3. Kaflar úr skiptarétti handa stúdentum í viðskiptafræðum 1948.
4. Sameinuðu þjóðirnar 1948.
5. Lög og réttur 1952.
6. Fyrirlestrar um kyrrsetningu og lögbann 1954.
7. Skiptaréttur 1954.
8. Stjórnarfarsréttur, almennur hluti 1955.
9. Stjórnskipun íslands 1960.
Auk þessara meiriháttar rita í bókarformi ritaði Ólafur margar
tímaritsgreinar, þótt hér verði ekki upp taldar, heldur vísað til áður-
nefndrar ritaskrár í Ólafsbók. Rétt er þó að nefna sérstaklega eina
ritgerð Ólafs í þessu sambandi, reyndar á sviði eignarréttar, enda
ósjaldan til hennar vitnað, en það er lögfræðileg greinargerð hans um
eignar- og umráðarétt jarðhita og er hana að finna í Tímariti lögfræð-
inga VI, bls. 134-157, sbr. Alþingistíðindi A-deild, bls. 888-899.
Fleiri slíkar lögfræðilegar álitsgerðir eru til eftir Ólaf og heyra með
réttu til ritverkum hans.
Feim, sem fræðast vilja um rit Ólafs Jóhannessonar, efni þeirra og
fræðilegt gildi, skal bent á ritgerðir dr. Ármanns Snævars hæstaréttar-
dómara og Þórs Vilhjálmssonar hæstaréttardómara, sem báðir voru
lagaprófessorar um eitt skeið og hinir merkustu fræðimenn. Þessar
ritgerðir er að finna í Ólafsbók.